Norris á ráspól á Monza en Verstappen í brasi Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 17:15 Lando Norris verður á ráspól á morgun. Vísir/Getty Gott gengi Lando Norris í Formúlu 1 heldur áfram en hann hefur kappaksturinn á Ítalíu fremstur eftir að hafa unnið sigur í tímatökunni í dag. Heimsmeistarinn Max Verstappen er hins vegar í vandræðum. Lando Norris ökuþór McLaren vann sigur í hollenska kappakstrinum um síðustu helgi og náði þá að minnka forskot Max Verstappen á toppi keppni ökuþóra. Hann fær tækifæri til að minnka muninn enn frekar á morgun eftir sigur í tímatökum fyrir ítalska kappaksturinn á Monza-brautinni. Norris mun því byrja fremstur en liðsfélagi hans hjá McLaren, Oscar Piastri, verður annar en hann er í fjórða sæti í keppni ökumanna. Heimsmeistarinn Max Verstappen byrjar hins vegar í sjöunda sætinu og haldist sú staða eftir kappaksturinn á morgun nær Norris að kroppa 21 stig af forskoti Verstappen á toppnum. George Russell hjá Mercedes hafnaði í þriðja sæti tímatökunnar á undan Ferrariökuþórunum Charles Leclerc og Carlos Sainz. Það lítur út fyrir meiri spennu í Formúlunni á þessu tímabili en Max Verstappen hefur unnið heimsmeistaratitilinn síðustu þrjú ár og síðustu tvo með nokkrum yfirburðum. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lando Norris ökuþór McLaren vann sigur í hollenska kappakstrinum um síðustu helgi og náði þá að minnka forskot Max Verstappen á toppi keppni ökuþóra. Hann fær tækifæri til að minnka muninn enn frekar á morgun eftir sigur í tímatökum fyrir ítalska kappaksturinn á Monza-brautinni. Norris mun því byrja fremstur en liðsfélagi hans hjá McLaren, Oscar Piastri, verður annar en hann er í fjórða sæti í keppni ökumanna. Heimsmeistarinn Max Verstappen byrjar hins vegar í sjöunda sætinu og haldist sú staða eftir kappaksturinn á morgun nær Norris að kroppa 21 stig af forskoti Verstappen á toppnum. George Russell hjá Mercedes hafnaði í þriðja sæti tímatökunnar á undan Ferrariökuþórunum Charles Leclerc og Carlos Sainz. Það lítur út fyrir meiri spennu í Formúlunni á þessu tímabili en Max Verstappen hefur unnið heimsmeistaratitilinn síðustu þrjú ár og síðustu tvo með nokkrum yfirburðum.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira