Að yfirstíga eitthvað rosalega vandræðalegt atvik Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 07:01 Það upplifa allir eitthvað vandræðalegt í vinnunni stundum. Eitthvað óvart gerist sem við vitum ekki af, lykkjufall í sokkabuxum eða svitablettir í skyrtu, kúkalykt af klósettinu eða neyðaraleg mismæli. Já það getur allt gerst. Og enginn lendir aldrei í neinu. Vísir/Getty Það lenda allir í einhverju vandræðalegu í vinnunni. Mómentum sem fær fólk til að roðna eða í það minnsta fá smá kipp í magann. Að vera til dæmis nýbúinn að kúka á klósettinu þegar næsti maður fer inn og lyktin er augljóslega þín lykt er dæmi um algengt móment. Sem flestir þekkja en fæstir ræða um. Enda snúast vandræðanlegu mómentið okkar í vinnunni ekkert um það að tala um þau. Heldur það að takast á við þau þannig að þau séu ekki að taka frá okkur óþarfa orku né tíma. Því allir lenda í einhverju vandræðalegu. ALLIR! Ef þér finnst þú hins vegar vera í vandræðum við að losna við minningu um eitthvað í huganum, móment eða atvik sem kom upp og þér fannst vandræðanlegt, eru hér nokkur ráð sem geta hjálpað. 1. Hið sígilda: Teldu upp að tíu Gamla góða ráðið um að draga andann djúpt og telja upp að tíu virkar alltaf vel. Í þetta sinn ætlum við samt að gera það með því hugarfari að þegar við öndum frá okkur, séum við að anda því frá okkur að vera að berja okkur niður fyrir eitthvað atvik sem ekki breytist héðan af. Enda ekkert gagn í því. Það sem gerðist gerðist. 2. Annað eins hefur nú gerst Þá er að minna okkur á að það sem gerðist hjá okkur og við erum að upplifa sem svona vandræðalegt, er örugglega ekki það versta eða hallærislegasta sem fólk hefur lent í. Satt best að segja hefur nú annað eins gerst og þaðan af verra…. Verum góð við okkur sjálf og sýnum okkur samkennd og skilning. Oft hjálpar það líka að brosa bara svolítið yfir því sem gerðist. Þó ekki nema innra með okkur. 3. Hvað viltu taka með þér? Við viljum samt ekki grafa atvikið það djúpt í minningunni að við séum ekki að læra eitthvað af því sem gerðist. Er eitthvað sem þetta atvik kenndi þér? Hvað? Og hvernig muntu passa að lenda ekki í sambærilegu aftur? 4. Spaugilegt síðar Þá er það eitt sem einfaldlega er staðreynd hjá okkur flestum. Og það er að seinna meir getum við oftast hlegið dátt að því sem gerðist, sérstaklega ef það var eitthvað vandræðalegt. Auðvitað eigum við ekkert að reyna að þvinga fram hláturinn eða segja frá á meðan við erum enn að glíma við að finnast eitthvað erfitt tilfinningalega. Að rifja samt upp eitthvað sem við áður höfum lent í en erum núna gjörn á að segja frá opinskátt og frjálslega, skellihlæjandi sjálf, getur samt hjálpað okkur að sjá að auðvitað var þetta atvik ekki verra en það að okkur mun finnast það spaugilegt síðar. Góðu ráðin Tengdar fréttir Andfúli vinnufélaginn og góð ráð Við erum andfúl á morgnana þegar að við vöknum en sem betur fer er það frá um leið og við höfum burstað tennurnar. Og þó. 19. ágúst 2022 07:01 Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01 Krónísk óstundvísi: Skýringar og góð ráð Í vikunni birtist frétt um að Hollywodd-stjarnan Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock og af blaðamanni Vísis kallaður Steini, hafi verið sakaður um króníska óstundvísi við tökur á myndinni Red One. 3. maí 2024 07:00 Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. 19. júní 2024 07:01 Góð ráð til að sporna við „ofhugsunum“ Að ofhugsa eða verja óendanlegum tíma í að greina hluti og kryfja þá er vandamál sem margir kannast við. Heilu dagarnir geta farið í þessar hugsanir, sem þó leiða oft ekki til neinna lausna. 31. mars 2021 07:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að vera til dæmis nýbúinn að kúka á klósettinu þegar næsti maður fer inn og lyktin er augljóslega þín lykt er dæmi um algengt móment. Sem flestir þekkja en fæstir ræða um. Enda snúast vandræðanlegu mómentið okkar í vinnunni ekkert um það að tala um þau. Heldur það að takast á við þau þannig að þau séu ekki að taka frá okkur óþarfa orku né tíma. Því allir lenda í einhverju vandræðalegu. ALLIR! Ef þér finnst þú hins vegar vera í vandræðum við að losna við minningu um eitthvað í huganum, móment eða atvik sem kom upp og þér fannst vandræðanlegt, eru hér nokkur ráð sem geta hjálpað. 1. Hið sígilda: Teldu upp að tíu Gamla góða ráðið um að draga andann djúpt og telja upp að tíu virkar alltaf vel. Í þetta sinn ætlum við samt að gera það með því hugarfari að þegar við öndum frá okkur, séum við að anda því frá okkur að vera að berja okkur niður fyrir eitthvað atvik sem ekki breytist héðan af. Enda ekkert gagn í því. Það sem gerðist gerðist. 2. Annað eins hefur nú gerst Þá er að minna okkur á að það sem gerðist hjá okkur og við erum að upplifa sem svona vandræðalegt, er örugglega ekki það versta eða hallærislegasta sem fólk hefur lent í. Satt best að segja hefur nú annað eins gerst og þaðan af verra…. Verum góð við okkur sjálf og sýnum okkur samkennd og skilning. Oft hjálpar það líka að brosa bara svolítið yfir því sem gerðist. Þó ekki nema innra með okkur. 3. Hvað viltu taka með þér? Við viljum samt ekki grafa atvikið það djúpt í minningunni að við séum ekki að læra eitthvað af því sem gerðist. Er eitthvað sem þetta atvik kenndi þér? Hvað? Og hvernig muntu passa að lenda ekki í sambærilegu aftur? 4. Spaugilegt síðar Þá er það eitt sem einfaldlega er staðreynd hjá okkur flestum. Og það er að seinna meir getum við oftast hlegið dátt að því sem gerðist, sérstaklega ef það var eitthvað vandræðalegt. Auðvitað eigum við ekkert að reyna að þvinga fram hláturinn eða segja frá á meðan við erum enn að glíma við að finnast eitthvað erfitt tilfinningalega. Að rifja samt upp eitthvað sem við áður höfum lent í en erum núna gjörn á að segja frá opinskátt og frjálslega, skellihlæjandi sjálf, getur samt hjálpað okkur að sjá að auðvitað var þetta atvik ekki verra en það að okkur mun finnast það spaugilegt síðar.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Andfúli vinnufélaginn og góð ráð Við erum andfúl á morgnana þegar að við vöknum en sem betur fer er það frá um leið og við höfum burstað tennurnar. Og þó. 19. ágúst 2022 07:01 Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01 Krónísk óstundvísi: Skýringar og góð ráð Í vikunni birtist frétt um að Hollywodd-stjarnan Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock og af blaðamanni Vísis kallaður Steini, hafi verið sakaður um króníska óstundvísi við tökur á myndinni Red One. 3. maí 2024 07:00 Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. 19. júní 2024 07:01 Góð ráð til að sporna við „ofhugsunum“ Að ofhugsa eða verja óendanlegum tíma í að greina hluti og kryfja þá er vandamál sem margir kannast við. Heilu dagarnir geta farið í þessar hugsanir, sem þó leiða oft ekki til neinna lausna. 31. mars 2021 07:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Andfúli vinnufélaginn og góð ráð Við erum andfúl á morgnana þegar að við vöknum en sem betur fer er það frá um leið og við höfum burstað tennurnar. Og þó. 19. ágúst 2022 07:01
Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01
Krónísk óstundvísi: Skýringar og góð ráð Í vikunni birtist frétt um að Hollywodd-stjarnan Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock og af blaðamanni Vísis kallaður Steini, hafi verið sakaður um króníska óstundvísi við tökur á myndinni Red One. 3. maí 2024 07:00
Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. 19. júní 2024 07:01
Góð ráð til að sporna við „ofhugsunum“ Að ofhugsa eða verja óendanlegum tíma í að greina hluti og kryfja þá er vandamál sem margir kannast við. Heilu dagarnir geta farið í þessar hugsanir, sem þó leiða oft ekki til neinna lausna. 31. mars 2021 07:00