„Mér að mæta“ ef krossar yrðu fjarlægðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 08:36 Guðrún Karls Helgudóttir var kjörin biskup í maí síðastliðnum. vísir/vilhelm Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands merkir það að fólki þyrsti í að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. Hún vill halda í nafn Kirkjugarða Reykjavíkur en líst vel á nýtt merki stofunarinnar. Mikil umræða hefur skapast um mögulegar breytingar á merki og nafni Kirkjugarða Reykjavíkur. Í frétt Ríkisútvarpsins í vikunni er greint frá þessum hugmyndum, sem framkvæmdastjóri kirkjugarðanna kynnti. Krossinum í einkennismerkinu var skipt út fyrir laufblað. Til skoðunar var að breyta nafninu og tala frekar um grafreiti en kirkjugarða í ljósi þess að þeir séu fyrir alla, ekki bara kristið fólk. Það gekk hins vegar ekki í gegn. Umræðan fór ekki framhjá Guðrúnu Karls biskup. Hún segir ljóst að fólki sé ekki sama um kirkjugarðana og kristna trú. Hún minnir hins vegar á að aðeins sé um að ræða Kirkjugarða Reykjavíkur, sjálfseignarstofnun sem þjóni Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog. Gamla merkið með krossinum og nýja merkið með laufblaðinu.skjáskot „Þau fóru í gríðarlega mikla stefnumótunarvinnu í samráði við fjölda fólks og ákvaðu að lokum að breyta einkennismerki sínu. Ég verð að segja að mér þykir þetta einkennismerki bara mjög fallegt. Það er djúp og góð merking þar á bakvið, þetta er ekki bara eitthvað laufblað. Í þessu merki er að finna sálnahlið, sem er einkenni fyrir kirkjugarða. Með laufblaðinu er líka verið að vísa í sköpun Guðs og náttúruna,“ sagði Guðrún sem ræddi málið í Bítinu. Hugmyndin sé að kirkjugarðarnir birtist sem opinn faðmur allra. „En þó svo að það sé ekki kross í akkúrat þessu logó-i, eða hjá þessari stofnun, þá er enginn að fara að taka í burtu krossa úr kirkjugörðum. Enda þá væri mér að mæta.“ Guðrún ítrekar að kirkjugarðarnir heyri ekki undir þjóðkirkjuna og þjónusti alla. „En það er heldur ekki verið að breyta nafninu, það var bara eitt af því sem var rætt. Niðurstaðan var sú að fólk vildi ekki breyta nafni kirkjugarðanna. Það er annars þannig að þessar breytingar eru Reykjavíkur-miðaðar. Í flestum öðrum kirkjugörðum landsins eru þeir bókstaflega kirkjugarðar, það er með kirkju sér við hlið.“ Engin hópúrsögn úr Þjóðkirkjunni Guðrún segist merkja það að fólk þyrsti eftir því að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. „Og ég er alveg tilbúin að gera það. Það er búið að reyna að ýta kristinni trú og kirkju út á jaðarinn, og ekkert bara þjóðkirkjunni. Stór hluti fólks hér á landi eru kristinnar trúar, það eru fleiri kristin trúfélög. Ef við skoðum íslenska ríkisborgara, þá eru nánast sjötíu prósent sem tilheyra þjóðkirkjunni. Þegar fólk er að tala um hópúrsagnir úr þjóðkirkjunni á það ekki við rök að styðjast,“ segir Guðrún Karls og heldur áfram: „Ef við skoðum fækkun í þjóðkirkjunni síðustu fimm ár, eru það fyrst og fremst börn, 0-17 ára sem eru ekki lengur með í kirkjunni. Það snýst um breytingar á skráningu í þjóðkirkjuna. Ekki þannig að þessi börn hafi öll tekið sig til og skráð sig úr þjóðkirkjunni.“ Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um mögulegar breytingar á merki og nafni Kirkjugarða Reykjavíkur. Í frétt Ríkisútvarpsins í vikunni er greint frá þessum hugmyndum, sem framkvæmdastjóri kirkjugarðanna kynnti. Krossinum í einkennismerkinu var skipt út fyrir laufblað. Til skoðunar var að breyta nafninu og tala frekar um grafreiti en kirkjugarða í ljósi þess að þeir séu fyrir alla, ekki bara kristið fólk. Það gekk hins vegar ekki í gegn. Umræðan fór ekki framhjá Guðrúnu Karls biskup. Hún segir ljóst að fólki sé ekki sama um kirkjugarðana og kristna trú. Hún minnir hins vegar á að aðeins sé um að ræða Kirkjugarða Reykjavíkur, sjálfseignarstofnun sem þjóni Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog. Gamla merkið með krossinum og nýja merkið með laufblaðinu.skjáskot „Þau fóru í gríðarlega mikla stefnumótunarvinnu í samráði við fjölda fólks og ákvaðu að lokum að breyta einkennismerki sínu. Ég verð að segja að mér þykir þetta einkennismerki bara mjög fallegt. Það er djúp og góð merking þar á bakvið, þetta er ekki bara eitthvað laufblað. Í þessu merki er að finna sálnahlið, sem er einkenni fyrir kirkjugarða. Með laufblaðinu er líka verið að vísa í sköpun Guðs og náttúruna,“ sagði Guðrún sem ræddi málið í Bítinu. Hugmyndin sé að kirkjugarðarnir birtist sem opinn faðmur allra. „En þó svo að það sé ekki kross í akkúrat þessu logó-i, eða hjá þessari stofnun, þá er enginn að fara að taka í burtu krossa úr kirkjugörðum. Enda þá væri mér að mæta.“ Guðrún ítrekar að kirkjugarðarnir heyri ekki undir þjóðkirkjuna og þjónusti alla. „En það er heldur ekki verið að breyta nafninu, það var bara eitt af því sem var rætt. Niðurstaðan var sú að fólk vildi ekki breyta nafni kirkjugarðanna. Það er annars þannig að þessar breytingar eru Reykjavíkur-miðaðar. Í flestum öðrum kirkjugörðum landsins eru þeir bókstaflega kirkjugarðar, það er með kirkju sér við hlið.“ Engin hópúrsögn úr Þjóðkirkjunni Guðrún segist merkja það að fólk þyrsti eftir því að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. „Og ég er alveg tilbúin að gera það. Það er búið að reyna að ýta kristinni trú og kirkju út á jaðarinn, og ekkert bara þjóðkirkjunni. Stór hluti fólks hér á landi eru kristinnar trúar, það eru fleiri kristin trúfélög. Ef við skoðum íslenska ríkisborgara, þá eru nánast sjötíu prósent sem tilheyra þjóðkirkjunni. Þegar fólk er að tala um hópúrsagnir úr þjóðkirkjunni á það ekki við rök að styðjast,“ segir Guðrún Karls og heldur áfram: „Ef við skoðum fækkun í þjóðkirkjunni síðustu fimm ár, eru það fyrst og fremst börn, 0-17 ára sem eru ekki lengur með í kirkjunni. Það snýst um breytingar á skráningu í þjóðkirkjuna. Ekki þannig að þessi börn hafi öll tekið sig til og skráð sig úr þjóðkirkjunni.“
Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira