Innlent

Glóandi hraun í nátt­myrkrinu

Kjartan Kjartansson skrifar
Glænýtt hraun á Reykjanesi í kvöld. Drónamynd Björns Steinbekk.
Glænýtt hraun á Reykjanesi í kvöld. Drónamynd Björns Steinbekk. Björn Steinbekk

Þrátt fyrir hvassviðrið á Reykjanesi náði Björn Steinbekk, myndatökumaður, glæsilegum myndum úr lofti af nýju hrauninu sem rennur nú á Sundhnúksgígaröðinni. Þar sést glóaandi hraunið flæða í myrkrinu.

Töluvert hvöss norðanátt er á gosstöðvunum og hefur það torveldað myndatökumönnum að koma drónum á loft til þess að fanga sjónarspilið. Birni tókst það þó að lokum og náði þessum mögnuðu myndum af hraunstróknum frá gossprungunni og nýju hrauninu.

Þegar vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í kvöld áætluðu þeir að hún væri um fjögurra kílómetra löng. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, skaut á að um 1.500 til 2.000 rúmmetrar hraun væru komnir upp og þeir þektu um fimm ferkílómetra svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×