Chelsea leyfir Cole Palmer ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 17:32 Cole Palmer er lykilmaður hjá Chelsea en hann verður hvergi sjáanlegur í leikjum liðsins í Sambandsdeildinni í vetur. Getty/Harriet Lander Enski landsliðsmaðurinn Cole Palmer er ekki í leikmannahópi Chelsea fyrir komandi Sambandsdeild Evrópu. Chelsea tekur þátt í sömu keppni og Víkingar en enska liðið mætir þó ekki Íslandsmeisturunum í deildarhlutanum. Chelsea þurfti, eins og önnur félög í keppninni, að tilkynna inn 29 manna leikmannahóp sinn en þar sem að leikmannahópur Chelsea er risastór var ljóst að einhverjir yrðu út í kuldanum. Það vakti þó athygli að meðal þeirra sem fá ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur eru framherjinn Cole Palmer, varnarmaðurinn Wesley Fofana og miðjumaðurinn Romeo Lavia. Það er þó ekki eins að stærsta stjarna Chelsea liðsins sé út í kuldanum heldur er þessi ákvörðun tekin til að minnka álagið á þessum mikilvæga leikmanni. Cole Palmer er allt í öllu í sóknarleik liðsins en forráðamenn Chelsea vilja passa upp á hann. Liðið verður í staðinn bara að treysta á það að menn eins og Pedro Neto, Mykhailo Mudryk og Jadon Sancho geti klárað dæmið. Chelsea mætir Gent, Panathinaikos, Noah, Heidenheim, Astana og Shamrock Rovers í deildarhlutanum. Palmer spilaði 55 leiki fyrir lið og landslið á síðustu leiktíð og sá síðasti var úrslitaleikur Evrópumótsins 14. júlí. Það stefnir líka í annað langt tímabil því næsta sumar munn Chelsea taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsins sem er nú orðin 32 liða keppni. 🚨🔵 Chelsea confirm squad for next stage of Conference League.⚠️ Wesley Fofana, Cole Palmer and also Romeo Lavia have been left out.Decision taken due to load management as Chelsea season could go on until July 2025 with Club’s World Cup too. pic.twitter.com/WmNlx6DynI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2024 Enski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Chelsea tekur þátt í sömu keppni og Víkingar en enska liðið mætir þó ekki Íslandsmeisturunum í deildarhlutanum. Chelsea þurfti, eins og önnur félög í keppninni, að tilkynna inn 29 manna leikmannahóp sinn en þar sem að leikmannahópur Chelsea er risastór var ljóst að einhverjir yrðu út í kuldanum. Það vakti þó athygli að meðal þeirra sem fá ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur eru framherjinn Cole Palmer, varnarmaðurinn Wesley Fofana og miðjumaðurinn Romeo Lavia. Það er þó ekki eins að stærsta stjarna Chelsea liðsins sé út í kuldanum heldur er þessi ákvörðun tekin til að minnka álagið á þessum mikilvæga leikmanni. Cole Palmer er allt í öllu í sóknarleik liðsins en forráðamenn Chelsea vilja passa upp á hann. Liðið verður í staðinn bara að treysta á það að menn eins og Pedro Neto, Mykhailo Mudryk og Jadon Sancho geti klárað dæmið. Chelsea mætir Gent, Panathinaikos, Noah, Heidenheim, Astana og Shamrock Rovers í deildarhlutanum. Palmer spilaði 55 leiki fyrir lið og landslið á síðustu leiktíð og sá síðasti var úrslitaleikur Evrópumótsins 14. júlí. Það stefnir líka í annað langt tímabil því næsta sumar munn Chelsea taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsins sem er nú orðin 32 liða keppni. 🚨🔵 Chelsea confirm squad for next stage of Conference League.⚠️ Wesley Fofana, Cole Palmer and also Romeo Lavia have been left out.Decision taken due to load management as Chelsea season could go on until July 2025 with Club’s World Cup too. pic.twitter.com/WmNlx6DynI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2024
Enski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira