Ótrúleg 34 skota vítakeppni í slag Íslendingaliða Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 21:34 Sverrir Ingi Ingason í baráttunni við Kenneth Taylor í leiknum ótrúlega við Ajax í kvöld. Getty/Patrick Goosen Sumir leikmenn þurftu að taka tvær vítaspyrnur, svo löng var vítaspyrnukeppnin á milli Ajax og Panathinaikos í Amsterdam í kvöld þegar Ajax komst áfram í umspil Evrópudeildarinnar í fótbolta. Panathinaikos vann leikinn 1-0 en Ajax hafði unnið 1-0 útisigur í fyrri leiknum og því fór leikurinn í framlengingu, og svo vítaspyrnukeppni. Hvort lið tók 17 spyrnur í vítaspyrnukeppninni, sem þýðir jafnframt að sex leikmenn úr hvoru liði þurftu að taka tvær spyrnur. Það var þó alls ekki þannig að liðin nýttu allar spyrnurnar. Sverrir Ingi Ingason tók eina af spyrnum Panathinaikos en náði ekki að skora, og alls fóru sex spyrnur Panathinaikos forgörðum en aðeins fimm hjá Ajax. Reyndar klúðraði sami maður, Brian Brobbey, tveimur vítum fyrir Ajax en það kom ekki að sök. Kristian gat því fagnað sigri en hann var á varamannabekk Ajax allan tímann og því ekki einn af þeim sem tóku víti. Ajax mætir Jagiellonia Białystok frá Póllandi í umspili Evrópudeildarinnar. Þrjú víti nýtt í Ostrava Vítaspyrnukeppnin í Amsterdam var því afar ólík vítakeppninni í Ostrava í Tékklandi þar sem heimamenn í Baník mættu FC Kaupmannahöfn í Sambandsdeildinni. Orri Steinn Óskarsson og félagar fögnuðu sigri eftir vítakeppnina en heimamenn nýttu aðeins eina af fimm spyrnum, og FCK tvær af fjórum. Orri tók fyrsta víti FCK en náði ekki að nýta það, en það skipti á endanum engu máli. Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekk FCK. FCK mætir Kilmarnock frá Skotlandi í umspili Sambandsdeildarinnar. Landsliðsbakvörðurinn Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir sitt nýja lið Noah frá Armeníu sem gerði sér lítið fyrir og sló út AEK Aþenu, með 1-0 útisigri í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Armeníu í síðustu viku. Noah mætir Ruzomberok frá Slóvakíu í umspili Sambandsdeildarinnar. Andri Fannar, Eggert og Andri Lucas áfram Líkt og Ajax er sænska liðið Elfsborg komið í umspil Evrópudeildarinnar en liðið vann 2-0 heimasigur gegn Rijeka í dag, og þar með einvígið 3-1. Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson urðu að gera sér að góðu að sitja á varamannabekk Elfsborg allan leikinn. Elfsborg mætir Molde frá Noregi í umspilinu. Í Sambandsdeild Evrópu komst svo Gent, lið Andra Lucasar Guðjohnsen, áfram í umspilið líkt og Víkingar fyrr í dag. Gent sló út Silkeborg eftir framlengdan leik í Belgíu í kvöld, þar sem sigurmarkið kom á 118. mínútu og leikurinn endaði 3-2, og einvígið 5-4. Gent mætir Partizan frá Serbíu í umspilinu. Panathinaikos fær einnig að spila í umspili Sambandsdeildarinnar og mætir þar franska liðinu Lens í næstu viku. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Panathinaikos vann leikinn 1-0 en Ajax hafði unnið 1-0 útisigur í fyrri leiknum og því fór leikurinn í framlengingu, og svo vítaspyrnukeppni. Hvort lið tók 17 spyrnur í vítaspyrnukeppninni, sem þýðir jafnframt að sex leikmenn úr hvoru liði þurftu að taka tvær spyrnur. Það var þó alls ekki þannig að liðin nýttu allar spyrnurnar. Sverrir Ingi Ingason tók eina af spyrnum Panathinaikos en náði ekki að skora, og alls fóru sex spyrnur Panathinaikos forgörðum en aðeins fimm hjá Ajax. Reyndar klúðraði sami maður, Brian Brobbey, tveimur vítum fyrir Ajax en það kom ekki að sök. Kristian gat því fagnað sigri en hann var á varamannabekk Ajax allan tímann og því ekki einn af þeim sem tóku víti. Ajax mætir Jagiellonia Białystok frá Póllandi í umspili Evrópudeildarinnar. Þrjú víti nýtt í Ostrava Vítaspyrnukeppnin í Amsterdam var því afar ólík vítakeppninni í Ostrava í Tékklandi þar sem heimamenn í Baník mættu FC Kaupmannahöfn í Sambandsdeildinni. Orri Steinn Óskarsson og félagar fögnuðu sigri eftir vítakeppnina en heimamenn nýttu aðeins eina af fimm spyrnum, og FCK tvær af fjórum. Orri tók fyrsta víti FCK en náði ekki að nýta það, en það skipti á endanum engu máli. Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekk FCK. FCK mætir Kilmarnock frá Skotlandi í umspili Sambandsdeildarinnar. Landsliðsbakvörðurinn Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir sitt nýja lið Noah frá Armeníu sem gerði sér lítið fyrir og sló út AEK Aþenu, með 1-0 útisigri í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Armeníu í síðustu viku. Noah mætir Ruzomberok frá Slóvakíu í umspili Sambandsdeildarinnar. Andri Fannar, Eggert og Andri Lucas áfram Líkt og Ajax er sænska liðið Elfsborg komið í umspil Evrópudeildarinnar en liðið vann 2-0 heimasigur gegn Rijeka í dag, og þar með einvígið 3-1. Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson urðu að gera sér að góðu að sitja á varamannabekk Elfsborg allan leikinn. Elfsborg mætir Molde frá Noregi í umspilinu. Í Sambandsdeild Evrópu komst svo Gent, lið Andra Lucasar Guðjohnsen, áfram í umspilið líkt og Víkingar fyrr í dag. Gent sló út Silkeborg eftir framlengdan leik í Belgíu í kvöld, þar sem sigurmarkið kom á 118. mínútu og leikurinn endaði 3-2, og einvígið 5-4. Gent mætir Partizan frá Serbíu í umspilinu. Panathinaikos fær einnig að spila í umspili Sambandsdeildarinnar og mætir þar franska liðinu Lens í næstu viku.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira