Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Jón Þór Stefánsson skrifar 13. september 2024 14:11 Gestur á Ítalíu gægist út um glugga á mótmælendur á vegum Eflingar fimmtudaginn 12. september 2024. Vísir/Vilhelm Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. Í gær stóð stéttarfélagið Efling fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Í kjölfar aðgerðana hefur Efling jafnframt sent fréttastofu frásagnir sex einstaklinga sem eru félagar í Eflingu og eru ósáttir með framferði Elvars. Sjálfur segir Elvar að mótmælin hafi verið honum þungbær. Það kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu. „Það er mér afar þungbært að stéttarfélagið Efling kjósi að efna til mótmæla fyrir utan veitingastað okkar og persónugera þau með myndum af mér. Tilgangurinn er, að manni sýnist, að skaða reksturinn sem mest þannig að okkur sé ekki kleift að vinna að lausn þessara mála og gera upp útistandandi skuldir.“ Erfitt að reka veitingastað í þessu umhverfi Í yfirlýsingu sinni lýsir Elvar erfiðleikum við rekstur staðarins sem hann keypti í maí 2023. „Fljótlega eftir kaupin kom fyrsta áfallið við reksturinn þegar húseigandi á Laugavegi ákvað að endurnýja ekki leigusamning við veitingastaðinn. Af þeim sökum þurftum við að flytja í árslok 2023 og flutti veitingastaðurinn á Frakkastíg,“ segir hann. „Það er alltaf erfitt að flytja rótgrónn veitingastað í nýtt húsnæði.“ Þá tekur hann fram að Ítalía hafi ekki fengið neina opinbera styrki fengið vegna Covid. Styrkirnir hafi runnið til fyrri eiganda. „Það hefur verið mjög krefjandi að reka veitingastaði í núverandi rekstrarumhverfi, sem einkennist af háum vöxtum, verðbólgu þar sem aðföng hafa hækkað stjórnlaust og hækkandi launakostnaði,“ segir hann. Líkt og áður segir viðurkennir Elvar að Ítalía hafi lent í erfiðleikum með launagreiðslur. Hann segir að vinna við að leysa úr því sé í fullum gangi. „Það er rétt sem komið hefur fram að við höfum lent í nokkrum erfiðleikum varðandi launagreiðslur til starfsfólks og vegna launatengdra gjalda. Eins hefur verið erfitt að fá hæft fólk til starfa og hefur það leitt til þess að starfsmannavelta hefur verið meiri en æskilegt er. Sem stendur skuldum við um 2 milljónir króna í ógreidd laun sem samsvarar um 2% af þeim launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. Vinnan við að leysa úr því er í fullum gangi og viljum við biðja um vinnufrið á meðan sú vinna er í gangi.“ Hann segir Ítalíu vera langt frá því að vera eina rekstraraðilann í veitingageiranum sem glími við fjárhagsvanda og bera tölur um gjaldþrot þess skýr merki. „Við ætlum að reyna að takast á við vandann og leysa hann en ekki færa hann á nýja kennitölu eins og tíðkast gjarnan,“ segir Elvar. „Hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við mótmælin í gær að þar væru samankomnir meðlimir í trúnaðarráði Eflingar og fólk sem hefur „lent í klónum“ á Elvari. „Við erum hér vegna þess að Elvar Ingimarsson er launaþjófur. Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun,“ sagði hún. Sólveig sagði að á síðustu tveimur árum hafi gríðarlegur fjöldi mála komið á borð Eflingar vegna launaþjófnaðar Elvars og annarra brota hans. „Við erum að tala um mörg hundruðir þúsunda, jafnvel yfir milljón af launum sem fólk hefur ekki fengið greitt.“ Frásagnir Eflingarfólks Efling hefur sent fréttastofu frásagnir sex Eflingarfélaga af meintum réttindabrotum Elvars. Þessar frásagnir má lesa hér fyrir neðan. Vitalii Shybka, 24 ára gamall Eflingarfélagi frá Úkraínu: „Ég var ráðinn til starfa á veitingastaðnum Ítalíu í desember 2023. Ég var mjög ánægður með að hafa landað vinnunni en sú ánægja bráði fljótt af mér. Eftir að hafa unnið í mánuð fékk ég ekki greidd laun. Ég var tilneyddur að slá lán hjá vinum til að greiða leigu og kaupa í matinn. Svona gekk þetta í hverjum einasta mánuði, rekstraraðilarnir greiddu ekki laun og ég neyddist til að fá lán. Þegar ég ræddi við rekstrarstjóra Ítalíu vísaði hann á Elvar [Ingimarsson], sem vísaði á bókarann, sem aftur vísaði á Elvar. Umræddur Elvar sagði iðulega þegar ég ræddi við hann að ég ætti að prófa að setjast í hans stól, það væru einfaldlega engir peningar til að greiða mér laun. Þetta hafði allt mjög vond áhrif á líf mitt. Vegna þessara fjárhagsvandræða komu brestir í samband mitt við kærustu mína sem ollu því að endingu að sambandinu lauk. Ég fann ekki aðra vinnu um töluvert langan tíma sökum þess að ég varð þunglyndur og neyddist til að sækja mér aðstoð fagfólks. Ég hætti störfum 26. maí og hef enn ekki fengið greitt að fullu.“ Erik Krištovčo, 26 ara gamall Eflingarfélagi frá Slóvakíu. „Mér var boðið starf árið 2023 sem vaktstjóri á veitingastaðnum Antico, en ég hafði áður unnið þar í aukavinnu með fram öðru starfi. Ég samdi um laun og vinnutíma en fékk aldrei ráðningarsamning, þrátt fyrir að hafa margsinnis gengið eftir því. Ég hafði þó ekki of miklar áhyggjur því að laun voru greidd með reglulegum hætti, en þó raunar aldrei á útborgunardegi heldur alltaf aðeins síðar. Það var auðvitað mjög óþægilegt sökum þess að það gerði mér erfitt fyrir með að borga leigu. Eftir nokkurn tíma kom hins vegar í ljós að staðgreiðsla skatta sem dregin hafði verið af mér hafði ekki verið borguð til hins opinbera. Þá hafði persónuafsláttur minn verið ofnýttur frá þeim tíma að ég var í aukavinnu á Antico, þrátt fyrir að ég hefði óskað þess skýrt að ekki ætti að nýta hann þar yfirhöfuð. Þetta olli mér miklum áhyggjum og reiði enda skuldaði ég nú Skattinum skyndilega um 550 þúsund krónur. Sökum þess að ég var að hefja nám hætti ég í starfinu 27. janúar síðastliðinn, skuldugur og án þess að hafa fengið greitt fyrir vinnu mína síðasta mánuðinn. Ég fór margsinnis á fund Elvars [Ingimarssonar] og krafðist þess að laun yrðu greidd. Svarið var yfirleitt á þá leið að það yrði gert daginn eftir. Nú, 8 mánuðum síðar, hefur ekkert gerst í þeim málum og í sms-samskiptum við Elvar staðfesti hann við mig að hann hygðist ekki greiða mér þau laun sem mér ber, hvorki nú né síðar.“ Eflingarfélagi sem kýs að koma fram undir nafnleynd á þrítugsaldri frá EES-ríki. „Ég vann í einn og hálfan mánuð sem þjónn á veitingastaðnum Ítalíu síðastliðið vor. Ég fékk hins vegar ekki greidd laun fyrir apríl mánuð og eftir að hafa beðið þar til 5. maí eftir launagreiðslum ákvað ég að hætta þar störfum. Það gerði ég líka eftir að hafa heyrt frásagnir annarra starfsmanna sem lýstu því að þeir hefðu ekki fengið greidd laun að hluta eða öllu leyti, í sumum tilfellum svo mánuðum skipti. Ógreidd laun þeirra sumra voru að því er mér var sagt allt að ein milljón króna. Til þessa dags hef ég enn ekki fengið greidd að fullu þau laun sem ég á rétt á. Um 40 prósent vantar upp á að svo hafi verið.“ Eflingarfélagi sem kýs að koma fram undir nafnleynd á þrítugsaldri frá EES-ríki. „Ég vann á veitingastaðnum Ítalíu í júlí og ágúst árið 2023. Ég fékk greitt mjög lágt yfirvinnukaup og ég fékk ekki greitt yfirvinnukaup þegar ég vann á rauðum dögum heldur aðeins dagvinnukaup. Ég hef aldrei fengið sundurliðað yfirlit yfir vinnutíma mína en ég vann mjög mikla yfirvinnu, yfir 50 tíma í júlí. Þá var einnig dregið af mér félagsgjald í Eflingu sem var hins vegar aldrei greitt til stéttarfélagsins. Að síðustu er rétt að nefna að yfirmaður á Ítalíu, og meðeigandi fyrirtækisins að því mér var sagt, var sínkt og heilagt að bjóða mér út í drykk, sem mér þótti mjög óþægilegt í ljósi þess að hann var bæði yfirmaður minn og mun eldri en ég.“ Eflingarfélagi sem kýs að koma fram undir nafnleynd á fertugsaldri frá EES-ríki. „Ég sá auglýst á Alfreð að verið væri að leita að fólki í aukavinnu svo ég ákvað að prófa og fór á Ítalíu. Þar var mér sagt að þau vildu að ég tæki reynsluvakt, að hámarki fjórar klukkustundir, og í staðinn fengi ég gjafakort að upphæð 10 þúsund krónur. Ég sagðist ekki vinna frítt en vildi gjarnan prófa starfið og það var samþykkt. Ég vann þar í þrjá tíma 23. mars síðastliðinn og að því loknu sagði vaktstjórinn að hann væri ánægður með mig og ég fengi starfið. Eftir það reyndi ég ítrekað að hafa samband við stjórnendur til að spyrjast frekar fyrir um kjör og starfstíma en án árangurs. Mér var sagt að sá sem sæi um ráðningar hefði ekkert virkt símanúmer! Mín skoðun er að þetta hafi verið skipulögð svik. Ég heyrði af því að verið væri að taka fjölda fólks í prufur og þeim væri launað með gjafakorti, sem svo reyndist ekki einu sinni vera upp á umræddar 10 þúsund krónur heldur aðeins 5 þúsund. Ég tók ekki við því og krafðist þess að fá greitt fyrir mína vinnu. Það hef ég ekki fengið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess.“ Eflingarfélagi sem kýs að koma fram undir nafnleynd á fertugsaldri frá Úkraínu „Ég vann á veitingastaðnum Il Antico frá febrúar til maí árið 2023. Á þeim tíma drógust launagreiðslur úr hófi sem olli því að ég og eiginkona mín neyddumst til að flytja úr leiguíbúð sem við bjuggum í og í eitt leiguherbergi, því við gátum ekki staðið skil á leigunni. Ég fékk ekki greidd laun fyrr en löngu eftir að mér hafði verið sagt upp störfum og hefur þetta valdið miklum vandkvæðum mínu lífi. Í desember á síðasta ári hafði rekstrarstjóri Antico samband við mig og bauð mér starf aðstoðarkokks á veitingastaðnum Ítalíu. Hann fullvissaði mig um að engin vandamál yrðu með greiðslu launa í þetta sinn. En því miður endurtók sagan sig. Launagreiðslur töfðust ítrekað og í hvert skipti sem ég innti Elvar [Ingimarsson] eftir því hvenær ég fengi greidd launin mín var svarið annað hvort á morgun (sem aldrei gerðist) eða þá að hann hefði enga fjármuni til að setja í launagreiðslur og ég ætti kannski bara að taka við hans starfi. Ég vann á veitingastaðnum Ítalíu til 26. júní síðastliðinn. Enn sem komið er hef ég ekki fengið greidd laun að fullu fyrir maí mánuð og engin laun fengið fyrir júní.“ Kjaramál Reykjavík Veitingastaðir Deilur Eflingar og Ítalíu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Í gær stóð stéttarfélagið Efling fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Í kjölfar aðgerðana hefur Efling jafnframt sent fréttastofu frásagnir sex einstaklinga sem eru félagar í Eflingu og eru ósáttir með framferði Elvars. Sjálfur segir Elvar að mótmælin hafi verið honum þungbær. Það kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu. „Það er mér afar þungbært að stéttarfélagið Efling kjósi að efna til mótmæla fyrir utan veitingastað okkar og persónugera þau með myndum af mér. Tilgangurinn er, að manni sýnist, að skaða reksturinn sem mest þannig að okkur sé ekki kleift að vinna að lausn þessara mála og gera upp útistandandi skuldir.“ Erfitt að reka veitingastað í þessu umhverfi Í yfirlýsingu sinni lýsir Elvar erfiðleikum við rekstur staðarins sem hann keypti í maí 2023. „Fljótlega eftir kaupin kom fyrsta áfallið við reksturinn þegar húseigandi á Laugavegi ákvað að endurnýja ekki leigusamning við veitingastaðinn. Af þeim sökum þurftum við að flytja í árslok 2023 og flutti veitingastaðurinn á Frakkastíg,“ segir hann. „Það er alltaf erfitt að flytja rótgrónn veitingastað í nýtt húsnæði.“ Þá tekur hann fram að Ítalía hafi ekki fengið neina opinbera styrki fengið vegna Covid. Styrkirnir hafi runnið til fyrri eiganda. „Það hefur verið mjög krefjandi að reka veitingastaði í núverandi rekstrarumhverfi, sem einkennist af háum vöxtum, verðbólgu þar sem aðföng hafa hækkað stjórnlaust og hækkandi launakostnaði,“ segir hann. Líkt og áður segir viðurkennir Elvar að Ítalía hafi lent í erfiðleikum með launagreiðslur. Hann segir að vinna við að leysa úr því sé í fullum gangi. „Það er rétt sem komið hefur fram að við höfum lent í nokkrum erfiðleikum varðandi launagreiðslur til starfsfólks og vegna launatengdra gjalda. Eins hefur verið erfitt að fá hæft fólk til starfa og hefur það leitt til þess að starfsmannavelta hefur verið meiri en æskilegt er. Sem stendur skuldum við um 2 milljónir króna í ógreidd laun sem samsvarar um 2% af þeim launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. Vinnan við að leysa úr því er í fullum gangi og viljum við biðja um vinnufrið á meðan sú vinna er í gangi.“ Hann segir Ítalíu vera langt frá því að vera eina rekstraraðilann í veitingageiranum sem glími við fjárhagsvanda og bera tölur um gjaldþrot þess skýr merki. „Við ætlum að reyna að takast á við vandann og leysa hann en ekki færa hann á nýja kennitölu eins og tíðkast gjarnan,“ segir Elvar. „Hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við mótmælin í gær að þar væru samankomnir meðlimir í trúnaðarráði Eflingar og fólk sem hefur „lent í klónum“ á Elvari. „Við erum hér vegna þess að Elvar Ingimarsson er launaþjófur. Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun,“ sagði hún. Sólveig sagði að á síðustu tveimur árum hafi gríðarlegur fjöldi mála komið á borð Eflingar vegna launaþjófnaðar Elvars og annarra brota hans. „Við erum að tala um mörg hundruðir þúsunda, jafnvel yfir milljón af launum sem fólk hefur ekki fengið greitt.“ Frásagnir Eflingarfólks Efling hefur sent fréttastofu frásagnir sex Eflingarfélaga af meintum réttindabrotum Elvars. Þessar frásagnir má lesa hér fyrir neðan. Vitalii Shybka, 24 ára gamall Eflingarfélagi frá Úkraínu: „Ég var ráðinn til starfa á veitingastaðnum Ítalíu í desember 2023. Ég var mjög ánægður með að hafa landað vinnunni en sú ánægja bráði fljótt af mér. Eftir að hafa unnið í mánuð fékk ég ekki greidd laun. Ég var tilneyddur að slá lán hjá vinum til að greiða leigu og kaupa í matinn. Svona gekk þetta í hverjum einasta mánuði, rekstraraðilarnir greiddu ekki laun og ég neyddist til að fá lán. Þegar ég ræddi við rekstrarstjóra Ítalíu vísaði hann á Elvar [Ingimarsson], sem vísaði á bókarann, sem aftur vísaði á Elvar. Umræddur Elvar sagði iðulega þegar ég ræddi við hann að ég ætti að prófa að setjast í hans stól, það væru einfaldlega engir peningar til að greiða mér laun. Þetta hafði allt mjög vond áhrif á líf mitt. Vegna þessara fjárhagsvandræða komu brestir í samband mitt við kærustu mína sem ollu því að endingu að sambandinu lauk. Ég fann ekki aðra vinnu um töluvert langan tíma sökum þess að ég varð þunglyndur og neyddist til að sækja mér aðstoð fagfólks. Ég hætti störfum 26. maí og hef enn ekki fengið greitt að fullu.“ Erik Krištovčo, 26 ara gamall Eflingarfélagi frá Slóvakíu. „Mér var boðið starf árið 2023 sem vaktstjóri á veitingastaðnum Antico, en ég hafði áður unnið þar í aukavinnu með fram öðru starfi. Ég samdi um laun og vinnutíma en fékk aldrei ráðningarsamning, þrátt fyrir að hafa margsinnis gengið eftir því. Ég hafði þó ekki of miklar áhyggjur því að laun voru greidd með reglulegum hætti, en þó raunar aldrei á útborgunardegi heldur alltaf aðeins síðar. Það var auðvitað mjög óþægilegt sökum þess að það gerði mér erfitt fyrir með að borga leigu. Eftir nokkurn tíma kom hins vegar í ljós að staðgreiðsla skatta sem dregin hafði verið af mér hafði ekki verið borguð til hins opinbera. Þá hafði persónuafsláttur minn verið ofnýttur frá þeim tíma að ég var í aukavinnu á Antico, þrátt fyrir að ég hefði óskað þess skýrt að ekki ætti að nýta hann þar yfirhöfuð. Þetta olli mér miklum áhyggjum og reiði enda skuldaði ég nú Skattinum skyndilega um 550 þúsund krónur. Sökum þess að ég var að hefja nám hætti ég í starfinu 27. janúar síðastliðinn, skuldugur og án þess að hafa fengið greitt fyrir vinnu mína síðasta mánuðinn. Ég fór margsinnis á fund Elvars [Ingimarssonar] og krafðist þess að laun yrðu greidd. Svarið var yfirleitt á þá leið að það yrði gert daginn eftir. Nú, 8 mánuðum síðar, hefur ekkert gerst í þeim málum og í sms-samskiptum við Elvar staðfesti hann við mig að hann hygðist ekki greiða mér þau laun sem mér ber, hvorki nú né síðar.“ Eflingarfélagi sem kýs að koma fram undir nafnleynd á þrítugsaldri frá EES-ríki. „Ég vann í einn og hálfan mánuð sem þjónn á veitingastaðnum Ítalíu síðastliðið vor. Ég fékk hins vegar ekki greidd laun fyrir apríl mánuð og eftir að hafa beðið þar til 5. maí eftir launagreiðslum ákvað ég að hætta þar störfum. Það gerði ég líka eftir að hafa heyrt frásagnir annarra starfsmanna sem lýstu því að þeir hefðu ekki fengið greidd laun að hluta eða öllu leyti, í sumum tilfellum svo mánuðum skipti. Ógreidd laun þeirra sumra voru að því er mér var sagt allt að ein milljón króna. Til þessa dags hef ég enn ekki fengið greidd að fullu þau laun sem ég á rétt á. Um 40 prósent vantar upp á að svo hafi verið.“ Eflingarfélagi sem kýs að koma fram undir nafnleynd á þrítugsaldri frá EES-ríki. „Ég vann á veitingastaðnum Ítalíu í júlí og ágúst árið 2023. Ég fékk greitt mjög lágt yfirvinnukaup og ég fékk ekki greitt yfirvinnukaup þegar ég vann á rauðum dögum heldur aðeins dagvinnukaup. Ég hef aldrei fengið sundurliðað yfirlit yfir vinnutíma mína en ég vann mjög mikla yfirvinnu, yfir 50 tíma í júlí. Þá var einnig dregið af mér félagsgjald í Eflingu sem var hins vegar aldrei greitt til stéttarfélagsins. Að síðustu er rétt að nefna að yfirmaður á Ítalíu, og meðeigandi fyrirtækisins að því mér var sagt, var sínkt og heilagt að bjóða mér út í drykk, sem mér þótti mjög óþægilegt í ljósi þess að hann var bæði yfirmaður minn og mun eldri en ég.“ Eflingarfélagi sem kýs að koma fram undir nafnleynd á fertugsaldri frá EES-ríki. „Ég sá auglýst á Alfreð að verið væri að leita að fólki í aukavinnu svo ég ákvað að prófa og fór á Ítalíu. Þar var mér sagt að þau vildu að ég tæki reynsluvakt, að hámarki fjórar klukkustundir, og í staðinn fengi ég gjafakort að upphæð 10 þúsund krónur. Ég sagðist ekki vinna frítt en vildi gjarnan prófa starfið og það var samþykkt. Ég vann þar í þrjá tíma 23. mars síðastliðinn og að því loknu sagði vaktstjórinn að hann væri ánægður með mig og ég fengi starfið. Eftir það reyndi ég ítrekað að hafa samband við stjórnendur til að spyrjast frekar fyrir um kjör og starfstíma en án árangurs. Mér var sagt að sá sem sæi um ráðningar hefði ekkert virkt símanúmer! Mín skoðun er að þetta hafi verið skipulögð svik. Ég heyrði af því að verið væri að taka fjölda fólks í prufur og þeim væri launað með gjafakorti, sem svo reyndist ekki einu sinni vera upp á umræddar 10 þúsund krónur heldur aðeins 5 þúsund. Ég tók ekki við því og krafðist þess að fá greitt fyrir mína vinnu. Það hef ég ekki fengið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess.“ Eflingarfélagi sem kýs að koma fram undir nafnleynd á fertugsaldri frá Úkraínu „Ég vann á veitingastaðnum Il Antico frá febrúar til maí árið 2023. Á þeim tíma drógust launagreiðslur úr hófi sem olli því að ég og eiginkona mín neyddumst til að flytja úr leiguíbúð sem við bjuggum í og í eitt leiguherbergi, því við gátum ekki staðið skil á leigunni. Ég fékk ekki greidd laun fyrr en löngu eftir að mér hafði verið sagt upp störfum og hefur þetta valdið miklum vandkvæðum mínu lífi. Í desember á síðasta ári hafði rekstrarstjóri Antico samband við mig og bauð mér starf aðstoðarkokks á veitingastaðnum Ítalíu. Hann fullvissaði mig um að engin vandamál yrðu með greiðslu launa í þetta sinn. En því miður endurtók sagan sig. Launagreiðslur töfðust ítrekað og í hvert skipti sem ég innti Elvar [Ingimarsson] eftir því hvenær ég fengi greidd launin mín var svarið annað hvort á morgun (sem aldrei gerðist) eða þá að hann hefði enga fjármuni til að setja í launagreiðslur og ég ætti kannski bara að taka við hans starfi. Ég vann á veitingastaðnum Ítalíu til 26. júní síðastliðinn. Enn sem komið er hef ég ekki fengið greidd laun að fullu fyrir maí mánuð og engin laun fengið fyrir júní.“
Kjaramál Reykjavík Veitingastaðir Deilur Eflingar og Ítalíu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira