Keppendur Ísrael fengu hótanir um endurtekningu á 1972 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2024 12:22 Fregnir hafa borist af sniðgöngu annarra þátttakenda gagnvart keppendum Ísrael. AP/Eugene Hoshiko Fyrrverandi yfirmaður öryggismála Ólympíusveitar Ísrael hjá öryggisstofnuninni Shin Bet, segir að auka ætti öryggi keppenda landsins á Ólympíuleikunum í París í kjölfar árásar Hezbollah á þorp í Gólan-hæðum um helgina og aukinnar spennu á svæðinu. Ummælin lét Shmulik Philosof falla í samtali við New York Times en Ísrael er eitt fárra ríkja sem lætur sér ekki nægja öryggisgæslu gestgjafans á Ólympíuleikunum og er einnig með eigin gæslu. Gæsla þátttakenda Ísrael á Ólympíuleikunum var aukin verulega í kjölfar þess að ellefu íþróttamenn og þjálfarar voru myrtir á leikunum í Munchen árið 1972. Samkvæmt New York Times bárust íþróttamönnum landsins tölvupóstar í aðdraganda leikanna í París, þar sem því var hótað að leikurinn yrði endurtekinn nú. Leiða má líkur að því að hótanirnar og árás Hamas á Ísrael 7. október hafi orðið til þess að öryggisgæslan hafi verið aukin enn frekar. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að undirbúningur Shin Bet fyrir Ólympíuleikana í París hafi staðið yfir í um tvö ár og falið í sér fjölda funda með öryggisyfirvöldum í Frakklandi. Þá greindi menningar- og íþróttamálaráðherrann Miki Zohar frá því í júní að fjárheimildin vegna öryggis íþróttamannanna hefði verið aukin um 50 prósent. Ísraelsku keppendurnir hafa sagt frá því hvernig þeir forðast að sýna það þegar þeir ferðast að þeir séu frá Ísrael. „Þetta hefur alltaf verið svona,“ sagði maraþonhlauparinn Maor Tiyouri. „Þetta er erfitt en þetta er bara veruleikinn og ef það þýðir að ég er öruggari þá er þetta bara það sem ég þarf að gera,“ sagði hún um feluleikinn. Íþróttafólkinu hefur verið ráðlagt frá því að taka þátt í umræðum eða mótmælum og þá eru þeir hvattir til að tjá sig ekki um stríðið. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Ummælin lét Shmulik Philosof falla í samtali við New York Times en Ísrael er eitt fárra ríkja sem lætur sér ekki nægja öryggisgæslu gestgjafans á Ólympíuleikunum og er einnig með eigin gæslu. Gæsla þátttakenda Ísrael á Ólympíuleikunum var aukin verulega í kjölfar þess að ellefu íþróttamenn og þjálfarar voru myrtir á leikunum í Munchen árið 1972. Samkvæmt New York Times bárust íþróttamönnum landsins tölvupóstar í aðdraganda leikanna í París, þar sem því var hótað að leikurinn yrði endurtekinn nú. Leiða má líkur að því að hótanirnar og árás Hamas á Ísrael 7. október hafi orðið til þess að öryggisgæslan hafi verið aukin enn frekar. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að undirbúningur Shin Bet fyrir Ólympíuleikana í París hafi staðið yfir í um tvö ár og falið í sér fjölda funda með öryggisyfirvöldum í Frakklandi. Þá greindi menningar- og íþróttamálaráðherrann Miki Zohar frá því í júní að fjárheimildin vegna öryggis íþróttamannanna hefði verið aukin um 50 prósent. Ísraelsku keppendurnir hafa sagt frá því hvernig þeir forðast að sýna það þegar þeir ferðast að þeir séu frá Ísrael. „Þetta hefur alltaf verið svona,“ sagði maraþonhlauparinn Maor Tiyouri. „Þetta er erfitt en þetta er bara veruleikinn og ef það þýðir að ég er öruggari þá er þetta bara það sem ég þarf að gera,“ sagði hún um feluleikinn. Íþróttafólkinu hefur verið ráðlagt frá því að taka þátt í umræðum eða mótmælum og þá eru þeir hvattir til að tjá sig ekki um stríðið.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira