Máttu ekki synja kvikmyndagerðarmanni um eftirvinnslustyrk Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. ágúst 2024 15:02 Kvikmyndamiðstöð Íslands er til húsa við Hverfisgötu 54, fyrir ofan Bíó Paradís. Vísir/Vilhelm Ákvörðun Kvikmyndamiðstöðvar Íslands um að synja kvikmyndagerðarmanni um eftirvinnslustyrk vegna kvikmyndaverkefnis á þeim grundvelli að hún hafi verið illa klippt, fyrirsjáanleg og yfirborðskennd, hefur verið felld úr gildi. Menningar- og viðskiptaráðuneytið kvað upp úrskurð í málinu á dögunum. Í úrskurðinum, sem birtist á vef Stjórnarráðsins í dag, kemur fram að kvikmyndagerðarmaðurinn hafi sótt um eftirvinnslustyrk fyrir kvikmyndaverkefni í byrjun árs 2020. Í mars sama ár hafi kvikmyndagerðarmaðurinn verið kallaður á fund tveggja kvikmyndaráðgjafa. Annar þeirra hafi gefið þá umsögn að myndin væri ekki nógu vel klippt og lagt til að umsóknin yrði dregin til baka, myndin betur klippt og nýrri umsókn skilað inn í kjölfarið. Kvikmyndagerðarmaðurinn hafi fallist á það og dregið umsóknina til baka viku síðar og síðar skilað inn nýrri umsókn. Í október sama ár hafi kvikmyndagerðarmanninum borist synjun frá Kvikmyndamiðstöðinni auk umsagnar eins kvikmyndaráðgjafa. Hann hafi fundað með fulltrúum frá Kvikmyndastöðinni til að rukka þá um útskýringar á synjuninni. Þeim sem sátu fundinn beri aftur á móti ekki saman um hvað fór þar fram. Synjun byggi á ómálefnalegum sjónarmiðum Úrskurður KMÍ var kærður til menningar- og viðskiptaráðuneytisins í maí 2021. Í málsástæðum kæranda bendir hann á að seinni umsögn kvikmyndaráðgjafa hafi legið fyrir í ágúst 2020, tæpum tveimur mánuðum áður en hún var kynnt kæranda samhliða synjuninni. Kvikmyndagerðarmaðurinn telur að honum hefði átt að vera gefinn kostur á að njóta andmælaréttar um umsögnina áður en ákvörðun var tekin í málinu. Þá telur kærandinn að Kvikmyndamiðstöðin hafi ekki sinnt leiðbeiningarskyldu sinni og vísar til þess að ráðgjafarnir hafi lagt til við hann að draga umsóknina til baka og klippa myndina betur, sem hann og gerði. Hann telur ráðleggingarnar hins vegar hafa farið gegn hagsmunum sínum, hann hefði verið betur settur ef hann hefði fengið synjunina strax enn ekki lagt inn þá aukavinnu sem fór í að betrumbæta myndina. Enn fremur telur hann að Kvikmyndamiðstöðin hefði þurft að upplýsa hann um fleiri breytingar sem gera þyrfti á myndinni heldur en einungis klippingu myndarinnar til þess að honum hefði verið gefinn kostur á styrknum. Hann vísar í leiðbeiningarskyldu Kvikmyndamiðstöðvarinnar um að henni beri að leiðbeina honum um rétt sinn til að óska eftir umsögn annars kvikmyndaráðgjafa áður en niðurstaða lá fyrir í málinu. Þá þótti kvikmyndagerðarmanninum ástæður þess að umsókn hans var synjað byggja á ómálefnalegum sjónarmiðum, sem eigi ekki stoð í reglum um sjóðinn né þeim markmiðum sem sjóðurinn eigi að vinna að. Fram kemur í úrskurðinum að í umsögn kvikmyndaráðgjafa segi að hvorki persónur, frásagnauppbygging, stíll né innihald efnisins skilji mikið eftir sig eða bjóði upp á sterkt kvikmyndaverk. Þá sé kvikmyndin sögð fyrirsjáanleg og yfirborðskennd. Lofuðu aldrei samþykkt Í umsögn Kvikmyndamiðstöðvar Íslands er því hafnað að óraunsæjar kröfur hafi verið gerðar til verks kærandans. Þá er því hafnað að kvikmyndagerðarmanninum hafi verið lofað að hann fengi styrk ef myndin yrði betur klippt, slíkt loforð hefði verið í andstöðu við þær reglur sem gilda um Kvikmyndamiðstöðina. Miðstöðin hafnar því jafnframt að hafa valdið kvikmyndagerðarmanninum tjóni og að ekki sé hægt að styrkja hvert einasta verkefni sem komi á borð hjá þeim. Í þessu tilviki hafi breytingar sem gerðar voru á myndinni milli umsóknanna tveggja ekki nægjanlegar til að réttlætanlegt yrði að veita myndinni styrk. Þá segir í umsögn KMÍ að hvergi í ferlinu hafi verið gefið í skyn að ef kvikmyndagerðarmaðurinn myndi senda inn nýja umsókn með betur klipptri mynd hlyti hún endilega styrk. Í ferlinu hafi verið margítrekað að engin endanleg ákvörðun hefði verið tekin um hvort viðkomandi hlyti styrkinn eða ekki. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að þeir annmarkar sem voru á ákvörðun Kvikmyndamiðstöðvarinnar séu taldir verulegir. Ákvörðunin um að synja kvikmyndagerðarmanninum um eftirvinnslustyrk sé því felld úr gildi. Ummælin um fyrirsjáanleika og yfirborðskennd gild Fram kom í rökstuðningi fyrir niðurstöðunni að samkvæmt lögum eigi forstöðumaður KMÍ að taka endanlega ákvörðun um veitingu fjárstuðnings úr Kvikmyndasjóði. Í umræddu máli sé hvergi að sjá að forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar hafi tekið þá ákvörðun, synjunin hafi einungis komið frá framleiðslustjóra sjóðsins. Ráðuneytið gat ekki fallist á mat kæranda um að ómálefnaleg sjónarmið hafi verið lögð til grundvallar ákvörðuninni um synjunina. Hlutverk kvikmyndaráðgjafa sé að leggja listrænt mat á umsóknir og þá skuli meðal annars litið til þess hvort kvikmynd uppfylli kröfur um gæði, listrænt framlag og nýsköpun. Umsögn kvikmyndaráðgjafans hafi falið í sér mat á þeim atriðum sem honum hafi verið ætlað að meta. Þá er mat ráðuneytisins að KMÍ hafi brotið reglur með því að hafa ekki veitt kvikmyndagerðarmanninum andmælarétt með því að hafa ekki veitt honum kost á að gera athugasemdir við umsögnina áður en hann fékk synjunina, en sem fyrr segir fékk hann umsögnina samhliða synjuninni. Loks beindi ráðuneytið því til Kvikmyndamiðstöðvar að kynna framvegis aðilum í málum sem þessum rétt sinn til að fá mat annars kvikmyndaráðgjafa við synjun á umsókn um styrk úr Kvikmyndasjóði. Synjuninni á kvikmyndinni sem hér um ræðir hafi einungis fylgt umsögn eins ráðgjafa. Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Segir starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar einkennast af klíkuskap og valdníðslu Hjálmar Einarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ritað afar harðorða grein þar sem hann lýsir ófremdarástandi innan kvikmyndageirans sem rekja megi til vinnubragða Kvikmyndamiðstöðvar Íslands; að úthlutanir úr kvikmyndasjóði séu undirorpnar klíkuskap og vinahygli. 27. október 2022 10:49 Segir grátlegt að hafa verið dregin á asnaeyrum í átta ár af kvikmyndasjóði Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona með meiru, birtir mikla grein á Vísi þar sem hún lýsir sannkallaðri píslargöngu sinni með handrit sem stöðugt var vísað frá af Kvikmyndasjóði Íslands. 28. september 2022 12:52 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Í úrskurðinum, sem birtist á vef Stjórnarráðsins í dag, kemur fram að kvikmyndagerðarmaðurinn hafi sótt um eftirvinnslustyrk fyrir kvikmyndaverkefni í byrjun árs 2020. Í mars sama ár hafi kvikmyndagerðarmaðurinn verið kallaður á fund tveggja kvikmyndaráðgjafa. Annar þeirra hafi gefið þá umsögn að myndin væri ekki nógu vel klippt og lagt til að umsóknin yrði dregin til baka, myndin betur klippt og nýrri umsókn skilað inn í kjölfarið. Kvikmyndagerðarmaðurinn hafi fallist á það og dregið umsóknina til baka viku síðar og síðar skilað inn nýrri umsókn. Í október sama ár hafi kvikmyndagerðarmanninum borist synjun frá Kvikmyndamiðstöðinni auk umsagnar eins kvikmyndaráðgjafa. Hann hafi fundað með fulltrúum frá Kvikmyndastöðinni til að rukka þá um útskýringar á synjuninni. Þeim sem sátu fundinn beri aftur á móti ekki saman um hvað fór þar fram. Synjun byggi á ómálefnalegum sjónarmiðum Úrskurður KMÍ var kærður til menningar- og viðskiptaráðuneytisins í maí 2021. Í málsástæðum kæranda bendir hann á að seinni umsögn kvikmyndaráðgjafa hafi legið fyrir í ágúst 2020, tæpum tveimur mánuðum áður en hún var kynnt kæranda samhliða synjuninni. Kvikmyndagerðarmaðurinn telur að honum hefði átt að vera gefinn kostur á að njóta andmælaréttar um umsögnina áður en ákvörðun var tekin í málinu. Þá telur kærandinn að Kvikmyndamiðstöðin hafi ekki sinnt leiðbeiningarskyldu sinni og vísar til þess að ráðgjafarnir hafi lagt til við hann að draga umsóknina til baka og klippa myndina betur, sem hann og gerði. Hann telur ráðleggingarnar hins vegar hafa farið gegn hagsmunum sínum, hann hefði verið betur settur ef hann hefði fengið synjunina strax enn ekki lagt inn þá aukavinnu sem fór í að betrumbæta myndina. Enn fremur telur hann að Kvikmyndamiðstöðin hefði þurft að upplýsa hann um fleiri breytingar sem gera þyrfti á myndinni heldur en einungis klippingu myndarinnar til þess að honum hefði verið gefinn kostur á styrknum. Hann vísar í leiðbeiningarskyldu Kvikmyndamiðstöðvarinnar um að henni beri að leiðbeina honum um rétt sinn til að óska eftir umsögn annars kvikmyndaráðgjafa áður en niðurstaða lá fyrir í málinu. Þá þótti kvikmyndagerðarmanninum ástæður þess að umsókn hans var synjað byggja á ómálefnalegum sjónarmiðum, sem eigi ekki stoð í reglum um sjóðinn né þeim markmiðum sem sjóðurinn eigi að vinna að. Fram kemur í úrskurðinum að í umsögn kvikmyndaráðgjafa segi að hvorki persónur, frásagnauppbygging, stíll né innihald efnisins skilji mikið eftir sig eða bjóði upp á sterkt kvikmyndaverk. Þá sé kvikmyndin sögð fyrirsjáanleg og yfirborðskennd. Lofuðu aldrei samþykkt Í umsögn Kvikmyndamiðstöðvar Íslands er því hafnað að óraunsæjar kröfur hafi verið gerðar til verks kærandans. Þá er því hafnað að kvikmyndagerðarmanninum hafi verið lofað að hann fengi styrk ef myndin yrði betur klippt, slíkt loforð hefði verið í andstöðu við þær reglur sem gilda um Kvikmyndamiðstöðina. Miðstöðin hafnar því jafnframt að hafa valdið kvikmyndagerðarmanninum tjóni og að ekki sé hægt að styrkja hvert einasta verkefni sem komi á borð hjá þeim. Í þessu tilviki hafi breytingar sem gerðar voru á myndinni milli umsóknanna tveggja ekki nægjanlegar til að réttlætanlegt yrði að veita myndinni styrk. Þá segir í umsögn KMÍ að hvergi í ferlinu hafi verið gefið í skyn að ef kvikmyndagerðarmaðurinn myndi senda inn nýja umsókn með betur klipptri mynd hlyti hún endilega styrk. Í ferlinu hafi verið margítrekað að engin endanleg ákvörðun hefði verið tekin um hvort viðkomandi hlyti styrkinn eða ekki. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að þeir annmarkar sem voru á ákvörðun Kvikmyndamiðstöðvarinnar séu taldir verulegir. Ákvörðunin um að synja kvikmyndagerðarmanninum um eftirvinnslustyrk sé því felld úr gildi. Ummælin um fyrirsjáanleika og yfirborðskennd gild Fram kom í rökstuðningi fyrir niðurstöðunni að samkvæmt lögum eigi forstöðumaður KMÍ að taka endanlega ákvörðun um veitingu fjárstuðnings úr Kvikmyndasjóði. Í umræddu máli sé hvergi að sjá að forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar hafi tekið þá ákvörðun, synjunin hafi einungis komið frá framleiðslustjóra sjóðsins. Ráðuneytið gat ekki fallist á mat kæranda um að ómálefnaleg sjónarmið hafi verið lögð til grundvallar ákvörðuninni um synjunina. Hlutverk kvikmyndaráðgjafa sé að leggja listrænt mat á umsóknir og þá skuli meðal annars litið til þess hvort kvikmynd uppfylli kröfur um gæði, listrænt framlag og nýsköpun. Umsögn kvikmyndaráðgjafans hafi falið í sér mat á þeim atriðum sem honum hafi verið ætlað að meta. Þá er mat ráðuneytisins að KMÍ hafi brotið reglur með því að hafa ekki veitt kvikmyndagerðarmanninum andmælarétt með því að hafa ekki veitt honum kost á að gera athugasemdir við umsögnina áður en hann fékk synjunina, en sem fyrr segir fékk hann umsögnina samhliða synjuninni. Loks beindi ráðuneytið því til Kvikmyndamiðstöðvar að kynna framvegis aðilum í málum sem þessum rétt sinn til að fá mat annars kvikmyndaráðgjafa við synjun á umsókn um styrk úr Kvikmyndasjóði. Synjuninni á kvikmyndinni sem hér um ræðir hafi einungis fylgt umsögn eins ráðgjafa.
Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Segir starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar einkennast af klíkuskap og valdníðslu Hjálmar Einarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ritað afar harðorða grein þar sem hann lýsir ófremdarástandi innan kvikmyndageirans sem rekja megi til vinnubragða Kvikmyndamiðstöðvar Íslands; að úthlutanir úr kvikmyndasjóði séu undirorpnar klíkuskap og vinahygli. 27. október 2022 10:49 Segir grátlegt að hafa verið dregin á asnaeyrum í átta ár af kvikmyndasjóði Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona með meiru, birtir mikla grein á Vísi þar sem hún lýsir sannkallaðri píslargöngu sinni með handrit sem stöðugt var vísað frá af Kvikmyndasjóði Íslands. 28. september 2022 12:52 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Segir starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar einkennast af klíkuskap og valdníðslu Hjálmar Einarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ritað afar harðorða grein þar sem hann lýsir ófremdarástandi innan kvikmyndageirans sem rekja megi til vinnubragða Kvikmyndamiðstöðvar Íslands; að úthlutanir úr kvikmyndasjóði séu undirorpnar klíkuskap og vinahygli. 27. október 2022 10:49
Segir grátlegt að hafa verið dregin á asnaeyrum í átta ár af kvikmyndasjóði Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona með meiru, birtir mikla grein á Vísi þar sem hún lýsir sannkallaðri píslargöngu sinni með handrit sem stöðugt var vísað frá af Kvikmyndasjóði Íslands. 28. september 2022 12:52