Spá áframhaldandi óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2024 11:25 Peningastefnunefnd kemur saman í næstu viku til að ákvarða stýrivexti. Þeir hafa verið óbreyttir, 9,25 prósent, frá því í ágúst í fyrra. Vísir/Vilhelm Landsbankinn spáir því að Peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum þegar nefndin kemur saman í næstu viku. Í frétt á vef bankans segir að verðbólga hafi aukist umfram væntingar í júlí. Þó hún hafi verið almennt á niðurleið undanfarið hafi hjöðnunin verið hægari en vonir stóðu til. Í ágúst hafa stýrivextir verið 9,25 prósent í heilt ár og telur bankinn því að peningastefnunefndin haldi óbreyttum í næstu viku, sjötta skiptið í röð. Í frétt bankans segir að síðustu ákvarðanir nefndarinnar hafi verið markaðar af mikilli óvissu á Reykjanesi vegna jarðhræringa auk óvissu tengdum kjarasamningum. Ákvörðunin sem verði tekin í næstu viku muni að öllum líkindum byggja á því hversu hægt verðbólgan hjaðnar. Þá segir einnig að þegar nefndin kom síðasta saman, í maí, hafi verðbólga staðið í 6 prósentum. „Þá hafði hún hjaðnað nokkuð hressilega mánuðina á undan en vextir haldist óbreyttir. Síðan hefur verðbólga aftur á móti aukist lítillega á ný og var 6,3% í júlí. Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu hafa því lækkað um 0,3 prósentustig. Ef verðbólgan hefði haldið áfram að hjaðna duglega í sumar hefði hugsanlega mátt gera ráð fyrir lítilsháttar vaxtalækkun, en í ljósi nýjustu vendinga í vísitölu neysluverðs teljum við nánast útilokað að nefndin hefji vaxtalækkunarferli í næstu viku,“ segir í frétt bankans. Í frétt bankans er einnig fjallað um vísitölu íbúðaverðs, sem hefur hækkað stöðugt síðustu mánuði, og undirliggjandi verðbólguþrýsting. „Árshækkun vísitölu íbúðaverðs var 9,1% í júní og hefur ekki verið svo mikil síðan í febrúar 2023. Árshækkun raunverðs íbúða, þ.e. vísitala íbúðaverðs á móti vísitölu neysluverðs án húsnæðis, mældist 5,0% í júní og hækkaði úr 4,0% í maí. Árshækkun raunverðs hefur ekki verið meiri síðan í janúar 2023,“ segir á vef bankans og að kaupsamningum hafi einnig fjölgað verulega á milli ára. Því séu merki á markaði um líflegan íbúðamarkað en það verði að hafa þar í huga innkomu Grindvíkinga í kjölfar uppkaupa Þórkötlu fasteignafélags. Hafa tekin varfærin skref Á vef bankans segir að þó svo að verðbólga hafi aukist lítillega hafi verðbólguvæntingar þróast í hagstæða átt á flesta mælikvarða. Ein vísbending sé verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Verðbólguvæntingar geti haft mikið að segja um verðbólguhorfur og peningastefnunefnd sé mikið í mun að koma böndum á þær. „Peningastefnunefnd hefur tekið varfærin skref síðustu mánuði og haldið vöxtum óbreyttum í heilt ár. Fyrst nefndinni þótti auknar líkur á því á síðasta fundi að taumhaldið væri hæfilegt er erfitt að færa rök fyrir vaxtalækkun í næstu viku, enda hefur verðbólga aukist lítillega frá því síðast. Þótt vissulega hafi hagvaxtarhorfur einnig versnað í ljósi mikils samdráttar á fyrsta ársfjórðungi ber að hafa í huga að samdrátturinn skýrðist af birgðabreytingum en ekki samdrætti í hagstærðum á borð við einkaneyslu og fjárfestingu,“ segir að lokum í frétt bankans og að enn sé eftirspurnarþrýstingur á íbúðamarkaði og ekki farið að bera á verulega auknu atvinnuleysi. „Því teljum við að peningastefnunefnd telji áfram þörf á þéttu peningalegu aðhaldi og sjái ekki ástæðu til að óttast ofkólnun í hagkerfinu að svo stöddu.“ Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10 Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. 24. júlí 2024 12:18 Biðin eftir vaxtalækkun gæti lengst enn frekar Hagfræðideild Landsbankans segir það hugsanlegt að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Það fari allt eftir því hvenær verðbólga og verðbólguvæntingar benda til frekari hjöðnunar. 1. júlí 2024 14:43 Flýta ekki vaxtaákvörðun þrátt fyrir áköll Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vill að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega sem allra fyrst. Seðlabankinn segir að ekki sé til skoðunar að flýta næstu vaxtaákvörðun. 28. júní 2024 12:43 Lækkuðu stýrivexti í Evrópu í fyrsta sinn síðan 2019 Seðlabankinn í Evrópu lækkaði í dag stýrivexti bankans í fyrsta sinn síðan 2019. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ástæða lækkunar sé að verð hækki eins hratt og að þau séu á góðri leið að ná verðbólgumarkmiðum sínum sem eru tvö prósent. Bankinn lækkaði stýrivextina um 0,25 prósentustig í 3,75 prósent úr fjögur prósent en þeir höfðu verið fastir í fjögur prósent frá september 2023. 6. júní 2024 19:19 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í ágúst hafa stýrivextir verið 9,25 prósent í heilt ár og telur bankinn því að peningastefnunefndin haldi óbreyttum í næstu viku, sjötta skiptið í röð. Í frétt bankans segir að síðustu ákvarðanir nefndarinnar hafi verið markaðar af mikilli óvissu á Reykjanesi vegna jarðhræringa auk óvissu tengdum kjarasamningum. Ákvörðunin sem verði tekin í næstu viku muni að öllum líkindum byggja á því hversu hægt verðbólgan hjaðnar. Þá segir einnig að þegar nefndin kom síðasta saman, í maí, hafi verðbólga staðið í 6 prósentum. „Þá hafði hún hjaðnað nokkuð hressilega mánuðina á undan en vextir haldist óbreyttir. Síðan hefur verðbólga aftur á móti aukist lítillega á ný og var 6,3% í júlí. Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu hafa því lækkað um 0,3 prósentustig. Ef verðbólgan hefði haldið áfram að hjaðna duglega í sumar hefði hugsanlega mátt gera ráð fyrir lítilsháttar vaxtalækkun, en í ljósi nýjustu vendinga í vísitölu neysluverðs teljum við nánast útilokað að nefndin hefji vaxtalækkunarferli í næstu viku,“ segir í frétt bankans. Í frétt bankans er einnig fjallað um vísitölu íbúðaverðs, sem hefur hækkað stöðugt síðustu mánuði, og undirliggjandi verðbólguþrýsting. „Árshækkun vísitölu íbúðaverðs var 9,1% í júní og hefur ekki verið svo mikil síðan í febrúar 2023. Árshækkun raunverðs íbúða, þ.e. vísitala íbúðaverðs á móti vísitölu neysluverðs án húsnæðis, mældist 5,0% í júní og hækkaði úr 4,0% í maí. Árshækkun raunverðs hefur ekki verið meiri síðan í janúar 2023,“ segir á vef bankans og að kaupsamningum hafi einnig fjölgað verulega á milli ára. Því séu merki á markaði um líflegan íbúðamarkað en það verði að hafa þar í huga innkomu Grindvíkinga í kjölfar uppkaupa Þórkötlu fasteignafélags. Hafa tekin varfærin skref Á vef bankans segir að þó svo að verðbólga hafi aukist lítillega hafi verðbólguvæntingar þróast í hagstæða átt á flesta mælikvarða. Ein vísbending sé verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Verðbólguvæntingar geti haft mikið að segja um verðbólguhorfur og peningastefnunefnd sé mikið í mun að koma böndum á þær. „Peningastefnunefnd hefur tekið varfærin skref síðustu mánuði og haldið vöxtum óbreyttum í heilt ár. Fyrst nefndinni þótti auknar líkur á því á síðasta fundi að taumhaldið væri hæfilegt er erfitt að færa rök fyrir vaxtalækkun í næstu viku, enda hefur verðbólga aukist lítillega frá því síðast. Þótt vissulega hafi hagvaxtarhorfur einnig versnað í ljósi mikils samdráttar á fyrsta ársfjórðungi ber að hafa í huga að samdrátturinn skýrðist af birgðabreytingum en ekki samdrætti í hagstærðum á borð við einkaneyslu og fjárfestingu,“ segir að lokum í frétt bankans og að enn sé eftirspurnarþrýstingur á íbúðamarkaði og ekki farið að bera á verulega auknu atvinnuleysi. „Því teljum við að peningastefnunefnd telji áfram þörf á þéttu peningalegu aðhaldi og sjái ekki ástæðu til að óttast ofkólnun í hagkerfinu að svo stöddu.“
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10 Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. 24. júlí 2024 12:18 Biðin eftir vaxtalækkun gæti lengst enn frekar Hagfræðideild Landsbankans segir það hugsanlegt að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Það fari allt eftir því hvenær verðbólga og verðbólguvæntingar benda til frekari hjöðnunar. 1. júlí 2024 14:43 Flýta ekki vaxtaákvörðun þrátt fyrir áköll Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vill að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega sem allra fyrst. Seðlabankinn segir að ekki sé til skoðunar að flýta næstu vaxtaákvörðun. 28. júní 2024 12:43 Lækkuðu stýrivexti í Evrópu í fyrsta sinn síðan 2019 Seðlabankinn í Evrópu lækkaði í dag stýrivexti bankans í fyrsta sinn síðan 2019. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ástæða lækkunar sé að verð hækki eins hratt og að þau séu á góðri leið að ná verðbólgumarkmiðum sínum sem eru tvö prósent. Bankinn lækkaði stýrivextina um 0,25 prósentustig í 3,75 prósent úr fjögur prósent en þeir höfðu verið fastir í fjögur prósent frá september 2023. 6. júní 2024 19:19 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10
Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. 24. júlí 2024 12:18
Biðin eftir vaxtalækkun gæti lengst enn frekar Hagfræðideild Landsbankans segir það hugsanlegt að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Það fari allt eftir því hvenær verðbólga og verðbólguvæntingar benda til frekari hjöðnunar. 1. júlí 2024 14:43
Flýta ekki vaxtaákvörðun þrátt fyrir áköll Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vill að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega sem allra fyrst. Seðlabankinn segir að ekki sé til skoðunar að flýta næstu vaxtaákvörðun. 28. júní 2024 12:43
Lækkuðu stýrivexti í Evrópu í fyrsta sinn síðan 2019 Seðlabankinn í Evrópu lækkaði í dag stýrivexti bankans í fyrsta sinn síðan 2019. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ástæða lækkunar sé að verð hækki eins hratt og að þau séu á góðri leið að ná verðbólgumarkmiðum sínum sem eru tvö prósent. Bankinn lækkaði stýrivextina um 0,25 prósentustig í 3,75 prósent úr fjögur prósent en þeir höfðu verið fastir í fjögur prósent frá september 2023. 6. júní 2024 19:19