„Sorgardagur fyrir fótboltann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2024 06:31 Liðsfélagi Juan Izquierdo kallar eftir hjálp eftir að Izquierdo hneig liður í leik Sao Paulo og Nacional í Copa Libertadores. Getty/Alexandre Schneider Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Juan Izquierdo, sem hneig niður í Copa Libertadores leik í síðustu viku, er látinn. Hinn 27 ára gamli Izquierdo hafði legið á sjúkrahúsi síðan hann fluttur þangað frá leik Nacional og Sao Paulo 22. ágúst en leikurinn var spilaður í Brasilíu. Þetta var stórleikur í sextán liða úrslitum í Suðurameríkukeppni félagsliða sem heitir Copa Libertadores. Sao Paulo vann leikinn 2-0 og komst áfram í átta liða úrslitin. Izquierdo glímdi við óreglulegan hjartslátt og missti meðvitund á 84. mínútu leiksins. Það var enginn annar leikmaður nálægt þegar hann hneig niður. Izquierdo var fluttur á Albert Einstein sjúkrahúsið og hafði verið í gjörgæslu síðan. Því miður tókst ekki að bjarga lífi hans. Con el más profundo dolor e impacto en nuestros corazones, el Club Nacional de Football comunica el fallecimiento de nuestro querido jugador Juan Izquierdo.Expresamos nuestras más sinceras condolencias a su familia, amigos, colegas y allegados.Todo Nacional está de luto por… pic.twitter.com/mYU28mqw6m— Nacional (@Nacional) August 28, 2024 Club Nacional tilkynnti um andlát leikmanns síns á samfélagsmiðlum og sagði alla hjá félaginu vera í áfalli. „Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, vina, kollega og ástvina. Allir hjá Nacional syrgja þennan óbætanlega missi, sagði í tilkynningunni. Izquierdo hafði spilað yfir hundrað leiki í efstu deild í Úrúgvæ og varð meistari með bæði Nacional og Liverpool (frá Montevideo). „Sorgartími hjá öllum suðurameríska fótboltanum,“ sagði Alejandro Dominguez, forseti CONMEBOL, knattspyrnusambands Suður-Ameríku. Sao Paulo félagið sagði að þetta væri „sorgardagur fyrir fótboltann“ þegar það greindi frá fréttunum á sínum miðlum. Fallece Juan Izquierdo, futbolista uruguayo del @Nacional que sufrió un paro cardíaco el pasado jueves durante un partido de la @Libertadores. #QEPD ✝️🕊️ pic.twitter.com/IqHCGdxTy8— Tribuna Noticias (@NoticiasTribuna) August 28, 2024 Úrúgvæ Fótbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Izquierdo hafði legið á sjúkrahúsi síðan hann fluttur þangað frá leik Nacional og Sao Paulo 22. ágúst en leikurinn var spilaður í Brasilíu. Þetta var stórleikur í sextán liða úrslitum í Suðurameríkukeppni félagsliða sem heitir Copa Libertadores. Sao Paulo vann leikinn 2-0 og komst áfram í átta liða úrslitin. Izquierdo glímdi við óreglulegan hjartslátt og missti meðvitund á 84. mínútu leiksins. Það var enginn annar leikmaður nálægt þegar hann hneig niður. Izquierdo var fluttur á Albert Einstein sjúkrahúsið og hafði verið í gjörgæslu síðan. Því miður tókst ekki að bjarga lífi hans. Con el más profundo dolor e impacto en nuestros corazones, el Club Nacional de Football comunica el fallecimiento de nuestro querido jugador Juan Izquierdo.Expresamos nuestras más sinceras condolencias a su familia, amigos, colegas y allegados.Todo Nacional está de luto por… pic.twitter.com/mYU28mqw6m— Nacional (@Nacional) August 28, 2024 Club Nacional tilkynnti um andlát leikmanns síns á samfélagsmiðlum og sagði alla hjá félaginu vera í áfalli. „Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, vina, kollega og ástvina. Allir hjá Nacional syrgja þennan óbætanlega missi, sagði í tilkynningunni. Izquierdo hafði spilað yfir hundrað leiki í efstu deild í Úrúgvæ og varð meistari með bæði Nacional og Liverpool (frá Montevideo). „Sorgartími hjá öllum suðurameríska fótboltanum,“ sagði Alejandro Dominguez, forseti CONMEBOL, knattspyrnusambands Suður-Ameríku. Sao Paulo félagið sagði að þetta væri „sorgardagur fyrir fótboltann“ þegar það greindi frá fréttunum á sínum miðlum. Fallece Juan Izquierdo, futbolista uruguayo del @Nacional que sufrió un paro cardíaco el pasado jueves durante un partido de la @Libertadores. #QEPD ✝️🕊️ pic.twitter.com/IqHCGdxTy8— Tribuna Noticias (@NoticiasTribuna) August 28, 2024
Úrúgvæ Fótbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira