Af hverju eru Bandaríkjamenn svona lélegir í boðhlaupi? Siggeir Ævarsson skrifar 10. ágúst 2024 09:00 Christian Coleman reynir af veikum mætti að rétta Kenneth Bednarek keflið í hlaupinu í gær. vísir/Getty Enn eina Ólympíuleikana komst karlaboðhlaupssveit Bandaríkjanna ekki á verðlaunapall í 4x100 metra boðhlaupi eftir að liðið var dæmt úr leik í úrslitum í gær. Tuttugu ár eru liðin síðan Bandaríkin unnu síðast til verðlauna í greininni. Bandaríkin hafa undanfarin ár átt marga af sterkustu hlaupurum heims en þeim hefur engu að síður mistekist trekk í trekk að vinna til verðlauna í 4 x 100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum. Liðið þótti sigurstranglegt í ár, jafnvel þó svo að Noah Lyles hafi þurft að draga sig úr keppni vegna covid smits. En liðið komst ekki einu sinni upp úr undanriðlinum. Skiptin hjá Christian Coleman og Kenny Bednarek voru algjörlega misheppnuð og þegar Bednarek komst loks af stað kom í ljós að skiptin voru ólögleg og liðið var dæmt úr keppni. Ótrúleg hrakfallasaga og misheppnuð skipti trekk í trekk Bandaríska liðið vann greinina árið 2000 en síðustu verðlaun liðsins komu í hús í 2004 þegar liðið endaði í öðru sæti eftir misheppnuð skipti sem kostuðu liðið sigurinn. 2008 missti liðið keflið og komst ekki upp úr undanriðli. 2012 náði liðið öðru sæti á eftir Jamaíku en var síðan dæmt úr leik vegna lyfjamisnotkunar Tyson Gay. 2016 var liðið dæmt úr leik í úrslitum eftir misheppnuð skipti og árið 2021 náði liðið ekki í úrslit, enn á ný eftir misheppnuð skipti. Misheppnuð skipti eru eins og rauður þráður í þessari upptalningu. Það er engu líkara en hlaupararnir kunni einfaldlega ekki að rétta keflið á milli. Carl Lewis, sem vann níu sinnum til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, er ekki sáttur við þjálfun liðsins og hefur kallað eftir því að kerfið verði sprengt upp og vandar þjálfurum liðsins ekki kveðjurnar. It is time to blow up the system. This continues to be completely unacceptable. It is clear that EVERYONE at @usatf is more concerned with relationships than winning. No athlete should step on the track and run another relay until this program is changed from top to bottom. https://t.co/Re6THj8QTm— Carl Lewis (@Carl_Lewis) August 9, 2024 Það er þó vert að halda því til haga að þetta sama þjálfarateymi stýrði kvennaliði Bandaríkjanna til sigurs í sömu grein en kvennasveitin hefur alls unnið gullið tólf sinnum og virðist hreinlega bara vera mun betur samstillt en karlasveitin. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Fleiri fréttir „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Bandaríkin hafa undanfarin ár átt marga af sterkustu hlaupurum heims en þeim hefur engu að síður mistekist trekk í trekk að vinna til verðlauna í 4 x 100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum. Liðið þótti sigurstranglegt í ár, jafnvel þó svo að Noah Lyles hafi þurft að draga sig úr keppni vegna covid smits. En liðið komst ekki einu sinni upp úr undanriðlinum. Skiptin hjá Christian Coleman og Kenny Bednarek voru algjörlega misheppnuð og þegar Bednarek komst loks af stað kom í ljós að skiptin voru ólögleg og liðið var dæmt úr keppni. Ótrúleg hrakfallasaga og misheppnuð skipti trekk í trekk Bandaríska liðið vann greinina árið 2000 en síðustu verðlaun liðsins komu í hús í 2004 þegar liðið endaði í öðru sæti eftir misheppnuð skipti sem kostuðu liðið sigurinn. 2008 missti liðið keflið og komst ekki upp úr undanriðli. 2012 náði liðið öðru sæti á eftir Jamaíku en var síðan dæmt úr leik vegna lyfjamisnotkunar Tyson Gay. 2016 var liðið dæmt úr leik í úrslitum eftir misheppnuð skipti og árið 2021 náði liðið ekki í úrslit, enn á ný eftir misheppnuð skipti. Misheppnuð skipti eru eins og rauður þráður í þessari upptalningu. Það er engu líkara en hlaupararnir kunni einfaldlega ekki að rétta keflið á milli. Carl Lewis, sem vann níu sinnum til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, er ekki sáttur við þjálfun liðsins og hefur kallað eftir því að kerfið verði sprengt upp og vandar þjálfurum liðsins ekki kveðjurnar. It is time to blow up the system. This continues to be completely unacceptable. It is clear that EVERYONE at @usatf is more concerned with relationships than winning. No athlete should step on the track and run another relay until this program is changed from top to bottom. https://t.co/Re6THj8QTm— Carl Lewis (@Carl_Lewis) August 9, 2024 Það er þó vert að halda því til haga að þetta sama þjálfarateymi stýrði kvennaliði Bandaríkjanna til sigurs í sömu grein en kvennasveitin hefur alls unnið gullið tólf sinnum og virðist hreinlega bara vera mun betur samstillt en karlasveitin.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Fleiri fréttir „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira