Innlent

Lýsa yfir ó­vissu­stigi vegna Skaft­ár­hlaups

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá Skaftárhlaupi í febrúar 2022.
Frá Skaftárhlaupi í febrúar 2022. Vísir/Arnar

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt síðustu daga og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist. Síðast hljóp úr katlinum í september 2021 en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri.

Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals, svo sem jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. 


Tengdar fréttir

Skaftárhlaup líklega að hefjast

Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×