Hörður Torfason biður Samtökin 78 afsökunar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2024 16:48 Hörður Torfason er söngvaskáld og brautryðjandi í réttindabaráttu samkynhneigðra. Vísir/GVA Hörður Torfason hefur beðið Auði Magndísi Auðardóttur og fyrrverandi stjórn Samtakanna 78 undir stjórn Hilmars Hildar Magnúsar afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali við DV árið 2018. Í viðtalinu talaði hann um að Samtökin hefðu sætt yfirtöku og verið rænt af hópi BDSM fólks. Árið 2016 fengu BDSM-samtök Íslands aðild að Samtökunum 78, hagsmunafélagi hinsegin fólks á Íslandi, en aðildarumsóknin var mikið hitamál og nokkur hópur fólks sagði sig úr samtökunum þegar hún var samþykkt. Hörður Torfason var stofnandi Samtakanna 78 á sínum tíma og var mjög virkur í starfi þeirra til ársins 1993. Hann var einn þeirra sem var mótfallinn aðild BDSM samtakanna. Í viðtali við DV árið 2018, sagði hann að Samtökin hefðu sætt yfirtöku og verið rænt af hópi BDSM fólks. „Það hafa orðið miklar sviptingar og þetta eru ekki þau samtök sem ég stofnaði árið 1978. Við vorum félagsskapur og fjölskylda en seinna varð þarna yfirtaka og upprunalegu gildunum ýtt út. Í dag eru samtökin mér mjög framandi og það þarf að skoða alvarlega hvað er að gerast þarna því þetta er rekið með opinberu fé,“ sagði Hörður í viðtalinu. „Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér“ Hörður baðst svo afsökunar á ummælunum á Facebook í dag. „Ég á mér engar málsbætur og ætla ekki að vera að teygja lopann. Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér og byggði á upplýsingum sem ég hafði átt að kanna betur,“ segir Hörður. Honum þykir miður að orð hans hafi verið notuð til að vinna gegn umræddu fólki og Samtökunum 78. Hinsegin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Árið 2016 fengu BDSM-samtök Íslands aðild að Samtökunum 78, hagsmunafélagi hinsegin fólks á Íslandi, en aðildarumsóknin var mikið hitamál og nokkur hópur fólks sagði sig úr samtökunum þegar hún var samþykkt. Hörður Torfason var stofnandi Samtakanna 78 á sínum tíma og var mjög virkur í starfi þeirra til ársins 1993. Hann var einn þeirra sem var mótfallinn aðild BDSM samtakanna. Í viðtali við DV árið 2018, sagði hann að Samtökin hefðu sætt yfirtöku og verið rænt af hópi BDSM fólks. „Það hafa orðið miklar sviptingar og þetta eru ekki þau samtök sem ég stofnaði árið 1978. Við vorum félagsskapur og fjölskylda en seinna varð þarna yfirtaka og upprunalegu gildunum ýtt út. Í dag eru samtökin mér mjög framandi og það þarf að skoða alvarlega hvað er að gerast þarna því þetta er rekið með opinberu fé,“ sagði Hörður í viðtalinu. „Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér“ Hörður baðst svo afsökunar á ummælunum á Facebook í dag. „Ég á mér engar málsbætur og ætla ekki að vera að teygja lopann. Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér og byggði á upplýsingum sem ég hafði átt að kanna betur,“ segir Hörður. Honum þykir miður að orð hans hafi verið notuð til að vinna gegn umræddu fólki og Samtökunum 78.
Hinsegin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira