Innlent

Maðurinn hand­tekinn eftir að honum var veitt eftir­för

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir lögreglu hafa komið auga á bílinn sem talið var að maðurinn hafi ekið og var honum svo veitt eftirför.
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir lögreglu hafa komið auga á bílinn sem talið var að maðurinn hafi ekið og var honum svo veitt eftirför. Vísir/Vilhelm

Viðbúnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra á Snorrabraut í dag þar sem maður var handtekinn tengist atburði í Neskaupstað þar sem tveir fundust látnir í heimahúsi í nótt.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að leit að manninum hafi staðið yfir fyrir lögregluna á Austurlandi. Það sást til bíls sem talið var að maðurinn hefði ekið í austurbænum í dag. Honum var fylgt eftir og var maðurinn handtekinn.

„Við settum út net lögreglutækja og lögregla kom auga á bílinn. Þá fylgdu þeir bílnum eftir og kölluðu til sérsveit og maðurinn var handtekinn,“ segir Ásgeir.

Ásgeir segir manninum hafi verið fylgt eftir í rólegheitum og að „ekki hafi verið nein læti.“ Maðurinn var handtekinn og fluttur í fangageymslu.

Ásgeir segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið og vísar á lögregluna á Austurlandi sem hefur lítið gefið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×