Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. september 2024 15:19 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra málaflokksins, fagnar árangrinum þótt enn megi gera betur í netöryggismálum. Vísir/Vilhelm Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. Það er Alþjóðafjarskiptasambandið gefur út netöryggisvísi þar sem mæld eru fimm svið sem lúta að netöryggi ríkja. Gefin er einkunn fyrir hvert svið, það er lagalegt umhverfi, tækni, skipulag, hæfni og samvinnu. Síðasta úttekt var gerð árið 2020 og þá kom Ísland ekki nógu vel út í erlendum samanburði. „Síðasta úttekt sem við fengum, þá vorum við í 58. sæti á meðal þjóða sem við almennt viljum ekki bera okkur saman við. Við höfum unnið hörðum höndum að því að ná meiri árangri í netöryggismálum byggða á aðgerðaráætlun sem ég kynnti í byrjun kjörtímabilsins, og sérstaklega þegar kemur að hæfni og þekkingu sem að dró okkur neðar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ógnin vofi enn yfir Í nýrri úttekt fyrir árið 2024 er Ísland komið upp í 23. sæti á heimsvísu, og það tíunda í Evrópu, og er fyrir vikið í svokölluðum fyrirmyndarflokki. „Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi,“ segir Áslaug. Þrátt fyrir þennan árangur megi ekkert gefa eftir, enda vofi netöryggisógn enn yfir. Bæði hið opinbera, stofnanir, fyrirtæki og almenningur þurfi áfram að vera á verði. „Ógnirnar og áskoranirnar þær bara vaxa. Þó að við séum núna komin núna í stöðu sem við kunnum betur að meta þegar við berum okkur saman alþjóðlega þá getum við ekki hætt núna. Það eru stórar áskoranir og ekki síst núna ætlum við að einbeita okkur að netöryggi barna,“ segir Áslaug. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir meðal annars að í aðgerðaáætlunin sem unnið er eftir hafi það sérstaklega að markmiði að auka vitund, fræðslu og tækniþekkingu, og bæta öryggi barna og unglinga á netinu. Netöryggi Netglæpir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Það er Alþjóðafjarskiptasambandið gefur út netöryggisvísi þar sem mæld eru fimm svið sem lúta að netöryggi ríkja. Gefin er einkunn fyrir hvert svið, það er lagalegt umhverfi, tækni, skipulag, hæfni og samvinnu. Síðasta úttekt var gerð árið 2020 og þá kom Ísland ekki nógu vel út í erlendum samanburði. „Síðasta úttekt sem við fengum, þá vorum við í 58. sæti á meðal þjóða sem við almennt viljum ekki bera okkur saman við. Við höfum unnið hörðum höndum að því að ná meiri árangri í netöryggismálum byggða á aðgerðaráætlun sem ég kynnti í byrjun kjörtímabilsins, og sérstaklega þegar kemur að hæfni og þekkingu sem að dró okkur neðar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ógnin vofi enn yfir Í nýrri úttekt fyrir árið 2024 er Ísland komið upp í 23. sæti á heimsvísu, og það tíunda í Evrópu, og er fyrir vikið í svokölluðum fyrirmyndarflokki. „Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi,“ segir Áslaug. Þrátt fyrir þennan árangur megi ekkert gefa eftir, enda vofi netöryggisógn enn yfir. Bæði hið opinbera, stofnanir, fyrirtæki og almenningur þurfi áfram að vera á verði. „Ógnirnar og áskoranirnar þær bara vaxa. Þó að við séum núna komin núna í stöðu sem við kunnum betur að meta þegar við berum okkur saman alþjóðlega þá getum við ekki hætt núna. Það eru stórar áskoranir og ekki síst núna ætlum við að einbeita okkur að netöryggi barna,“ segir Áslaug. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir meðal annars að í aðgerðaáætlunin sem unnið er eftir hafi það sérstaklega að markmiði að auka vitund, fræðslu og tækniþekkingu, og bæta öryggi barna og unglinga á netinu.
Netöryggi Netglæpir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira