Innlent

Stúlkan enn í lífs­hættu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Grímur Grímsson er yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.
Grímur Grímsson er yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar

Stúlkan sem hlaut lífshættulega áverka í stunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt er enn í lífshættu og ástand hennar óbreytt að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar.

Hann segir hefðbundna rannsóknarvinnu hafa verið unna í dag svo sem yfirheyrslur og gagnasöfnun. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir stungumanninum en það mun koma í ljós seinna í kvöld.

Hvorki stungumaðurinn né fórnarlömb hans hafa náð átján ára aldri en stungumaðurinn er þó á sakhæfisaldri.

Fram hefur komið að þrír séu með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í nótt þar sem hníf var beitt. Hin særðu voru flutt á bráðamóttöku og var hinn grunaði handtekinn á heimili sínu seinna um nóttina.

Stúlkan gekkst undir aðgerð í nótt en ástand hennar er enn ekki stöðugt.


Tengdar fréttir

Komu fórnar­lömbum stungu­á­rásarinnar til að­stoðar

Starfsfólk Hopp hlúði að fórnarlömbum alvarlegrar stunguárásar sem átti sér stað við Skúlagötu í Reykjavík seint í gær. Einn var handtekinn grunaður um árásina og þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri.

Allir undir á­tján ára og einn brota­þola í lífs­hættu

Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×