Stúkan ræddi kæru KR-inga: „Mér finnst hún skandall og ekkert annað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2024 10:01 KR og HK eru í harðri fallbaráttu og þurfa nauðsynlega stigin úr leiknum. Vísir/Diego KR og HK töpuðu bæði leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta um helgina og eiga síðan að mætast á fimmtudagskvöldið. Svo gæti farið að sá leikur fari þó aldrei fram. Stúkan ræddi fallslaginn sem verður kannski aldrei spilaður. KR-ingar vilja að þeim verði dæmdur 3-0 sigur eftir að leikurinn gat ekki farið fram í Kórnum þótt að bæði liðin væru klár í slaginn. Ástæðan var brotið mark og að ekki tókst að finna nýtt mark í staðinn. Vildi frá viðbrögð „KR og HK eiga fjóra leiki eftir en það er stórt mál í gangi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur fyrir á morgun [í dag],“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og vildi fá viðbrögð frá sérfræðingum sínum. „Ég held að allir séu sammála um það, fyrir utan KR-inga, að ef maður tekur tilfinningalegu hliðina á þetta þá vill maður bara sjá þá spila leikinn,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Vera bara menn, stíga upp og ekkert vera að kæra þetta. Mér finnst þetta vera hálfgert rugl að þeir séu að kæra. Spilum leikinn,“ sagði Baldur en hélt áfram: Þá skipta tilfinningar engu máli „Við erum með dómstóla af ástæðu. Í rauninni er staðan bara þannig: Það er bara verið að meta þetta út frá einhverjum lögum og þá skipta tilfinningar engu máli,“ sagði Baldur. „Ef hann kemst að því að það, að þeir hafi ekki leikhæft mark eða leikhæfan völl, þýði það að þeir eigi að tapa leiknum, þá er það bara þannig og er bara klúður hjá HK. Ég vona innilega að niðurstaðan verði sú að við fáum þennan leik. Þetta er frábær leikur og mikilvægasti leikur sumarsins fyrir bæði lið,“ sagði Baldur. Stolt KR bíður hnekki Atli Viðar Björnsson var enn harðorðari um kröfu KR-inga. „Mér finnst hún skandall og ekkert annað,“ sagði sérfræðingur Stúkunnar. „Þú segir að við séum með dómstóla til að skera út um svona sem er vissulega rétt. Dómstólarnir eru eru ekki kallaðir til nema af því að KR tekur þá ákvörðun að kæra. Fyrir mér bíður stolt KR pínulitla hnekki við þá ákvörðun að kæra þetta,“ sagði Atli en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða Stúkunnar um frestaðan leik HK og KR Besta deild karla Stúkan KR HK Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
KR-ingar vilja að þeim verði dæmdur 3-0 sigur eftir að leikurinn gat ekki farið fram í Kórnum þótt að bæði liðin væru klár í slaginn. Ástæðan var brotið mark og að ekki tókst að finna nýtt mark í staðinn. Vildi frá viðbrögð „KR og HK eiga fjóra leiki eftir en það er stórt mál í gangi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur fyrir á morgun [í dag],“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og vildi fá viðbrögð frá sérfræðingum sínum. „Ég held að allir séu sammála um það, fyrir utan KR-inga, að ef maður tekur tilfinningalegu hliðina á þetta þá vill maður bara sjá þá spila leikinn,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Vera bara menn, stíga upp og ekkert vera að kæra þetta. Mér finnst þetta vera hálfgert rugl að þeir séu að kæra. Spilum leikinn,“ sagði Baldur en hélt áfram: Þá skipta tilfinningar engu máli „Við erum með dómstóla af ástæðu. Í rauninni er staðan bara þannig: Það er bara verið að meta þetta út frá einhverjum lögum og þá skipta tilfinningar engu máli,“ sagði Baldur. „Ef hann kemst að því að það, að þeir hafi ekki leikhæft mark eða leikhæfan völl, þýði það að þeir eigi að tapa leiknum, þá er það bara þannig og er bara klúður hjá HK. Ég vona innilega að niðurstaðan verði sú að við fáum þennan leik. Þetta er frábær leikur og mikilvægasti leikur sumarsins fyrir bæði lið,“ sagði Baldur. Stolt KR bíður hnekki Atli Viðar Björnsson var enn harðorðari um kröfu KR-inga. „Mér finnst hún skandall og ekkert annað,“ sagði sérfræðingur Stúkunnar. „Þú segir að við séum með dómstóla til að skera út um svona sem er vissulega rétt. Dómstólarnir eru eru ekki kallaðir til nema af því að KR tekur þá ákvörðun að kæra. Fyrir mér bíður stolt KR pínulitla hnekki við þá ákvörðun að kæra þetta,“ sagði Atli en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða Stúkunnar um frestaðan leik HK og KR
Besta deild karla Stúkan KR HK Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira