Verkföllin úrskurðuð ólögleg Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2024 13:00 Frá mótmælum í Tel Aviv í gær. AP/Ariel Schalit Dómstóll í Ísrael hefur komist að þeirri niðurstöðu að verkföll þar í landi, sem farið hefur verið í samhliða mótmælum þar sem fjöldi fólks hefur kallað eftir því að gert verði vopnahlé við leiðtoga Hamas í skiptum fyrir þá gísla sem vígamenn samtakanna halda enn, séu ólögleg. Leiðtogar verkalýðsfélaga hafa sagst ætla að una úrskurðinum en fjölskyldur gísla hafa kallað eftir áframhaldandi mótmælum, samkvæmt frétt Times of Israel. Miðillinn hefur eftir Arnon Bar-David, leiðtoga Histadrut, stærsta verkalýðsfélags landsins, að hann muni virða úrskurðinn. Hann kallaði eftir allsherjarverkfalli í gær og segir að mótmælin hafi sent mjög skýr skilaboð. Þrátt fyrir að reynt hafi verið að mála mótmælin sem pólitísk hafi hundruð þúsunda sýnt samstöðu. Skipuleggjendur áætla að um hálf milljón manna hafi mótmælt víðsvegar um Ísrael. Sjá einnig: Ben Gurion lokað og ýmis starfsemi lömuð Mótmælin hafa víða verið töluvert umfangsmikil og hafa leitt til lokanna. Á ýmsum stöðum hefur farið minna fyrir mótmælunum en í frétt AP fréttaveitunnar segir að það sé til marks um pólitíska gjá í Ísrael. Fjölskyldur þeirra gísla sem enn eru í haldi hafa eins og áður segir kallað eftir áframhaldandi mótmælum og verkföllum. „Þetta snýst ekki um verkföll. Þetta snýst um að bjarga þeim 101 gísl sem voru yfirgefnir af Netanjahú [Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra] síðasta fimmtudag,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunum. Þar vísa þau til ákvörðunar ráðherra ríkisstjórnar Netanjahú að halda áfram hernámi á svæði á Gasaströndinni sem leiðtogar Hamas vilja að Ísraelar hörfi frá. Talið er að um þriðjungur þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas séu látnir. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fjöldamótmæli gegn Netanjahú vegna gíslanna Mótmælaalda hefur gengið yfir Ísrael eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir. Reiðin beinist einkum að forsætisráðherra Ísraels og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls á morgun. 1. september 2024 20:33 „Gríðarlega krefjandi“ verkefni við hræðilegar aðstæður Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. 1. september 2024 16:19 Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Leiðtogar verkalýðsfélaga hafa sagst ætla að una úrskurðinum en fjölskyldur gísla hafa kallað eftir áframhaldandi mótmælum, samkvæmt frétt Times of Israel. Miðillinn hefur eftir Arnon Bar-David, leiðtoga Histadrut, stærsta verkalýðsfélags landsins, að hann muni virða úrskurðinn. Hann kallaði eftir allsherjarverkfalli í gær og segir að mótmælin hafi sent mjög skýr skilaboð. Þrátt fyrir að reynt hafi verið að mála mótmælin sem pólitísk hafi hundruð þúsunda sýnt samstöðu. Skipuleggjendur áætla að um hálf milljón manna hafi mótmælt víðsvegar um Ísrael. Sjá einnig: Ben Gurion lokað og ýmis starfsemi lömuð Mótmælin hafa víða verið töluvert umfangsmikil og hafa leitt til lokanna. Á ýmsum stöðum hefur farið minna fyrir mótmælunum en í frétt AP fréttaveitunnar segir að það sé til marks um pólitíska gjá í Ísrael. Fjölskyldur þeirra gísla sem enn eru í haldi hafa eins og áður segir kallað eftir áframhaldandi mótmælum og verkföllum. „Þetta snýst ekki um verkföll. Þetta snýst um að bjarga þeim 101 gísl sem voru yfirgefnir af Netanjahú [Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra] síðasta fimmtudag,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunum. Þar vísa þau til ákvörðunar ráðherra ríkisstjórnar Netanjahú að halda áfram hernámi á svæði á Gasaströndinni sem leiðtogar Hamas vilja að Ísraelar hörfi frá. Talið er að um þriðjungur þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas séu látnir.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fjöldamótmæli gegn Netanjahú vegna gíslanna Mótmælaalda hefur gengið yfir Ísrael eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir. Reiðin beinist einkum að forsætisráðherra Ísraels og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls á morgun. 1. september 2024 20:33 „Gríðarlega krefjandi“ verkefni við hræðilegar aðstæður Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. 1. september 2024 16:19 Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Fjöldamótmæli gegn Netanjahú vegna gíslanna Mótmælaalda hefur gengið yfir Ísrael eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir. Reiðin beinist einkum að forsætisráðherra Ísraels og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls á morgun. 1. september 2024 20:33
„Gríðarlega krefjandi“ verkefni við hræðilegar aðstæður Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. 1. september 2024 16:19
Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41