„Þurfum að vera fljótir að læra“ Hinrik Wöhler skrifar 13. september 2024 22:00 Óskar Bjarni Óskarsson var fyrst og fremst svekktur út í sjálfan sig eftir leikinn í kvöld. Vísir/Anton Brink Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, telur að sitt lið þurfi að bæta ýmis atriði eftir tap á móti Aftureldingu í 2. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Valsmenn töpuðu með þremur mörkum á heimavelli í kvöld. „Við höfum komið illa inn í leiki að undanförnu en það er líka á ábyrgð þjálfarans að hvetja og undirbúa. Ég er óánægður með það hjá okkur öllum. Svo voru lítil atriði sem við vorum að endurtaka og gerðum sömu mistökin, þurfum að vera fljótir að læra,“ sagði Óskar Bjarni eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn komu til baka eftir að hafa lent fimm mörkum undir í upphafi leiks en of mikil orka fór í endurkomuna og því fór sem fór samkvæmt Óskari Bjarna. „Það er ákveðin vigt farin úr hópnum en við komum alltaf til baka í öllum leikjunum en það tekur bara rosalega orku. Það segir mér þó að ég er ánægður með mína menn en ég hefði viljað bara vinna.“ Valur byrjaði síðari hálfleikinn að krafti en þrátt fyrir að komast yfir á tímapunkti voru gestirnir úr Mosfellsbæ ekki lengi að taka við sér að nýju. „Mér fannst við ná frumkvæðinu í seinni hálfleik og svo eiginlega snúa þeir þessu við þegar þeir fara í fimm-einn og Blær [Hinriksson] tekur á skarið. Á sama tíma erum við að lenda að þurfa að skipta út, ég held að það hafi farið mikil orka að ná þessu upp. Þannig fóru skiptingar aðeins út um gluggann hjá okkur, enn og aftur. Það þarf að nota þessa ungu leikmenn líka, við sjáum hvað þeir gerðu fyrir Aftureldingu í kvöld,“ sagði Óskar. Svekktur með sjálfan sig „Það sem ég er fúlastur út í er ég sjálfur. Við hefðum bara átt að vinna, þrátt fyrir að við værum tveimur eða þremur mörkum undir. Við gerum mistök og klúðrum dauðafærum, eiginlega bara klaufar þegar svona tvö jöfn lið mætast,“ bætti Óskar við. Bjarni Selvindi var frábær í fyrri hálfleik fyrir Val en náði ekki að fylgja því eftir í þeim síðari og kennir Óskar þreytu um. Mosfellingur tóku hressilega á Bjarna Selvindi í leiknum.Vísir/Anton Brink „Hann er frábær og þegar hann verður þreyttur þá þarf hann að vera aðeins að vera klókari. Mér fannst hann geta spilað 60 mínútur vörn og sókn því hann er bara ungur. Hann getur náð ansi langt með því að bæta sig, þetta er frábær strákur og leikmaður,“ sagði Óskar um færeyska leikmanninn. Mikil breyting frá síðasta tímabili Liðið er enn í mótun samkvæmt Óskari enda hefur verið talsverð breyting á hópnum frá síðasta tímabili. „Það munar alveg en þetta er bara lið í mótun og búið að vera mikið af leikjum. Karakterinn í mótlætinu hefur bara verið góður því höfum alltaf komið til baka. Við þurfum að vera fljótari að finna allskonar hluti,“ sagði Óskar. Valsmenn léku í undankeppni Evrópudeildarinnar um síðustu helgi en liðið lék í Króatíu og viðurkennir Óskar að ferðalagið var langt og strangt. „Það var ansi þungt og erfiður leikur. Þungt ferðalag en það var langt síðan það var. Þurfum að æfa, hugsa vel um okkur og taka þetta á næsta stig. Þurfum að bæta það eins og vörnina og sóknina,“ sagði Óskar Bjarni að endingu. Valur Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
„Við höfum komið illa inn í leiki að undanförnu en það er líka á ábyrgð þjálfarans að hvetja og undirbúa. Ég er óánægður með það hjá okkur öllum. Svo voru lítil atriði sem við vorum að endurtaka og gerðum sömu mistökin, þurfum að vera fljótir að læra,“ sagði Óskar Bjarni eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn komu til baka eftir að hafa lent fimm mörkum undir í upphafi leiks en of mikil orka fór í endurkomuna og því fór sem fór samkvæmt Óskari Bjarna. „Það er ákveðin vigt farin úr hópnum en við komum alltaf til baka í öllum leikjunum en það tekur bara rosalega orku. Það segir mér þó að ég er ánægður með mína menn en ég hefði viljað bara vinna.“ Valur byrjaði síðari hálfleikinn að krafti en þrátt fyrir að komast yfir á tímapunkti voru gestirnir úr Mosfellsbæ ekki lengi að taka við sér að nýju. „Mér fannst við ná frumkvæðinu í seinni hálfleik og svo eiginlega snúa þeir þessu við þegar þeir fara í fimm-einn og Blær [Hinriksson] tekur á skarið. Á sama tíma erum við að lenda að þurfa að skipta út, ég held að það hafi farið mikil orka að ná þessu upp. Þannig fóru skiptingar aðeins út um gluggann hjá okkur, enn og aftur. Það þarf að nota þessa ungu leikmenn líka, við sjáum hvað þeir gerðu fyrir Aftureldingu í kvöld,“ sagði Óskar. Svekktur með sjálfan sig „Það sem ég er fúlastur út í er ég sjálfur. Við hefðum bara átt að vinna, þrátt fyrir að við værum tveimur eða þremur mörkum undir. Við gerum mistök og klúðrum dauðafærum, eiginlega bara klaufar þegar svona tvö jöfn lið mætast,“ bætti Óskar við. Bjarni Selvindi var frábær í fyrri hálfleik fyrir Val en náði ekki að fylgja því eftir í þeim síðari og kennir Óskar þreytu um. Mosfellingur tóku hressilega á Bjarna Selvindi í leiknum.Vísir/Anton Brink „Hann er frábær og þegar hann verður þreyttur þá þarf hann að vera aðeins að vera klókari. Mér fannst hann geta spilað 60 mínútur vörn og sókn því hann er bara ungur. Hann getur náð ansi langt með því að bæta sig, þetta er frábær strákur og leikmaður,“ sagði Óskar um færeyska leikmanninn. Mikil breyting frá síðasta tímabili Liðið er enn í mótun samkvæmt Óskari enda hefur verið talsverð breyting á hópnum frá síðasta tímabili. „Það munar alveg en þetta er bara lið í mótun og búið að vera mikið af leikjum. Karakterinn í mótlætinu hefur bara verið góður því höfum alltaf komið til baka. Við þurfum að vera fljótari að finna allskonar hluti,“ sagði Óskar. Valsmenn léku í undankeppni Evrópudeildarinnar um síðustu helgi en liðið lék í Króatíu og viðurkennir Óskar að ferðalagið var langt og strangt. „Það var ansi þungt og erfiður leikur. Þungt ferðalag en það var langt síðan það var. Þurfum að æfa, hugsa vel um okkur og taka þetta á næsta stig. Þurfum að bæta það eins og vörnina og sóknina,“ sagði Óskar Bjarni að endingu.
Valur Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira