„Skynsegin“ jól Mamiko D. Ragnarsdóttir skrifar 2. desember 2021 07:29 Þegar ég var yngri var alltaf haldið jólaboð heima hjá ömmu og afa. Allir afkomendur þeirra og makar mættu í boðið sem var töluverður fjöldi. Þá skapaðist mikill kliður. Fólk að spjalla hér og þar í flestum rýmum heimilisins og stundum óvænt hlátrasköll. Það var kannski kveikt á sjónvarpinu eða útvarpinu. Ég heyrði hávaða úr eldhúsinu, en borðbúnaðurinn var vaskaður upp jafnóðum og búið var að nota hann. Hljóðáreitin fóru í einn hrærigraut. Ég átti erfitt með að taka þátt því ég skildi ekki hvað fólk var að segja. Mér leið illa. Ég kláraði að borða og fór með diskinn minn inn í eldhús. Hvað nú? Ég kíkti inn í hvert einasta herbergi til að athuga stöðuna, en það voru bara of mikil læti. Hávaðinn heyrðist úr öllum herbergjum heimilisins. Ég flúði fram á stigagang. Á stiganginum heyrðist aðeins daufur kliður frá veislunni. Þar bjó vinkona mín Móna Lísa. Hún var köttur. Þegar ég settist í tröppurnar kom hún, lagðist í fangið á mér og byrjaði að purra. Þá leið mér vel. Ég gat verið svona í kannski heila klukkustund án þess að finna tímann líða á meðan mesti kliðurinn var. Eftir dágóðan tíma fann amma mig á stigaganginum og sagði: „Ertu þarna elskan mín að tala við köttinn?“ Ég hafði ekki verið neitt að tala við Mónu Lísu, en lét eins og ég skildi hvað hún meinti. Amma var sátt við mig og reyndi ekki að draga mig inn til að taka þátt í gleðskapnum. Þarna vissi ég ekki að ég væri „skynsegin“ (e. neurodivergent) en samt mætti ég þessum fallega skilningi ömmu minnar. Reynum að vera eins og elsku amma mín heitin. Ef einhver vill fara afsíðis og tekur ekki þátt í veislu þá á það ekki að vera neitt tiltökumál. Fögnum fjölbreytileika mannrófsins án þess að reyna að steypa alla í sama mótið. Má vera „hinsegin“? En hvað með „skynsegin“? Höfundur er skynsegin einhverf tónlistarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var yngri var alltaf haldið jólaboð heima hjá ömmu og afa. Allir afkomendur þeirra og makar mættu í boðið sem var töluverður fjöldi. Þá skapaðist mikill kliður. Fólk að spjalla hér og þar í flestum rýmum heimilisins og stundum óvænt hlátrasköll. Það var kannski kveikt á sjónvarpinu eða útvarpinu. Ég heyrði hávaða úr eldhúsinu, en borðbúnaðurinn var vaskaður upp jafnóðum og búið var að nota hann. Hljóðáreitin fóru í einn hrærigraut. Ég átti erfitt með að taka þátt því ég skildi ekki hvað fólk var að segja. Mér leið illa. Ég kláraði að borða og fór með diskinn minn inn í eldhús. Hvað nú? Ég kíkti inn í hvert einasta herbergi til að athuga stöðuna, en það voru bara of mikil læti. Hávaðinn heyrðist úr öllum herbergjum heimilisins. Ég flúði fram á stigagang. Á stiganginum heyrðist aðeins daufur kliður frá veislunni. Þar bjó vinkona mín Móna Lísa. Hún var köttur. Þegar ég settist í tröppurnar kom hún, lagðist í fangið á mér og byrjaði að purra. Þá leið mér vel. Ég gat verið svona í kannski heila klukkustund án þess að finna tímann líða á meðan mesti kliðurinn var. Eftir dágóðan tíma fann amma mig á stigaganginum og sagði: „Ertu þarna elskan mín að tala við köttinn?“ Ég hafði ekki verið neitt að tala við Mónu Lísu, en lét eins og ég skildi hvað hún meinti. Amma var sátt við mig og reyndi ekki að draga mig inn til að taka þátt í gleðskapnum. Þarna vissi ég ekki að ég væri „skynsegin“ (e. neurodivergent) en samt mætti ég þessum fallega skilningi ömmu minnar. Reynum að vera eins og elsku amma mín heitin. Ef einhver vill fara afsíðis og tekur ekki þátt í veislu þá á það ekki að vera neitt tiltökumál. Fögnum fjölbreytileika mannrófsins án þess að reyna að steypa alla í sama mótið. Má vera „hinsegin“? En hvað með „skynsegin“? Höfundur er skynsegin einhverf tónlistarkona.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun