Taugatýpísk forréttindi Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 18. september 2024 09:02 Hugmyndina um að mannrófið fúnkerar á ólíkum bylgjulengdum má taka mjög bókstaflega. Flest fólk er stillt á taugatýpíska-rás og ná fullkominni útsendingu af henni. Ef þetta fólk reynir að stilla sig á skynsegin-rás þá er sú rás mjög óskýr hjá þeim og mikill skruðningur. Til þess að skilja skynsegin-rás þyrfti að spyrja mjög margra spurninga til að reyna að fylla í allar eyðurnar. Það myndi kosta gífurlega orku að reyna að skilja hvað er í gangi á einhverri skynsegin-rás. Skiljanlega kjósa flestir taugatýpískir að halda sig bara á sínum rásum og spekúlera ekkert í skynsegin-rásunum. Prófum aðeins að ímynda okkur að meirihluti fólks fúnkeri á skynsegin-rás. Það væru gífurleg forréttindi að vera skynsegin. Ef atvinnuauglýsing óskar t.d. eftir starfsmanni með framúrskarandi félagsfærni, þá er að sjálfsögðu verið að meina skynsegin-félagsfærni. Í þessum heimi er mikið af fullorðnu taugatýpísku fólki andlega veikt. Flestir þeirra hafa ekki fengið greiningu á taugatýpísku rófi og því þurft að harka sig í gegnum lífið á skynsegin forsendum. Þeir glíma við allskyns geðræn vandamál sem eru fylgikvillar af því að reyna að passa inn í skynsegin samfélag. Þeir hafa margir lagt sig alla fram við að reyna að skilja þessar skynsegin-rásir en það er samt aldrei nógu gott. Væri það ekki hagur samfélagsins í heild bæði í raunveruleikanum og í þessum ímyndaða heimi ef fólk væri meðvitaðra um taugafjölbreytileika, fagnaði honum í stað þess að reyna að troða öllum í sama boxið? Innlögnum á geðdeild myndu fækka og það myndi spara hellings fé. Að auki væri þetta fólk að gefa af sér til samfélagsins í stað þess að vera veikt. Þau sem eru skynsegin eru alls ekkert síðri en hin taugatýpísku. Þau hafa bara ólíkar þarfir og samfélagið gæti gert svo miklu meira til að koma til móts við þær. Fögnum taugafjölbreytileika! Höfundur greinarinnar er skynsegin einhverf baráttukona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hugmyndina um að mannrófið fúnkerar á ólíkum bylgjulengdum má taka mjög bókstaflega. Flest fólk er stillt á taugatýpíska-rás og ná fullkominni útsendingu af henni. Ef þetta fólk reynir að stilla sig á skynsegin-rás þá er sú rás mjög óskýr hjá þeim og mikill skruðningur. Til þess að skilja skynsegin-rás þyrfti að spyrja mjög margra spurninga til að reyna að fylla í allar eyðurnar. Það myndi kosta gífurlega orku að reyna að skilja hvað er í gangi á einhverri skynsegin-rás. Skiljanlega kjósa flestir taugatýpískir að halda sig bara á sínum rásum og spekúlera ekkert í skynsegin-rásunum. Prófum aðeins að ímynda okkur að meirihluti fólks fúnkeri á skynsegin-rás. Það væru gífurleg forréttindi að vera skynsegin. Ef atvinnuauglýsing óskar t.d. eftir starfsmanni með framúrskarandi félagsfærni, þá er að sjálfsögðu verið að meina skynsegin-félagsfærni. Í þessum heimi er mikið af fullorðnu taugatýpísku fólki andlega veikt. Flestir þeirra hafa ekki fengið greiningu á taugatýpísku rófi og því þurft að harka sig í gegnum lífið á skynsegin forsendum. Þeir glíma við allskyns geðræn vandamál sem eru fylgikvillar af því að reyna að passa inn í skynsegin samfélag. Þeir hafa margir lagt sig alla fram við að reyna að skilja þessar skynsegin-rásir en það er samt aldrei nógu gott. Væri það ekki hagur samfélagsins í heild bæði í raunveruleikanum og í þessum ímyndaða heimi ef fólk væri meðvitaðra um taugafjölbreytileika, fagnaði honum í stað þess að reyna að troða öllum í sama boxið? Innlögnum á geðdeild myndu fækka og það myndi spara hellings fé. Að auki væri þetta fólk að gefa af sér til samfélagsins í stað þess að vera veikt. Þau sem eru skynsegin eru alls ekkert síðri en hin taugatýpísku. Þau hafa bara ólíkar þarfir og samfélagið gæti gert svo miklu meira til að koma til móts við þær. Fögnum taugafjölbreytileika! Höfundur greinarinnar er skynsegin einhverf baráttukona
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun