Bréf sálfræðings dugði ekki til að Erni yrði gert að víkja Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. september 2024 17:59 Árásin átti sér stað þegar brotaþoli og kona voru á göngu niður Hofsvallagötuna nærri Landakotsskóla. vísir/vilhelm Brotaþoli hnífaárásar í Vesturbæ Reykjavíkur krafðist þess að Erni Geirdal Steinólfssyni, sem ákærður er fyrir manndrápstilraun í málinu, yrði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gæfi skýrslu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem beiðni brotaþola er hafnað. Úrskurður Landsréttar féll í gær, rétt áður en aðalmeðferð málsins hófst í héraðsdómi Reykjavíkur. Þrátt fyrir kröfu um að vera viðstaddur fór Örn Geirdal áður en skýrslutaka brotaþola hófst. Það gerði hann eftir hálfgert havarí fyrir utan dómsal þar sem ljósmyndari Vísis var beðinn af héraðsdómara um að mynda ekki sakborninginn. Loks yfirgaf Örn réttarsalinn klæddur stórum hálsklút. Vafalaust ógnvænleg lífsreynsla Brotaþoli vísaði í kröfu sinni til þess ákvæðis laga um meðferð sakamála sem gerir brotaþola kleift að fara fram á að meintum geranda verði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gefur skýrslu. Væri það gert í þessu tilfelli þar sem það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir hann að gefa skýrslu fyrir dómi að ákærða viðstöddum. Lagði brotaþoli fram tvö bréf sálfræðinga þar sem þeir taka undir þessa kröfu hans. Þar kemur fram að brotaþoli þekki ekki meintan geranda og viðvera hans gæti valdið frekari geðheilsuerfiðleikum. Héraðsdómur vísaði til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur réttarhöld sem varða hann og á sér stoð í stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Að mati dómsins væri lífsreynsla brotaþola vafalaust ógnvænleg og til þess fallin að valda honum sálrænum erfiðleikum. Eðli brotsins eitt og sér nægi hins vegar ekki til þess að fallast megi á kröfu brotaþola. Bréf sálmeðferðarfræðings sem lágu fyrir í málinu væru ekki ítarleg og fremur almennt orðuð. Því væru skilyrði fyrir því að víkja ákærða úr dómsal ekki uppfyllt. Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Úrskurður Landsréttar féll í gær, rétt áður en aðalmeðferð málsins hófst í héraðsdómi Reykjavíkur. Þrátt fyrir kröfu um að vera viðstaddur fór Örn Geirdal áður en skýrslutaka brotaþola hófst. Það gerði hann eftir hálfgert havarí fyrir utan dómsal þar sem ljósmyndari Vísis var beðinn af héraðsdómara um að mynda ekki sakborninginn. Loks yfirgaf Örn réttarsalinn klæddur stórum hálsklút. Vafalaust ógnvænleg lífsreynsla Brotaþoli vísaði í kröfu sinni til þess ákvæðis laga um meðferð sakamála sem gerir brotaþola kleift að fara fram á að meintum geranda verði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gefur skýrslu. Væri það gert í þessu tilfelli þar sem það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir hann að gefa skýrslu fyrir dómi að ákærða viðstöddum. Lagði brotaþoli fram tvö bréf sálfræðinga þar sem þeir taka undir þessa kröfu hans. Þar kemur fram að brotaþoli þekki ekki meintan geranda og viðvera hans gæti valdið frekari geðheilsuerfiðleikum. Héraðsdómur vísaði til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur réttarhöld sem varða hann og á sér stoð í stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Að mati dómsins væri lífsreynsla brotaþola vafalaust ógnvænleg og til þess fallin að valda honum sálrænum erfiðleikum. Eðli brotsins eitt og sér nægi hins vegar ekki til þess að fallast megi á kröfu brotaþola. Bréf sálmeðferðarfræðings sem lágu fyrir í málinu væru ekki ítarleg og fremur almennt orðuð. Því væru skilyrði fyrir því að víkja ákærða úr dómsal ekki uppfyllt.
Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46