„Þetta er bara rétt að byrja“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. september 2024 11:21 Kolbrún Benediktsdóttir sendisaksóknari Íslands hjá Eurojust segir ljóst að málinu sé hvergi nærri lokið. Vísir/Vilhelm Lögregluyfirvöld á Íslandi tóku þátt í fjölþjóðlegum aðgerðum á dögunum þar sem dulkóðaður samskiptamiðill var tekinn niður. Fulltrúi Íslands hjá Eurojust segir málið sýna mikilvægi þess að Ísland eigi fulltrúa hjá alþjóðlegum löggæslustofnunum. Níu ríki áttu aðkomu að aðgerðunum, sem ráðist var í á síðustu dögum, þar á meðal Ísland, Írland, Frakkland og Ástralía. Europol og Eurojust héldu utan um aðgerðirnar. „Þær snerust um svona ákveðið samskiptaforrit eða samskiptaplatform sem skipulögð brotastarfsemi og brotamenn eru að nota sér,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, sendisaksóknari Íslands hjá Eurojust. Flókin dulkóðun Hún segir forritið, sem heitir Ghost, ekki ósvipað öðrum sem hafa komið við sögu lögreglu eins og Enchrochat og SkyCC. „Þar sem þetta snýst um dulkóðuð samskipti sem menn geta notað sín á milli, sem eru í glæpum,“ segir Kolbrún. „Menn nota mjög flókna dulkóðun í að eiga samskipti. Meðal annars er hægt að koma því þannig fyrir að öll samskipti sem þú sendir til annars eyðast sjálfkrafa bæði í þínu tæki og móttökutækinu eftir mjög stuttan tíma. Það gerir það auðvitað mjög erfitt fyrir löggæsluyfirvöld að ná utan um þetta. Þarna hefur það tekist að löggæsluyfirvöld hafa komist á snoðir um þetta og komist inn í þessi samskipti.“ Aðgerðirnar hafi verið mjög umfangsmiklar. „Það leiddi til þess að yfir 50 manns voru handteknir, það er búið að leggja hald á mjög mikið magn af fíkniefnum, vopnum, peningum. Meðal annars var tekin niður fíkniefnaframleiðsla í Ástralíu og svo mætti lengi telja,“ segir Kolbrún. Mikilvægt að Ísland eigi fasta fulltrúa Íslensk löggæsluyfirvöld hafi komið inn í málið á seinni stigum. „Það eru meðal annars netþjónar, sem voru notaðir til að þjónusta þetta samskiptaforrit, sem voru hýstir annars vegar í Frakklandi og hins vegar á Íslandi. Þannig að það er aðkoma Íslands, þessi netþjónn sem er hýstur hér á landi,“ segir Kolbrún. „Það hefur sýnt sig í þessu máli og fleirum að það skiptir miklu máli fyrir Íslands að vera með fasta fulltrúa bæði hjá Europol, sem hefur verið um nokkurra ára skeið, og eins núna hjá Eurojust. Það sýnir bara mikilvægi þess að við séum með fulltrúa þarna fasta til að geta tekið af fullum krafti þátt í svona aðgerðum, sem í þetta sinn höfðu bein tengsl við Ísland. Þó það hafi ekki verið neinar handtökur hér á landi að þessu sinni hefur þetta þýðingu fyrir okkur öll því svona skipulögð brotastarfsemi hefur áhrif á öll ríki heimsins.“ Nokkur þúsund eru sögð hafa notað forritið og um þúsund skilaboð farið þar í gegn á hverjum degi. „Þetta virðist eitthvað minna í sniðunum en Enchrochat og SkyCC. Það virðist vera eftir að það kom upp að menn séu farnir að nota fleiri en minni úrræði,“ segir Kolbrún. Heldurðu að það komi til frekari aðgerða í tengslum við þennan miðil? „Já, ég held að það sé ekki ólíklegt. Það er bara verið að opna þetta mál og það má alveg búast við því að það verði frekari aðgerðir, handtökur og fleira sem eigi eftir að fylgja. Hvort það verið á Íslandi á eftir að koma í ljós en það er alveg ljóst að þetta er bara rétt að byrja.“ Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Níu ríki áttu aðkomu að aðgerðunum, sem ráðist var í á síðustu dögum, þar á meðal Ísland, Írland, Frakkland og Ástralía. Europol og Eurojust héldu utan um aðgerðirnar. „Þær snerust um svona ákveðið samskiptaforrit eða samskiptaplatform sem skipulögð brotastarfsemi og brotamenn eru að nota sér,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, sendisaksóknari Íslands hjá Eurojust. Flókin dulkóðun Hún segir forritið, sem heitir Ghost, ekki ósvipað öðrum sem hafa komið við sögu lögreglu eins og Enchrochat og SkyCC. „Þar sem þetta snýst um dulkóðuð samskipti sem menn geta notað sín á milli, sem eru í glæpum,“ segir Kolbrún. „Menn nota mjög flókna dulkóðun í að eiga samskipti. Meðal annars er hægt að koma því þannig fyrir að öll samskipti sem þú sendir til annars eyðast sjálfkrafa bæði í þínu tæki og móttökutækinu eftir mjög stuttan tíma. Það gerir það auðvitað mjög erfitt fyrir löggæsluyfirvöld að ná utan um þetta. Þarna hefur það tekist að löggæsluyfirvöld hafa komist á snoðir um þetta og komist inn í þessi samskipti.“ Aðgerðirnar hafi verið mjög umfangsmiklar. „Það leiddi til þess að yfir 50 manns voru handteknir, það er búið að leggja hald á mjög mikið magn af fíkniefnum, vopnum, peningum. Meðal annars var tekin niður fíkniefnaframleiðsla í Ástralíu og svo mætti lengi telja,“ segir Kolbrún. Mikilvægt að Ísland eigi fasta fulltrúa Íslensk löggæsluyfirvöld hafi komið inn í málið á seinni stigum. „Það eru meðal annars netþjónar, sem voru notaðir til að þjónusta þetta samskiptaforrit, sem voru hýstir annars vegar í Frakklandi og hins vegar á Íslandi. Þannig að það er aðkoma Íslands, þessi netþjónn sem er hýstur hér á landi,“ segir Kolbrún. „Það hefur sýnt sig í þessu máli og fleirum að það skiptir miklu máli fyrir Íslands að vera með fasta fulltrúa bæði hjá Europol, sem hefur verið um nokkurra ára skeið, og eins núna hjá Eurojust. Það sýnir bara mikilvægi þess að við séum með fulltrúa þarna fasta til að geta tekið af fullum krafti þátt í svona aðgerðum, sem í þetta sinn höfðu bein tengsl við Ísland. Þó það hafi ekki verið neinar handtökur hér á landi að þessu sinni hefur þetta þýðingu fyrir okkur öll því svona skipulögð brotastarfsemi hefur áhrif á öll ríki heimsins.“ Nokkur þúsund eru sögð hafa notað forritið og um þúsund skilaboð farið þar í gegn á hverjum degi. „Þetta virðist eitthvað minna í sniðunum en Enchrochat og SkyCC. Það virðist vera eftir að það kom upp að menn séu farnir að nota fleiri en minni úrræði,“ segir Kolbrún. Heldurðu að það komi til frekari aðgerða í tengslum við þennan miðil? „Já, ég held að það sé ekki ólíklegt. Það er bara verið að opna þetta mál og það má alveg búast við því að það verði frekari aðgerðir, handtökur og fleira sem eigi eftir að fylgja. Hvort það verið á Íslandi á eftir að koma í ljós en það er alveg ljóst að þetta er bara rétt að byrja.“
Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira