„Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2024 21:14 Åge Hareide í leik kvöldsins. Ahmad Mora/Getty Images „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. Ísland lenti undir eftir aðeins 78 sekúndur en Åge hrósaði leikmönnum fyrir að koma til baka og sýna karakter í fyrri hálfleik. „Leikmenn börðust í fyrri hálfleik, börðust fyrir því að koma til baka. Jöfnum svo eftir með góðri hornspyrnu og góðri afgreiðslu.“ „Í hálfleik töluðum við um að reyna spila boltanum betur og ákváðum að gera þrjár skiptingar. Orri Steinn (Óskarsson) kom inn og um tíma í síðari hálfleik vorum við með þá á afturfótunum. Hefðum getað gert meira en kjánaleg mistök kostuðu okkur í dag,“ sagði Åge um síðari hálfleikinn. „Náðum ekki upp þessum ryðma og þeim stöðum sem við vildum. Var einn af þessum dögum þar sem hlutirnir gengu einfaldlega ekki upp,“ bætti hann við en aftur hrósaði Åge liði sínu. „Eftir að við lentum 2-1 undir þá eltum við jöfnunarmarkið, áttum fínan kafla um miðbik síðari hálfleiks en svo dró af okkur. Það var þreyta eftir leikinn á föstudag og það hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum í þessum gluggum, þurfum að vinna í því.“ „Við reyndum að jafna en vorum ekki nægilega góðir í að spila á milli línanna. Orri Steinn og Andri Lucas Guðjohnsen eru góðir í því svæði en fannst við þreyttir í lokin. Vona að menn verði beittari þegar við hittumst í október.“ „Við eigum eftir að fá Wales og Tyrkland til Reykjavíkur, þurfum að gera þeim erfitt fyrir þar,“ sagði landsliðsþjálfarinn að endingu áður en hann sagðist hafa viljað fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum Þjóðadeildarinnar. Klippa: Svekktur landsliðsþjálfari Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira
Ísland lenti undir eftir aðeins 78 sekúndur en Åge hrósaði leikmönnum fyrir að koma til baka og sýna karakter í fyrri hálfleik. „Leikmenn börðust í fyrri hálfleik, börðust fyrir því að koma til baka. Jöfnum svo eftir með góðri hornspyrnu og góðri afgreiðslu.“ „Í hálfleik töluðum við um að reyna spila boltanum betur og ákváðum að gera þrjár skiptingar. Orri Steinn (Óskarsson) kom inn og um tíma í síðari hálfleik vorum við með þá á afturfótunum. Hefðum getað gert meira en kjánaleg mistök kostuðu okkur í dag,“ sagði Åge um síðari hálfleikinn. „Náðum ekki upp þessum ryðma og þeim stöðum sem við vildum. Var einn af þessum dögum þar sem hlutirnir gengu einfaldlega ekki upp,“ bætti hann við en aftur hrósaði Åge liði sínu. „Eftir að við lentum 2-1 undir þá eltum við jöfnunarmarkið, áttum fínan kafla um miðbik síðari hálfleiks en svo dró af okkur. Það var þreyta eftir leikinn á föstudag og það hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum í þessum gluggum, þurfum að vinna í því.“ „Við reyndum að jafna en vorum ekki nægilega góðir í að spila á milli línanna. Orri Steinn og Andri Lucas Guðjohnsen eru góðir í því svæði en fannst við þreyttir í lokin. Vona að menn verði beittari þegar við hittumst í október.“ „Við eigum eftir að fá Wales og Tyrkland til Reykjavíkur, þurfum að gera þeim erfitt fyrir þar,“ sagði landsliðsþjálfarinn að endingu áður en hann sagðist hafa viljað fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum Þjóðadeildarinnar. Klippa: Svekktur landsliðsþjálfari
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira