Taugatýpísk forréttindi Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 18. september 2024 09:02 Hugmyndina um að mannrófið fúnkerar á ólíkum bylgjulengdum má taka mjög bókstaflega. Flest fólk er stillt á taugatýpíska-rás og ná fullkominni útsendingu af henni. Ef þetta fólk reynir að stilla sig á skynsegin-rás þá er sú rás mjög óskýr hjá þeim og mikill skruðningur. Til þess að skilja skynsegin-rás þyrfti að spyrja mjög margra spurninga til að reyna að fylla í allar eyðurnar. Það myndi kosta gífurlega orku að reyna að skilja hvað er í gangi á einhverri skynsegin-rás. Skiljanlega kjósa flestir taugatýpískir að halda sig bara á sínum rásum og spekúlera ekkert í skynsegin-rásunum. Prófum aðeins að ímynda okkur að meirihluti fólks fúnkeri á skynsegin-rás. Það væru gífurleg forréttindi að vera skynsegin. Ef atvinnuauglýsing óskar t.d. eftir starfsmanni með framúrskarandi félagsfærni, þá er að sjálfsögðu verið að meina skynsegin-félagsfærni. Í þessum heimi er mikið af fullorðnu taugatýpísku fólki andlega veikt. Flestir þeirra hafa ekki fengið greiningu á taugatýpísku rófi og því þurft að harka sig í gegnum lífið á skynsegin forsendum. Þeir glíma við allskyns geðræn vandamál sem eru fylgikvillar af því að reyna að passa inn í skynsegin samfélag. Þeir hafa margir lagt sig alla fram við að reyna að skilja þessar skynsegin-rásir en það er samt aldrei nógu gott. Væri það ekki hagur samfélagsins í heild bæði í raunveruleikanum og í þessum ímyndaða heimi ef fólk væri meðvitaðra um taugafjölbreytileika, fagnaði honum í stað þess að reyna að troða öllum í sama boxið? Innlögnum á geðdeild myndu fækka og það myndi spara hellings fé. Að auki væri þetta fólk að gefa af sér til samfélagsins í stað þess að vera veikt. Þau sem eru skynsegin eru alls ekkert síðri en hin taugatýpísku. Þau hafa bara ólíkar þarfir og samfélagið gæti gert svo miklu meira til að koma til móts við þær. Fögnum taugafjölbreytileika! Höfundur greinarinnar er skynsegin einhverf baráttukona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Hugmyndina um að mannrófið fúnkerar á ólíkum bylgjulengdum má taka mjög bókstaflega. Flest fólk er stillt á taugatýpíska-rás og ná fullkominni útsendingu af henni. Ef þetta fólk reynir að stilla sig á skynsegin-rás þá er sú rás mjög óskýr hjá þeim og mikill skruðningur. Til þess að skilja skynsegin-rás þyrfti að spyrja mjög margra spurninga til að reyna að fylla í allar eyðurnar. Það myndi kosta gífurlega orku að reyna að skilja hvað er í gangi á einhverri skynsegin-rás. Skiljanlega kjósa flestir taugatýpískir að halda sig bara á sínum rásum og spekúlera ekkert í skynsegin-rásunum. Prófum aðeins að ímynda okkur að meirihluti fólks fúnkeri á skynsegin-rás. Það væru gífurleg forréttindi að vera skynsegin. Ef atvinnuauglýsing óskar t.d. eftir starfsmanni með framúrskarandi félagsfærni, þá er að sjálfsögðu verið að meina skynsegin-félagsfærni. Í þessum heimi er mikið af fullorðnu taugatýpísku fólki andlega veikt. Flestir þeirra hafa ekki fengið greiningu á taugatýpísku rófi og því þurft að harka sig í gegnum lífið á skynsegin forsendum. Þeir glíma við allskyns geðræn vandamál sem eru fylgikvillar af því að reyna að passa inn í skynsegin samfélag. Þeir hafa margir lagt sig alla fram við að reyna að skilja þessar skynsegin-rásir en það er samt aldrei nógu gott. Væri það ekki hagur samfélagsins í heild bæði í raunveruleikanum og í þessum ímyndaða heimi ef fólk væri meðvitaðra um taugafjölbreytileika, fagnaði honum í stað þess að reyna að troða öllum í sama boxið? Innlögnum á geðdeild myndu fækka og það myndi spara hellings fé. Að auki væri þetta fólk að gefa af sér til samfélagsins í stað þess að vera veikt. Þau sem eru skynsegin eru alls ekkert síðri en hin taugatýpísku. Þau hafa bara ólíkar þarfir og samfélagið gæti gert svo miklu meira til að koma til móts við þær. Fögnum taugafjölbreytileika! Höfundur greinarinnar er skynsegin einhverf baráttukona
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar