Mætti tárvotur í viðtal og óviss um framhaldið Aron Guðmundsson skrifar 23. september 2024 11:03 Daniel Ricciardo hefur að öllum líkindum tekið þátt í sínum síðasta Formúlu 1 kappakstri Vísir/Getty Singapúr kappaksturinn í gær er að öllum líkindum sá síðasti á Formúlu 1 ferli Ástralans Daniel Ricciardo, ökuþórs RB liðsins. Hann mætti tárvotur í viðtal eftir að hafa lent í 18.sæti í gær. Háværar sögusagnir eru uppi þess efnis að forráðamenn RB Liðsins ætli að gefa Liam Lawson tækifæri til þess að spreyta sig í síðustu keppnishelgum tímabilsins og þar með leysa af hólmi Daniel Ricciardo. „Ég verð bara að koma hreint út með það undanfarnar vikur hefur staða mín gagnvart liðinu bara verið þannig að við tökum þetta eina keppnishelgi í einu. Ég hefði að sjálfsögðu viljað að þessi keppnishelgi hefði farið betur,“ sagði Ricciardo í viðtali eftir keppni gærdagsins í Singapúr. „Það gekk ekki upp þannig ég þarf að vera viðbúinn því að þetta sé komið hjá mér.“ Danny Ric ❤️An emotional Daniel Ricciardo speaks after the #SingaporeGP pic.twitter.com/53hD09HZ4z— Formula 1 (@F1) September 22, 2024 Og átti Ricciardo þar við að kappaksturinn í Singapúr gæti hafa verið hans síðasti í Formúlu 1. „Þessi tímapunktur kemur á einhverjum tíma hjá okkur öllum.“ Ricciardo, sem á að baki feril hjá liðum á borð við Red Bull Racing og McLaren, sneri aftur í Formúlu 1 á síðasta ári með það sem makrmið að reyna vera sammkeppnishæfur og tryggja sér sæti hjá Red Bull Racing á nýjan leik. „Það hefur augljóslega ekki gengið eftir. Ég verð því að spyrja mig þeirrar spurningar: „Hvað annað get ég afrekað? Hver er gulrótin fyrir mig í þessu? Ég lagði mig fram. Þetta eru engin ævintýraleg endalok en ég verð einnig að horfa á ferðalag mitt til þessa. Rúm þrettán ár í mótaröðinni. Ég er stoltur.“ Akstursíþróttir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Háværar sögusagnir eru uppi þess efnis að forráðamenn RB Liðsins ætli að gefa Liam Lawson tækifæri til þess að spreyta sig í síðustu keppnishelgum tímabilsins og þar með leysa af hólmi Daniel Ricciardo. „Ég verð bara að koma hreint út með það undanfarnar vikur hefur staða mín gagnvart liðinu bara verið þannig að við tökum þetta eina keppnishelgi í einu. Ég hefði að sjálfsögðu viljað að þessi keppnishelgi hefði farið betur,“ sagði Ricciardo í viðtali eftir keppni gærdagsins í Singapúr. „Það gekk ekki upp þannig ég þarf að vera viðbúinn því að þetta sé komið hjá mér.“ Danny Ric ❤️An emotional Daniel Ricciardo speaks after the #SingaporeGP pic.twitter.com/53hD09HZ4z— Formula 1 (@F1) September 22, 2024 Og átti Ricciardo þar við að kappaksturinn í Singapúr gæti hafa verið hans síðasti í Formúlu 1. „Þessi tímapunktur kemur á einhverjum tíma hjá okkur öllum.“ Ricciardo, sem á að baki feril hjá liðum á borð við Red Bull Racing og McLaren, sneri aftur í Formúlu 1 á síðasta ári með það sem makrmið að reyna vera sammkeppnishæfur og tryggja sér sæti hjá Red Bull Racing á nýjan leik. „Það hefur augljóslega ekki gengið eftir. Ég verð því að spyrja mig þeirrar spurningar: „Hvað annað get ég afrekað? Hver er gulrótin fyrir mig í þessu? Ég lagði mig fram. Þetta eru engin ævintýraleg endalok en ég verð einnig að horfa á ferðalag mitt til þessa. Rúm þrettán ár í mótaröðinni. Ég er stoltur.“
Akstursíþróttir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira