Innlent

Neyðar­stigi al­manna­varna lýst yfir

Atli Ísleifsson skrifar
Eldgos hófst á Reykjanesskaga klukkan 21.26 í kvöld.
Eldgos hófst á Reykjanesskaga klukkan 21.26 í kvöld. Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna eldgossins sem hófst á tíunda tímanum í kvöld, við Sundhnúkagíga.

Þetta kemur fram á vef almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Þar segir ennfremur að búið sé að virkja Samhæfingarstöð Almannavarna.

Eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni austan við Sýlingafell klukkan 21:26 í kvöld en áköf skjálftahrina hófst klukkan 20:48 og sáust einnig breytingar í borholuþrýstingi og á aflögun.


Tengdar fréttir

Eldgos hafið

Eldgos er hafið á Sundhnúksgígaröðinni. Gos hófst kl. 21:26 en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að einnig hafi sést breytingar í aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið bráðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×