Átján ára strákur tekur við af Lewis Hamilton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 13:10 Kimi Antonelli er mjög efnilegur ökumaður og Mercedes ætlar að veðja á hann. Getty/Clive Rose Mercedes hefur fundið eftirmann Lewis Hamilton í formúlu 1 en sjöfaldi heimsmeistarinn er á leiðinni til Ferrari eftir þetta tímabil. Nýliðinn Kimi Antonelli fær það verðuga verkefni að fylla í skarð Hamilton. Mercedes gaf það út í dag að búið væri að ganga frá samningum við strákinn. Antonelli hefur verið að keyra í formúlu 2 en fær nú að koma inn í sviðsljósið í formúlu 1. Það er ekki bara að hann hefur enga reynslu af formúlu 1 þá er hann aðeins átján ára gamall. Mercedes ætlar að veðja á þennan efnilega ökumann. Antonelli hefur verið á hraðri uppleið en hann sleppti formúlu 3 og var að keppa í formúlu 2 í fyrsta sinn á þessu tímabili. Hann er búinn að vinna tvær keppnir og er í sjötta sæti í keppni ökumanna í formúlu 2. Antonelli mun nú keyra við hlið George Russell fyrir Mercedes liðið frá og með 2025 tímabilinu. „Það er stórkostleg tilfinning að vera kynntur sem ökumaður Mercedes við hlið George. Það hefur verið draumur minn síðan ég var lítill strákur að keppa í formúlu 1. Ég vil þakka traustið sem mér hefur verið sýnt. Ég er enn að læra mikið en ég er tilbúinn fyrir þetta tækifæri. Ég mun einbeita mér að því að verða betri og ná í sem best úrslit fyrir liðið,“ sagði Kimi Antonelli. BREAKING: Andrea Kimi Antonelli to race for Mercedes from 2025!#F1 pic.twitter.com/bhLN48UdRE— Formula 1 (@F1) August 31, 2024 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nýliðinn Kimi Antonelli fær það verðuga verkefni að fylla í skarð Hamilton. Mercedes gaf það út í dag að búið væri að ganga frá samningum við strákinn. Antonelli hefur verið að keyra í formúlu 2 en fær nú að koma inn í sviðsljósið í formúlu 1. Það er ekki bara að hann hefur enga reynslu af formúlu 1 þá er hann aðeins átján ára gamall. Mercedes ætlar að veðja á þennan efnilega ökumann. Antonelli hefur verið á hraðri uppleið en hann sleppti formúlu 3 og var að keppa í formúlu 2 í fyrsta sinn á þessu tímabili. Hann er búinn að vinna tvær keppnir og er í sjötta sæti í keppni ökumanna í formúlu 2. Antonelli mun nú keyra við hlið George Russell fyrir Mercedes liðið frá og með 2025 tímabilinu. „Það er stórkostleg tilfinning að vera kynntur sem ökumaður Mercedes við hlið George. Það hefur verið draumur minn síðan ég var lítill strákur að keppa í formúlu 1. Ég vil þakka traustið sem mér hefur verið sýnt. Ég er enn að læra mikið en ég er tilbúinn fyrir þetta tækifæri. Ég mun einbeita mér að því að verða betri og ná í sem best úrslit fyrir liðið,“ sagði Kimi Antonelli. BREAKING: Andrea Kimi Antonelli to race for Mercedes from 2025!#F1 pic.twitter.com/bhLN48UdRE— Formula 1 (@F1) August 31, 2024
Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira