Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 09:51 Víkingar máttu spila á heimavelli sínum í Víkinni í undankeppni Sambandsdeildarinnar en kröfurnar eru meiri þegar stærri liðin koma í heimsókn, auk þess sem sólin er núna mun skemur á lofti. vísir/Diego Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. Víkingar höfðu meðal annars kannað möguleikann á því - og fengið vilyrði Færeyinga - að fara með heimaleiki sína til Færeyja þar sem vallaraðstæður eru betri en á Íslandi. Eftir viðræður við UEFA, með aðkomu meðal annars íslenskra stjórnvalda og KSÍ, sem dregist hafa á langinn, er niðurstaðan sú að leikirnir fara fram á Íslandi en þó á allt öðrum tíma dags en aðrir leikir í Sambandsdeildinni. Kæru Víkingar. Við getum loks staðfest að heimaleikir okkar í Sambandsdeildinni verða spilaðir á Kópavogsvelli. Víkingur vill þakka KSÍ og Breiðablik fyrir veitta aðstoð í þessu verkefni.Til hamingju Víkingar og til hamingju Ísland ❤️🖤 pic.twitter.com/JpfHzwvVuu— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2024 Víkingar eiga fyrir höndum afar spennandi mánuði. Þeir byrja á bikarúrslitaleik við KA á morgun en svo tekur við lokaspretturinn í baráttunni um sigur í Bestu deildinni og sex leikir í Sambandsdeild Evrópu. Víkingar eru í fyrsta sinn með í Evrópukeppni og byrja á að mæta Omonia Nicosia á útivelli 3. október. Fyrsti heimaleikurinn er svo við belgíska liðið Cercle Brugge fimmtudaginn 24. október. Nú er orðið ljóst að sá leikur verður á Kópavogsvelli. Víkingar hafa í nógu að snúast þessa dagana en nú er orðið ljóst að þeir þurfa þó ekki að ferðast til annars lands til að spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni.vísir/Diego Heimavöllur Víkinga uppfyllir enn færri kröfur UEFA en Kópavogsvöllur, og ekki var heldur hægt að spila á Laugardalsvelli. Til stóð að Breiðablik léki alla sína heimaleiki í keppninni á Laugardalsvelli í fyrra en færa þurfti síðasta leikinn á Kópavogsvöll, vegna aðstæðna á grasinu í Laugardal í lok nóvember. UEFA vill ekki hætta á að sama staða komi upp núna, og þar að auki stendur til að fara í framkvæmdir á Laugardalsvelli til að skipta út grasvellinum fyrir blandað gras. Síðasti heimaleikur um miðjan desember Þess vegna verða allir þrír heimaleikir Víkinga á Kópavogsvelli en þetta eru heimaleikirnir: 24. okt: Víkingur – Cercle Brugge (Bel) 7. nóv: Víkingur – Borac Banja Luka (Bos) 12. des: Víkingur – Djurgården (Sví) Útileikir Víkinga eru svo eins og fyrr segir við Omonia Nicosia á Kýpur 3. október, gegn Guðmundi Þórarinssyni og félögum í Noah í Armeníu 28. nóvember, og loks gegn LASK í Austurríki 19. desember. Sambandsdeildin er nú með breyttu sniði og leika 36 lið saman í einni deild, í stað þess að spiluð sé riðlakeppni. Hvert lið spilar sex leiki og eftir það falla liðin í 25.-36. sæti úr keppni. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Víkingar höfðu meðal annars kannað möguleikann á því - og fengið vilyrði Færeyinga - að fara með heimaleiki sína til Færeyja þar sem vallaraðstæður eru betri en á Íslandi. Eftir viðræður við UEFA, með aðkomu meðal annars íslenskra stjórnvalda og KSÍ, sem dregist hafa á langinn, er niðurstaðan sú að leikirnir fara fram á Íslandi en þó á allt öðrum tíma dags en aðrir leikir í Sambandsdeildinni. Kæru Víkingar. Við getum loks staðfest að heimaleikir okkar í Sambandsdeildinni verða spilaðir á Kópavogsvelli. Víkingur vill þakka KSÍ og Breiðablik fyrir veitta aðstoð í þessu verkefni.Til hamingju Víkingar og til hamingju Ísland ❤️🖤 pic.twitter.com/JpfHzwvVuu— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2024 Víkingar eiga fyrir höndum afar spennandi mánuði. Þeir byrja á bikarúrslitaleik við KA á morgun en svo tekur við lokaspretturinn í baráttunni um sigur í Bestu deildinni og sex leikir í Sambandsdeild Evrópu. Víkingar eru í fyrsta sinn með í Evrópukeppni og byrja á að mæta Omonia Nicosia á útivelli 3. október. Fyrsti heimaleikurinn er svo við belgíska liðið Cercle Brugge fimmtudaginn 24. október. Nú er orðið ljóst að sá leikur verður á Kópavogsvelli. Víkingar hafa í nógu að snúast þessa dagana en nú er orðið ljóst að þeir þurfa þó ekki að ferðast til annars lands til að spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni.vísir/Diego Heimavöllur Víkinga uppfyllir enn færri kröfur UEFA en Kópavogsvöllur, og ekki var heldur hægt að spila á Laugardalsvelli. Til stóð að Breiðablik léki alla sína heimaleiki í keppninni á Laugardalsvelli í fyrra en færa þurfti síðasta leikinn á Kópavogsvöll, vegna aðstæðna á grasinu í Laugardal í lok nóvember. UEFA vill ekki hætta á að sama staða komi upp núna, og þar að auki stendur til að fara í framkvæmdir á Laugardalsvelli til að skipta út grasvellinum fyrir blandað gras. Síðasti heimaleikur um miðjan desember Þess vegna verða allir þrír heimaleikir Víkinga á Kópavogsvelli en þetta eru heimaleikirnir: 24. okt: Víkingur – Cercle Brugge (Bel) 7. nóv: Víkingur – Borac Banja Luka (Bos) 12. des: Víkingur – Djurgården (Sví) Útileikir Víkinga eru svo eins og fyrr segir við Omonia Nicosia á Kýpur 3. október, gegn Guðmundi Þórarinssyni og félögum í Noah í Armeníu 28. nóvember, og loks gegn LASK í Austurríki 19. desember. Sambandsdeildin er nú með breyttu sniði og leika 36 lið saman í einni deild, í stað þess að spiluð sé riðlakeppni. Hvert lið spilar sex leiki og eftir það falla liðin í 25.-36. sæti úr keppni. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti