Viðbrögð við vanlíðan ungmenna Sandra Björk Birgisdóttir skrifar 27. september 2024 12:03 Ungt fólk er að upplifa mjög margt í fyrsta skipti, meðal annars margar nýjar tilfinningar sem þau kunna illa eða jafnvel alls ekki að takast á við. En ef samfélagið okkar skapar aðstæður sem gefa börnum og ungmennum rík tækifæri til þess að efla geðheilsuna, þroskast og blómstra á eigin forsendum og rækta bæði sjálfsmynd sína og styrkleika verða þau sífellt betur í stakk búin til að takast á við nýjar eða erfiðar tilfinningar. Til að stuðla að þessum þroska er mikilvægt að við séum jafn óhrædd við að tala um geðheilsu og andlega líðan eins og þá líkamlegu. Þannig læra börn og ungmenni betur og betur að takast á við lífið og allt sem það hefur upp á að bjóða. Það þýðir líka að við þurfum að vera óhrædd við að taka spjallið um erfiðar og flóknar tilfinningar, rétt eins og allar aðrar, því það er óhjákvæmilegt að ungt fólk upplifi vanlíðan á einhverjum tímapunkti því það er hluti af lífinu og við þurfum að læra að takast á við það. Bjargráð gegn vanlíðan Það eru til nokkur einföld ráð sem geta hjálpað fólki að takast á við mikla vanlíðan. Það er fyrst og fremst mjög gagnlegt fyrir okkur öll, sérstaklega ungmenni, að tala við einhvern sem maður treystir og segja frá líðaninni og hugsunum. Gefum ungmennum í kringum okkur gaum, ert þú aðilinn í þínu nærumhverfi sem hægt er að leita til? Það er líka mikilvægt að reyna að vera í kringum fólk frekar en að einangra sig. Munum að það er styrkleikamerki að leita sér hjálpar og enginn skömm í því að líða illa. Svo er gagnlegt að minna sig á að tilfinningar og hugsanir okkar eru eins og fljót, á sífelldu skriði og alltaf að breytast. Líðan getur því verið allt önnur á morgun en í dag og jafnvel eftir klukkustund. Þess vegna er best að taka bara eitt skref í einu og komast gegnum daginn, enda getur það auðveldlega verið yfirþyrmandi að hugsa of mikið um hlutina eða horfa langt fram í tímann. Það er mismunandi eftir einstaklingum hvað hjálpar hverjum og einum, hvað virkar best og hvað fólki finnst gott að gera þegar því líður illa. En oft getur það reynst fólki hjálplegt að gera það sem hefur áður veitt ánægju eða hefur reynst vel til að ná jafnvægi á líðan. En það er um leið gott að huga að því að bjargráðin sem maður notar bæti helst líðan til lengri tíma litið, en ekki bara um stundarsakir. Sjálfsvígshugsanir eru merki um þörf á aðstoð Í sumum tilfellum getur vanlíðan orðið það mikil að fólk upplifi sjálfsvígshugsanir. Þær geta verið allt frá óljósum tilfinningum og hugsunum um að vilja ekki lifa lengur þó að viðkomandi sé ekki í raun að hugsa um að enda líf sitt, yfir í sterkar og alvarlegar sjálfsvígshugsanir. Sjálfsvígshugsanir eru alltaf merki um mikla vanlíðan og að einstaklingur þurfi á aðstoð að halda. Þess vegna skiptir miklu máli að segja einhverjum sem maður treystir frá slíkum hugsunum, hvort sem það er vinur, fjölskyldumeðlimur, kennari, vinnufélagi eða einhver annar. Sjálfsvígshugsanir eru ekkert til að skammast sín fyrir, en því miður er svo mikið af fólki sem líður illa að þær eru nokkuð algengar. Við hjá Hjálparsímanum 1717 og netspjallinu 1717.is höfum til að mynda tekið á móti miklum fjölda samtala um sjálfsvígshugsanir síðustu árin. Árið 2022 voru samtölin 1127 og árið 2023 voru þau 1413, þar af 490 við ungmenni sem voru undir 25 ára aldri. Hvernig á að ræða sjálfsvígshugsanir? Ef það er grunur eða vitneskja um mikla vanlíðan hjá einstaklingi er bæði nauðsynlegt og hjálplegt að spyrja beint út í sjálfsvígshugsanir. Rannsóknir sýna að slíkar spurningar hafa ekki fælandi eða ögrandi áhrif á einstakling í sjálfsvígshugleiðingum. Hins vegar þarf að spyrja slíkra spurninga af nærgætni og virðingu. Með því að spyrja viðkomandi beint út í eðli hugsananna og tíðni þeirra gefur það honum tækifæri á að spegla þær með öðrum einstaklingi, sem veitir oft ákveðinn létti. Mikilvægt er að viðurkenna þá vanlíðan sem einstaklingurinn er að upplifa og benda á hvar hægt er að fá aðstoð. Það er alltaf hægt að leita til eftirfarandi aðila: Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið 1717.is Pieta síminn 552-2218 Símaráðgjöf Heilsuveru 1700 og netspjallið heilsuvera.is Höfundur er Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá Hjálparsíma Rauða krossins - 1717. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk er að upplifa mjög margt í fyrsta skipti, meðal annars margar nýjar tilfinningar sem þau kunna illa eða jafnvel alls ekki að takast á við. En ef samfélagið okkar skapar aðstæður sem gefa börnum og ungmennum rík tækifæri til þess að efla geðheilsuna, þroskast og blómstra á eigin forsendum og rækta bæði sjálfsmynd sína og styrkleika verða þau sífellt betur í stakk búin til að takast á við nýjar eða erfiðar tilfinningar. Til að stuðla að þessum þroska er mikilvægt að við séum jafn óhrædd við að tala um geðheilsu og andlega líðan eins og þá líkamlegu. Þannig læra börn og ungmenni betur og betur að takast á við lífið og allt sem það hefur upp á að bjóða. Það þýðir líka að við þurfum að vera óhrædd við að taka spjallið um erfiðar og flóknar tilfinningar, rétt eins og allar aðrar, því það er óhjákvæmilegt að ungt fólk upplifi vanlíðan á einhverjum tímapunkti því það er hluti af lífinu og við þurfum að læra að takast á við það. Bjargráð gegn vanlíðan Það eru til nokkur einföld ráð sem geta hjálpað fólki að takast á við mikla vanlíðan. Það er fyrst og fremst mjög gagnlegt fyrir okkur öll, sérstaklega ungmenni, að tala við einhvern sem maður treystir og segja frá líðaninni og hugsunum. Gefum ungmennum í kringum okkur gaum, ert þú aðilinn í þínu nærumhverfi sem hægt er að leita til? Það er líka mikilvægt að reyna að vera í kringum fólk frekar en að einangra sig. Munum að það er styrkleikamerki að leita sér hjálpar og enginn skömm í því að líða illa. Svo er gagnlegt að minna sig á að tilfinningar og hugsanir okkar eru eins og fljót, á sífelldu skriði og alltaf að breytast. Líðan getur því verið allt önnur á morgun en í dag og jafnvel eftir klukkustund. Þess vegna er best að taka bara eitt skref í einu og komast gegnum daginn, enda getur það auðveldlega verið yfirþyrmandi að hugsa of mikið um hlutina eða horfa langt fram í tímann. Það er mismunandi eftir einstaklingum hvað hjálpar hverjum og einum, hvað virkar best og hvað fólki finnst gott að gera þegar því líður illa. En oft getur það reynst fólki hjálplegt að gera það sem hefur áður veitt ánægju eða hefur reynst vel til að ná jafnvægi á líðan. En það er um leið gott að huga að því að bjargráðin sem maður notar bæti helst líðan til lengri tíma litið, en ekki bara um stundarsakir. Sjálfsvígshugsanir eru merki um þörf á aðstoð Í sumum tilfellum getur vanlíðan orðið það mikil að fólk upplifi sjálfsvígshugsanir. Þær geta verið allt frá óljósum tilfinningum og hugsunum um að vilja ekki lifa lengur þó að viðkomandi sé ekki í raun að hugsa um að enda líf sitt, yfir í sterkar og alvarlegar sjálfsvígshugsanir. Sjálfsvígshugsanir eru alltaf merki um mikla vanlíðan og að einstaklingur þurfi á aðstoð að halda. Þess vegna skiptir miklu máli að segja einhverjum sem maður treystir frá slíkum hugsunum, hvort sem það er vinur, fjölskyldumeðlimur, kennari, vinnufélagi eða einhver annar. Sjálfsvígshugsanir eru ekkert til að skammast sín fyrir, en því miður er svo mikið af fólki sem líður illa að þær eru nokkuð algengar. Við hjá Hjálparsímanum 1717 og netspjallinu 1717.is höfum til að mynda tekið á móti miklum fjölda samtala um sjálfsvígshugsanir síðustu árin. Árið 2022 voru samtölin 1127 og árið 2023 voru þau 1413, þar af 490 við ungmenni sem voru undir 25 ára aldri. Hvernig á að ræða sjálfsvígshugsanir? Ef það er grunur eða vitneskja um mikla vanlíðan hjá einstaklingi er bæði nauðsynlegt og hjálplegt að spyrja beint út í sjálfsvígshugsanir. Rannsóknir sýna að slíkar spurningar hafa ekki fælandi eða ögrandi áhrif á einstakling í sjálfsvígshugleiðingum. Hins vegar þarf að spyrja slíkra spurninga af nærgætni og virðingu. Með því að spyrja viðkomandi beint út í eðli hugsananna og tíðni þeirra gefur það honum tækifæri á að spegla þær með öðrum einstaklingi, sem veitir oft ákveðinn létti. Mikilvægt er að viðurkenna þá vanlíðan sem einstaklingurinn er að upplifa og benda á hvar hægt er að fá aðstoð. Það er alltaf hægt að leita til eftirfarandi aðila: Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið 1717.is Pieta síminn 552-2218 Símaráðgjöf Heilsuveru 1700 og netspjallið heilsuvera.is Höfundur er Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá Hjálparsíma Rauða krossins - 1717.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun