Uppgjörið: Fylkir - Fram 0-0 | Fátt um fína drætti hjá Fylki og Fram Hjörvar Ólafsson skrifar 31. júlí 2024 21:06 Fátt markvert gerðist í leik Fylkis og Fram. Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli þegar liðin leiddu saman hesta sína á Würth-völlinn í Árbæinn í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðanna buðu ekki upp á taumlausa skemmtun í haustveðrinu í Árbænum í kvöld. Kyle McLagan komst næst því að skora fyrir Fram í fyrri hálfleik og Haraldur Einar Ásgrímsson átti gott skot. Emil Ásmundsson fékk fínt færi fyrir Fylki en annað var það ekki. Þeir áhorfendur sem vonuðust til þess að kollegarnir Rúnar Páll Sigmundsson hjá Fylki og nafni hans Kristinsson hjá Fram næðu að blása lífi í lærisveina sína í hálfleik urðu ekki að ósk sinni. Hollenski framherjinn Djenario Daniels, sem gekk til liðs við Fram í vikunni, kom inná um miðjan seinni hálfleik en hann komst í góða stöðu skömmu eftir að hann kom inná. Orri Sveinn Segatta bjargaði hins vegar með góðri tæklingu. Það er til marks um skort Fylkis á framherjum að Ásgeir Eyþórsson spilaði síðustu 20 mínúturnar rúmar í fremstu víglínu hjá heimamönnum. Fylkir kom sér upp úr botnsæti deildarinnar með þessu stigi en liðið jafnaði Vestra að stigum. Liðin hafa 12 stig á botninum en Fylkir er með betri markatölu. HK er þar fyrir ofan fallsvæðið með sín 14 stig. Fram komst aftur á móti upp fyrir Stjörnuna en liðin hafa 23 stig í sjötta til sjöunda sæti og Fram er sæti ofar vegna hagstæðari markatölu. Atvik leiksins Það gladdi Fylkismenn mikið að sjá hinn uppalda Árbæingm, Daða Ólafsson, koma aftur inn á völlinn eftir erfið meiðsli og langa og stranga endurhæfingu eftir krossbandsslit sem hann varð fyrir í febrúar á síðasta ári. Daði var að spila sinn fyrsta leik síðan í september árið 2022 og gaman að sjá hann mættan til leiks loksins. Stjörnur og skúrkar Ólafur Kristófer Helgason var öruggur í sínum aðgerðum í marki Fylkis. Orri Sveinn Segatta bjargaði nokkrum sinnum með góðum tæklingum og Ragnar Bragi Sveinsson tók mikið til sín inni á miðsvæðinu hjá Fylki. Haraldur Einar Ásgrímsson átti nokkrar flottar rispur, fyrirgjafir og skot. Tiago skilaði boltanum vel frá sér af miðsvæðinu og Már Ægisson var sprækur. Dómari leiksins Það var ekkert upp á Vilhjálm Alvar Þórarinsson og hans teymi að klaga í þessum og af þeim sökum fá þeir átta í einkunn. Stemming og umgjörð Þeir rúmlega 500 áhorfendur sem lögðu leið sína í Lautina í kvöld eiga hrós skilið fyrir að mæta þrátt fyrir hryssingsveðrið sem og að tóra og klára þennan hrútleiðinlega leik. Skemmtanagildið var ekki mikið og fátt sem gladdi augu nærstaddra. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni í leik hjá Fylki. Vísir/Anton Brink Rúnar Páll: Hefðum getað stolið þessu „Þetta var bara mikill barningur og kannski ekki mikið fyrir augað þessi leikur. Liðin skiptust á að sækja og við hefðum getað stolið þessu með marki úr föstu leikatriði. Við tökum þessu stigi bara og höldum áfram. Veðrið hafði sín áhrif á þennan leik og það var erfitt að spila hérna í kvöld,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis. „Það vantaði brodd í sóknarleikinn hjá okkur og það sýnir kannski stöðuna hjá okkur hvað framherja varðar að við setjum Ásgeir upp á topp síðustu mínúturnar. Það eru mikil forföll hjá framherjunum og við erum að skoða það að bæta við okkur þar. Við sjáum hvað setur hvað gerist í þeim efnum,“ sagði Rúnar Páll enn fremur. Rúnar Kristinsson: Erfitt að spila tveimur dögum eftir síðasta leik „Niðurstaðan er líklega bara sanngjörn eftir leik þar sem gæðin voru ekkert sérstaklega mikil. Þar spilaði veðrið inn í og líka sú staðreynd að það eru tveir dagar síðan við spiluðum síðasta leik og við erum ekki búnir að fá almennilega endurheimt,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. „Ég er sáttur við að við náum að halda hreinu en við söknum þess að vera ekki með Jannik og Guðmund Magnússon í þessum leik. Daniels kom fínt inn í þetta og kom sér meðal annars í fínt færi. Hann var mikið í boltanum og leit bara vel út. Ég á ekki von á að við bætum meira við okkur í glugganum,“ sagði Rúnar þar að auki. Rúnar Kristinsson gefur leikmönnum sínum skipanir. Vísir /Anton Brink Besta deild karla Fram Fylkir
Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli þegar liðin leiddu saman hesta sína á Würth-völlinn í Árbæinn í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðanna buðu ekki upp á taumlausa skemmtun í haustveðrinu í Árbænum í kvöld. Kyle McLagan komst næst því að skora fyrir Fram í fyrri hálfleik og Haraldur Einar Ásgrímsson átti gott skot. Emil Ásmundsson fékk fínt færi fyrir Fylki en annað var það ekki. Þeir áhorfendur sem vonuðust til þess að kollegarnir Rúnar Páll Sigmundsson hjá Fylki og nafni hans Kristinsson hjá Fram næðu að blása lífi í lærisveina sína í hálfleik urðu ekki að ósk sinni. Hollenski framherjinn Djenario Daniels, sem gekk til liðs við Fram í vikunni, kom inná um miðjan seinni hálfleik en hann komst í góða stöðu skömmu eftir að hann kom inná. Orri Sveinn Segatta bjargaði hins vegar með góðri tæklingu. Það er til marks um skort Fylkis á framherjum að Ásgeir Eyþórsson spilaði síðustu 20 mínúturnar rúmar í fremstu víglínu hjá heimamönnum. Fylkir kom sér upp úr botnsæti deildarinnar með þessu stigi en liðið jafnaði Vestra að stigum. Liðin hafa 12 stig á botninum en Fylkir er með betri markatölu. HK er þar fyrir ofan fallsvæðið með sín 14 stig. Fram komst aftur á móti upp fyrir Stjörnuna en liðin hafa 23 stig í sjötta til sjöunda sæti og Fram er sæti ofar vegna hagstæðari markatölu. Atvik leiksins Það gladdi Fylkismenn mikið að sjá hinn uppalda Árbæingm, Daða Ólafsson, koma aftur inn á völlinn eftir erfið meiðsli og langa og stranga endurhæfingu eftir krossbandsslit sem hann varð fyrir í febrúar á síðasta ári. Daði var að spila sinn fyrsta leik síðan í september árið 2022 og gaman að sjá hann mættan til leiks loksins. Stjörnur og skúrkar Ólafur Kristófer Helgason var öruggur í sínum aðgerðum í marki Fylkis. Orri Sveinn Segatta bjargaði nokkrum sinnum með góðum tæklingum og Ragnar Bragi Sveinsson tók mikið til sín inni á miðsvæðinu hjá Fylki. Haraldur Einar Ásgrímsson átti nokkrar flottar rispur, fyrirgjafir og skot. Tiago skilaði boltanum vel frá sér af miðsvæðinu og Már Ægisson var sprækur. Dómari leiksins Það var ekkert upp á Vilhjálm Alvar Þórarinsson og hans teymi að klaga í þessum og af þeim sökum fá þeir átta í einkunn. Stemming og umgjörð Þeir rúmlega 500 áhorfendur sem lögðu leið sína í Lautina í kvöld eiga hrós skilið fyrir að mæta þrátt fyrir hryssingsveðrið sem og að tóra og klára þennan hrútleiðinlega leik. Skemmtanagildið var ekki mikið og fátt sem gladdi augu nærstaddra. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni í leik hjá Fylki. Vísir/Anton Brink Rúnar Páll: Hefðum getað stolið þessu „Þetta var bara mikill barningur og kannski ekki mikið fyrir augað þessi leikur. Liðin skiptust á að sækja og við hefðum getað stolið þessu með marki úr föstu leikatriði. Við tökum þessu stigi bara og höldum áfram. Veðrið hafði sín áhrif á þennan leik og það var erfitt að spila hérna í kvöld,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis. „Það vantaði brodd í sóknarleikinn hjá okkur og það sýnir kannski stöðuna hjá okkur hvað framherja varðar að við setjum Ásgeir upp á topp síðustu mínúturnar. Það eru mikil forföll hjá framherjunum og við erum að skoða það að bæta við okkur þar. Við sjáum hvað setur hvað gerist í þeim efnum,“ sagði Rúnar Páll enn fremur. Rúnar Kristinsson: Erfitt að spila tveimur dögum eftir síðasta leik „Niðurstaðan er líklega bara sanngjörn eftir leik þar sem gæðin voru ekkert sérstaklega mikil. Þar spilaði veðrið inn í og líka sú staðreynd að það eru tveir dagar síðan við spiluðum síðasta leik og við erum ekki búnir að fá almennilega endurheimt,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. „Ég er sáttur við að við náum að halda hreinu en við söknum þess að vera ekki með Jannik og Guðmund Magnússon í þessum leik. Daniels kom fínt inn í þetta og kom sér meðal annars í fínt færi. Hann var mikið í boltanum og leit bara vel út. Ég á ekki von á að við bætum meira við okkur í glugganum,“ sagði Rúnar þar að auki. Rúnar Kristinsson gefur leikmönnum sínum skipanir. Vísir /Anton Brink
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti