Táningurinn sem tekur við af Hamilton klessti bílinn í frumrauninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 13:31 Andrea Kimi Antonelli fær traustið hjá Mercedes þrátt fyrir að klessukeyra bílinn í frumraun sinni. Getty/Beata Zawrzel Mercedes liðið í formúlu 1 veðjar á hinn átján ára gamla Andrea Kimi Antonelli sem tekur við sæti Lewis Hamiltn þegar sjöfaldi heimsmeistarinn gengur til liðs við Ferrari eftir þetta tímabil. Antonelli fékk sína frumraun í F1 í vikunni þegar hann keyrði Mercedes bílinn á æfingu fyrir ítalska kappaksturinn. Það fór ekki vel því eftir aðeins tíu mínútur missti strákurinn stjórn á bílnum og endaði út í vegg. Antonelli var þá með fjórða besta tímann en náði ekki að halda þetta út. Antonelli gat stigið sjálfur út úr bílnum og fullvissaði alla að það væri í lagi með sig. Strákurinn bað síðan liðið sitt afsökunar en fékk óvænt svar frá sjálfum Toto Wolff. „Þetta er allt í góðu, Kimi,“ sagði Wolff í talstöðvarkerfinu. Toto Wolff er framkvæmdastjóri Mercedes og á 33 prósent í liðinu. Antonelli var síðan formlega kynntur sem ökumaður Mercedes árið 2025 ásamt George Russell. Antonelli into the wall! 💥It's a high-speed spin into the barrier at Parabolica for the youngster, who reports over the radio that he's OK.The red flags are out 🔴#F1 #ItalianGP pic.twitter.com/aQQQPqjaeb— Formula 1 (@F1) August 30, 2024 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Antonelli fékk sína frumraun í F1 í vikunni þegar hann keyrði Mercedes bílinn á æfingu fyrir ítalska kappaksturinn. Það fór ekki vel því eftir aðeins tíu mínútur missti strákurinn stjórn á bílnum og endaði út í vegg. Antonelli var þá með fjórða besta tímann en náði ekki að halda þetta út. Antonelli gat stigið sjálfur út úr bílnum og fullvissaði alla að það væri í lagi með sig. Strákurinn bað síðan liðið sitt afsökunar en fékk óvænt svar frá sjálfum Toto Wolff. „Þetta er allt í góðu, Kimi,“ sagði Wolff í talstöðvarkerfinu. Toto Wolff er framkvæmdastjóri Mercedes og á 33 prósent í liðinu. Antonelli var síðan formlega kynntur sem ökumaður Mercedes árið 2025 ásamt George Russell. Antonelli into the wall! 💥It's a high-speed spin into the barrier at Parabolica for the youngster, who reports over the radio that he's OK.The red flags are out 🔴#F1 #ItalianGP pic.twitter.com/aQQQPqjaeb— Formula 1 (@F1) August 30, 2024
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira