Bað ísraelsku þjóðina afsökunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. september 2024 00:19 Netanjahú ávarpaði ísraelsku þjóðina í kvöld eftir allsherjarverkfall fór fram í landinu í dag. EPA Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld. Nokkur hundruð þúsund Ísraelsmenn lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir á laugardag. Fjölskyldur gíslanna og fjöldi mótmælenda kenndu forsætisráðherranum um dauða gíslanna, samkvæmt umfjöllun AP. Netanjahú kom fram á blaðamannafundi í dag í fyrsta skipti frá því að mótmæli Ísraelsmanna hófust á laugardag eftir að fréttir bárust um að gíslarnir hefðu fundist. Þar sagðist hann munu halda áfram að berjast fyrir þeirri kröfu sem hann hefur áður lagt fram, en í henni felst meðal annars yfirráð yfir Philadelphi-svæðinu nærri landamærum Gasa og Egyptalands. Netanjahú heldur því fram að Hamas smygli vopnum um það svæði inn á Gasa en bæði Hamas og egypsk yfirvöld hafna að svo sé. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag að Netanjahú væri ekki að beita sér nægilega fyrir því að ná samningum um vopnahlé. Eftir ellefu mánaða stríðsrekstur þyrfti hann að ná samningum. Á blaðamannafundinum sagði Netanjahú engan jafn staðráðinn í að leysa þá gísla sem enn eru í haldi Hamas og hann. Jafnframt baðst hann afsökunar á að hafa ekki náð að leysa þá gísla sem fundust látnir úr haldi Hamas í tæka tíð. Hamas-samtökin hafa sakað ísraelsk yfirvöld um að tefja samningaviðræður með því að vera stöðugt að bæta nýjum kröfum við vopnahléstillögur, til að mynda um yfirráð yfir Philadelphi-svæðinu. Hamas hefur lagt til lausn allra gísla gegn því að stríðinu ljúki, allar hersveitir Ísraelshers hörfi frá Gasa og Ísrael láti palestínska fanga lausa. Netanjahú hefur aftur á móti heitið „fullnaðarsigri“ á Hamas og kennir samtökunum um að enn hafi ekki nást að semja um vopnahlé. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann reiðubúinn fyrir fyrsta fasa vopnahlés, en í honum fælist lausn nokkurra gísla gegn brotthvarfi ísraelskra hersveita að hluta til. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Nokkur hundruð þúsund Ísraelsmenn lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir á laugardag. Fjölskyldur gíslanna og fjöldi mótmælenda kenndu forsætisráðherranum um dauða gíslanna, samkvæmt umfjöllun AP. Netanjahú kom fram á blaðamannafundi í dag í fyrsta skipti frá því að mótmæli Ísraelsmanna hófust á laugardag eftir að fréttir bárust um að gíslarnir hefðu fundist. Þar sagðist hann munu halda áfram að berjast fyrir þeirri kröfu sem hann hefur áður lagt fram, en í henni felst meðal annars yfirráð yfir Philadelphi-svæðinu nærri landamærum Gasa og Egyptalands. Netanjahú heldur því fram að Hamas smygli vopnum um það svæði inn á Gasa en bæði Hamas og egypsk yfirvöld hafna að svo sé. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag að Netanjahú væri ekki að beita sér nægilega fyrir því að ná samningum um vopnahlé. Eftir ellefu mánaða stríðsrekstur þyrfti hann að ná samningum. Á blaðamannafundinum sagði Netanjahú engan jafn staðráðinn í að leysa þá gísla sem enn eru í haldi Hamas og hann. Jafnframt baðst hann afsökunar á að hafa ekki náð að leysa þá gísla sem fundust látnir úr haldi Hamas í tæka tíð. Hamas-samtökin hafa sakað ísraelsk yfirvöld um að tefja samningaviðræður með því að vera stöðugt að bæta nýjum kröfum við vopnahléstillögur, til að mynda um yfirráð yfir Philadelphi-svæðinu. Hamas hefur lagt til lausn allra gísla gegn því að stríðinu ljúki, allar hersveitir Ísraelshers hörfi frá Gasa og Ísrael láti palestínska fanga lausa. Netanjahú hefur aftur á móti heitið „fullnaðarsigri“ á Hamas og kennir samtökunum um að enn hafi ekki nást að semja um vopnahlé. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann reiðubúinn fyrir fyrsta fasa vopnahlés, en í honum fælist lausn nokkurra gísla gegn brotthvarfi ísraelskra hersveita að hluta til.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira