Erlent

Látin eftir há­karla­á­rás suður af Kanarí­eyjum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Árásin átti sér stað rúmlega 500 kílómetra suður af Gran Canaria. Myndin er úr safni.
Árásin átti sér stað rúmlega 500 kílómetra suður af Gran Canaria. Myndin er úr safni. David L. Ryan/Getty

Þýskur ferðamaður er látinn eftir hákarlaárás undan ströndum Kanaríeyja. Um var að ræða konu á fertugsaldri. Hún missti fótlegg í árásinni.

Samkvæmt frétt Verdens gang af málinu sigldi konan frá Gran Canaria fyrir nokkrum dögum síðan á báti, en neyðarkall frá honum barst spænskum og marokkóskum yfirvöldum á mánudag. 

Sjúkraþyrla var send eftir konunni, en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og hún var úrskuðuð látin við komu á spítala á Las Palmas, höfuðborg Gran Canaria.

Árásin er talin hafa átt sér stað rúmlega 500 kílómetra suður af Gran Canaria. Um er að ræða sjöundu staðfestu hákarlaárásina undan ströndum eyjanna, en þetta er sú fyrsta sem reynist banvæn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×