„Ég horfði á stykkið og sólina baka það“ Lovísa Arnardóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 28. ágúst 2024 23:38 Birgir varaði við því að ís gæti hrunið aðeins nokkrum mínútum áður en það svo gerðist. Aðsend og Vísir/Vilhelm Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið. Hvorugur leiðsögumannanna sem var á leið inn hafði mikla eða langa reynslu af jöklaleiðsögn í hellinum samkvæmt heimildum fréttastofu. Mennirnir unnu fyrir fyrirtækið Ice Pic Journeys. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar við bandaríska parið undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. „Það voru tveir leiðsögumenn með þennan hóp. Ég vissi af honum uppi á jökli og að þau væru að koma í hellinn. Ég var með síðasta hópinn sem var að fara á okkar vegum inn. Ég horfði á stykkið og sólina baka það,“ segir Birgir og að þegar hann mætti leiðsögumönnunum og hópnum hafi hann varað annan þeirra við því að ganga beint undir bogann. „Hinn var inni í hellinum að höggva tröppur. Ég bendi honum á sig í veggnum og segi honum að ég þurfi að fara í kvöld og taka hann niður. Því hann hafi verið orðinn hættulegur,“ segir Birgir. „Ég varaði hann við og benti á lagskiptinguna í ísnum og hvernig ísinn var búinn að síga frá deginum áður,“ segir Birgir og að hann viti ekki hvort hann hafi greint hinum leiðsögumanninum frá. Birgir segir að eftir þetta hafi hann farið upp úr hellinum með hópinn og verið á leið niður af jöklinum. „Ég er rétt lagður af stað þegar ég heyri dynkinn. Ég bað hópinn minn að bíða og hleyp upp að og sé þennan mann undir ísnum, þar sem lappirnar standa bara út. Ég næ í haka og hegg hann úr ísnum. Ég byrja endurlífgunartilraunir á honum en þær voru árangurslausar.“ Hann segir gífurlegt magn íss hafa hrunið. „Veggurinn lagðist saman, hann hrundi aðeins til austurs. Maðurinn stóð beint undir boganum á versta mögulega stað,“ segir Birgir og áætlar að veggurinn sem hrundi hafi verið tugir tonna að þyngd og um fimm metrar að hæð. Ekki mikið af hellinum Til að komast að hellinum er aflíðandi pallur niður. Svo sé vatnsstreymi í gegn sem fólk gangi meðfram. Í blálokin á rásinni er svo veggur sem myndar helli og þar er bogi sem fólk tók gjarnan myndir við. Til að komast upp gat það svo gengið upp stiga sem búið var að höggva í ísinn. „Það sem hægt að kalla helli af þessu er lítil rás með bláum ís. Þetta er í rauninni gönguleiðin að því. Það var þak yfir sem búið var að höggva af í breytingunum síðastliðnar vikur. Það var ekki mikið eftir af eiginlegum helli þarna,“ segir Birgir Þór og að slysið hafi átt sér stað við bogann í veggnum sem fólk í raun gekk við. „Ég hafði tekið eftir því að undirstöðurnar voru orðnar mjög veikar. Hann var búinn að þynnast það mikið. Það var mikil sól og fimmtán stiga hiti. Sólin skein akkúrat á vegginn sem varð til þess að hann veiktist enn meira og hrynur undan eigin þunga. Þessi maður sem ég dró undan ísnum var á versta mögulega stað og var ekki í gönguleiðinni. Þetta er ekki gott.“ Aðstæður á slysstað voru afar krefjandi fyrir viðbragðsaðila.Vísir/Vilhelm Birgir segist reyna að gera allt til að lágmarka slys og þess vegna brjóti þeir sem þarna vinni til dæmis reglulega niður úr ísnum. Það sé gert á sumrin og á veturna. Misjafnt hvað fólk kallar íshelli Birgir Þór segir skilgreiningu fólks á íshelli vera nokkuð misjafna. Það sem Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, til dæmis tali um í skýrslu sinni, sem hefur verið fjallað um í kjölfar slyssins, sé þegar vatn safnist saman undir jökli og myndi jökulá og fari svo út á einum stað og geri stóra vatnsrás á jaðri jökuls. „Það eru þessir eiginlegu stóru íshellar sem er talað um. Við vorum í þessum stóru hellum fyrstu árin. Svo fylltust þeir af fólki og upplifun gesta varð ekkert sérstök. Það var erfitt að leiðsegja því það var svo mikið skvaldur og hávaði. Það var erfitt að ná myndum. Þetta var orðið erfitt fyrir leiðsögumenn,“ segir hann og að því hafi þeir ákveðið fyrir einhverjum árum að fara frekar upp á jökul til að finna minni vatnsrásir og svelgi þar sem hægt væri að hafa minni hópa með meira næði. Fyrsta slysið á tíu ára ferli Birgir Þór segir að fyrir um tveimur vikum áður en slysið átti sér stað á sunnudaginn hafi lítið stykki dottið úr ísnum og á hjálm ferðamanns sem var í göngu um hellinn með fyrirtæki hans. Birgir segir að það hafi verið tilkynnt og til sé atvikaskýrsla um málið. „Hann vankaðist en svo hélt hann áfram með túrinn og hringinn í kringum landið. Þetta var í sömu rás. Slysin gerast og við tökum þeim alvarlega,“ segir Birgir. Það hafi verið fyrsta alvarlega slysið sem hafi átt sér stað í ferð hjá honum í þau tíu ár sem hann hafi unnið við þetta. Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Hvorugur leiðsögumannanna sem var á leið inn hafði mikla eða langa reynslu af jöklaleiðsögn í hellinum samkvæmt heimildum fréttastofu. Mennirnir unnu fyrir fyrirtækið Ice Pic Journeys. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar við bandaríska parið undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. „Það voru tveir leiðsögumenn með þennan hóp. Ég vissi af honum uppi á jökli og að þau væru að koma í hellinn. Ég var með síðasta hópinn sem var að fara á okkar vegum inn. Ég horfði á stykkið og sólina baka það,“ segir Birgir og að þegar hann mætti leiðsögumönnunum og hópnum hafi hann varað annan þeirra við því að ganga beint undir bogann. „Hinn var inni í hellinum að höggva tröppur. Ég bendi honum á sig í veggnum og segi honum að ég þurfi að fara í kvöld og taka hann niður. Því hann hafi verið orðinn hættulegur,“ segir Birgir. „Ég varaði hann við og benti á lagskiptinguna í ísnum og hvernig ísinn var búinn að síga frá deginum áður,“ segir Birgir og að hann viti ekki hvort hann hafi greint hinum leiðsögumanninum frá. Birgir segir að eftir þetta hafi hann farið upp úr hellinum með hópinn og verið á leið niður af jöklinum. „Ég er rétt lagður af stað þegar ég heyri dynkinn. Ég bað hópinn minn að bíða og hleyp upp að og sé þennan mann undir ísnum, þar sem lappirnar standa bara út. Ég næ í haka og hegg hann úr ísnum. Ég byrja endurlífgunartilraunir á honum en þær voru árangurslausar.“ Hann segir gífurlegt magn íss hafa hrunið. „Veggurinn lagðist saman, hann hrundi aðeins til austurs. Maðurinn stóð beint undir boganum á versta mögulega stað,“ segir Birgir og áætlar að veggurinn sem hrundi hafi verið tugir tonna að þyngd og um fimm metrar að hæð. Ekki mikið af hellinum Til að komast að hellinum er aflíðandi pallur niður. Svo sé vatnsstreymi í gegn sem fólk gangi meðfram. Í blálokin á rásinni er svo veggur sem myndar helli og þar er bogi sem fólk tók gjarnan myndir við. Til að komast upp gat það svo gengið upp stiga sem búið var að höggva í ísinn. „Það sem hægt að kalla helli af þessu er lítil rás með bláum ís. Þetta er í rauninni gönguleiðin að því. Það var þak yfir sem búið var að höggva af í breytingunum síðastliðnar vikur. Það var ekki mikið eftir af eiginlegum helli þarna,“ segir Birgir Þór og að slysið hafi átt sér stað við bogann í veggnum sem fólk í raun gekk við. „Ég hafði tekið eftir því að undirstöðurnar voru orðnar mjög veikar. Hann var búinn að þynnast það mikið. Það var mikil sól og fimmtán stiga hiti. Sólin skein akkúrat á vegginn sem varð til þess að hann veiktist enn meira og hrynur undan eigin þunga. Þessi maður sem ég dró undan ísnum var á versta mögulega stað og var ekki í gönguleiðinni. Þetta er ekki gott.“ Aðstæður á slysstað voru afar krefjandi fyrir viðbragðsaðila.Vísir/Vilhelm Birgir segist reyna að gera allt til að lágmarka slys og þess vegna brjóti þeir sem þarna vinni til dæmis reglulega niður úr ísnum. Það sé gert á sumrin og á veturna. Misjafnt hvað fólk kallar íshelli Birgir Þór segir skilgreiningu fólks á íshelli vera nokkuð misjafna. Það sem Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, til dæmis tali um í skýrslu sinni, sem hefur verið fjallað um í kjölfar slyssins, sé þegar vatn safnist saman undir jökli og myndi jökulá og fari svo út á einum stað og geri stóra vatnsrás á jaðri jökuls. „Það eru þessir eiginlegu stóru íshellar sem er talað um. Við vorum í þessum stóru hellum fyrstu árin. Svo fylltust þeir af fólki og upplifun gesta varð ekkert sérstök. Það var erfitt að leiðsegja því það var svo mikið skvaldur og hávaði. Það var erfitt að ná myndum. Þetta var orðið erfitt fyrir leiðsögumenn,“ segir hann og að því hafi þeir ákveðið fyrir einhverjum árum að fara frekar upp á jökul til að finna minni vatnsrásir og svelgi þar sem hægt væri að hafa minni hópa með meira næði. Fyrsta slysið á tíu ára ferli Birgir Þór segir að fyrir um tveimur vikum áður en slysið átti sér stað á sunnudaginn hafi lítið stykki dottið úr ísnum og á hjálm ferðamanns sem var í göngu um hellinn með fyrirtæki hans. Birgir segir að það hafi verið tilkynnt og til sé atvikaskýrsla um málið. „Hann vankaðist en svo hélt hann áfram með túrinn og hringinn í kringum landið. Þetta var í sömu rás. Slysin gerast og við tökum þeim alvarlega,“ segir Birgir. Það hafi verið fyrsta alvarlega slysið sem hafi átt sér stað í ferð hjá honum í þau tíu ár sem hann hafi unnið við þetta.
Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira