Mamiko Dís Ragnarsdóttir

Fréttamynd

For­seti sem gefur kjark og von

Mig líkaði ekkert alltaf við Jón Gnarr, en ég var unglingur þegar hann sprellaði í Fóstbræðrum og skildi alls ekkert alla brandarana þar. Mér fannst hann oft bara alls ekkert fyndinn, en reyndi að finnast hann skemmtilegur og sniðugur því að öðrum virtist finnast það.

Skoðun
Fréttamynd

Saga um sebra­hest

Það var einu sinni folald. Það þótti hegða sér undarlega og var strítt af öðrum folöldum fyrir það og spurt m.a. hvort það sé kannski „sebrahestur“. Á þessum tíma var orðið sebrahestur aðeins notað yfir þá hesta sem þurftu sérstakan stuðning, með námsörðugleika og takmarkaða stjórn á hegðun sinni. Þeir þóttu heldur illa gefnir.

Skoðun
Fréttamynd

Í heimi þar sem hommar eru taldir þroskaskertir

Ímyndum okkur samfélag þar sem það að vera hommi er ekki viðurkennt (sem raunin er því miður enn víða úti í heimi og hérlendis ennþá stundum). Í þessu samfélagi myndu fáir ráða homma í vinnu eða þurfa að eiga nokkur samskipti við þá. Eiginlega það eina sem almenningur veit er að hommar eru einkennilegir og hegða sér ekki rétt. Hinn stereótýpíski hommi er leikinn af Duster Hoffenman í vinsælu bíómyndinni ,,The Raining Man”. Þar er sýndur fullorðinn maður sem hefur takmarkaða stjórn á því hvernig hann er og þarf mikinn stuðning.

Skoðun
Fréttamynd

Um „skyn­villinga“ og „kyn­villinga“

Það er nú bara tímaspursmál hvenær greiningar á ,,skyn-/(taug)villu” verða lagðar niður í kjölfar mikillar vitundarvakningar meðal skynvillinga og aðstandenda sem ég hef orðið vör við í ríkari og ríkari mæli í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

„Skynsegin“ jól

Þegar ég var yngri var alltaf haldið jólaboð heima hjá ömmu og afa. Allir afkomendur þeirra og makar mættu í boðið sem var töluverður fjöldi. Þá skapaðist mikill kliður. Fólk að spjalla hér og þar í flestum rýmum heimilisins og stundum óvænt hlátrasköll.

Skoðun