Fótbolti

Panathinaikos tapaði þrátt fyrir að vera fleiri í sjö­tíu mínútur en Chelsea vann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason kom til Panathinaikos frá Midtjylland í sumar.
Sverrir Ingi Ingason kom til Panathinaikos frá Midtjylland í sumar. getty/Patrick Goosen

Þrátt fyrir að vera manni fleiri í sjötíu mínútur tókst Panathinaikos ekki að vinna Lens í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandseildar Evrópu. Lokatölur 2-1, Lens í vil.

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Panathinaikos sem lenti undir strax á 4. mínútu þegar Przemyslaw Frankowski kom Lens yfir.

Á 20. mínútu fékk Facundo Medina, leikmaður Lens, sitt annað gula spjald og þar með rautt. En þrátt fyrir að vera manni færri skoruðu Frakkarnir annað mark sitt á 34. mínútu. Þar var á ferðinni Wesley Said.

Grikkirnir komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og Fotis Ioannidis minnkaði muninn í 2-1 á 53. mínútu. Nær komst Panathinaikos hins vegar ekki og Lens er því með eins marks forskot fyrir seinni leikinn sem fer fram í Grikklandi eftir viku.

Hörður Björgvin Magnússon er frá vegna meiðsla hjá Panathinaikos.

Chelsea vann 2-0 sigur á Servette í umspilinu í kvöld. Christopher Nkunku (víti) og Noni Madueke skoruðu mörk Lundúnaliðsins sem er í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×