Volaða þjóð? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 31. júlí 2024 09:01 Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga. Þar á meðal eru til dæmis hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Vægi ríkja innan sambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir innan þess, fer í dag í fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem eðli málsins samkvæmt hefur komið sér verst fyrir fámennustu ríkin. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið fengjum við þannig sex þingmenn á þing þess af 720 sem er sambærilegt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Þýzkaland eitt hefur til dæmis 96 þingmenn. Staðan væri enn verri í ráðherraráði sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eru þeir sem þar sitja einungis embættismenn sambandsins enda óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Með öðrum orðum er þannig afskaplega langur vegur frá því að Ísland sæti við sama borð og önnur ríki innan Evrópusambandsins og hvað þá að landið hefði sama vægi og Þýzkaland og Frakkland eins og Sigmundur Ernir Rúnarsson hélt fram í grein á Eyjunni um síðustu helgi. Raunar nefndi hann Bretland einnig í þeim efnum sem gekk eins og kunnugt er úr sambandinu fyrir rúmum fjórum árum síðan. Með öðrum orðum hefur Sigmundur greinilega ekki fylgst nógu vel með þróun mála í fyrirheitna landinu undanfarin ár. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Fram kemur í grein Sigmundar að svara verði „áköfu ákalli“ þjóðarinnar eftir inngöngu í Evrópusambandið. Það sé Viðreisn að gera með áherzlu sinni á það að tekin verði skref í þá átt. Einhverra hluta vegna er flokkurinn þó góður ef hann mælist með 10% fylgi í skoðanakönnunum. Hvar er þá stóraukið fylgi eina flokksins sem leggur áherzlu á málið og var beinlínis stofnaður í kringum það? Á sama tíma stórjókst fylgi Samfylkingarinnar meðal annars og ekki sízt í kjölfar þess að ákveðið var að leggja áherzlu á málið til hliðar. Með áköfu ákalli vísar Sigmundur til skoðanakannana um afstöðu fólks til inngöngu í Evrópusambandið. Þó þær hafi vissulega sýnt fleiri hlynnta en andvíga inngöngu undanfarin misseri munar þar einungis 6,7 prósentustigum miðað við könnun Maskínu á dögunum sem er merkilega lítið miðað við þær kjöraðstæður sem verið hafa fyrir áróður Evrópusambandssinna sem að vísu heldur engu vatni. Þá eru aðeins 19,5% aðspurðra mjög hlynntir sem eru þeir sem mögulega hafa uppi einhvers konar ákall, færri en eru mjög andvígir. Fyrir vikið virðist Sigmundur eitthvað óviss um það hvar hann hafi þjóðina í raun í þessum efnum. Síðar í greininni segir hann þannig að Íslendingar verði að „átta sig“ á stöðu mála. „Annað hvort eru þeir partur af Evrópu [lesist Evrópusambandinu] eða upp á sjálfa sig komnir.“ Agalegt fyrir þau vel yfir 150 ríki sem standa eins og Ísland utan sambandsins og fyrir vikið algerlega ein á báti. Við lok greinarinnar kallar Sigmundur Íslendinga síðan „volaða þjóð“ fyrir að vilji ekki þar inn. Þessa sömu og var með ákaft ákall í upphafi hennar. Kjósendur eru þegar við stjórnvölinn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er vitanlega þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það. Annars verða vitanlega engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta lagði til að mynda þing sambandsins sjálfs ítrekað áherzlu á þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og VG var í gangi á sínum tíma: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna varðandi inngönguna í það.“ Dræmur áhugi á inngöngu í Evrópusambandið er ekki aðeins skiljanlegur í ljósi þess að vægi Íslands yrði lítið sem ekkert innan sambandsins heldur einnig og ekki síður til að mynda með tilliti til lokamarksmiðs samrunans innan þess allt frá upphafi. Að til verði evrópskt sambandsríki. Síðan hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá veru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands sem mynduð er meðal annars af þýzkum systurflokkum Samfylkingarinnar og Viðreisnar. Hitt er svo annað mál að það er alveg rétt hjá Sigmundi að aðild Íslands að EES-samningnum er engan veginn ásættanleg þó hún sé langtum skárri en innganga í Evrópusambandið. Lausnin í þeim efnum er þó ekki að fara úr öskunni í eldinn heldur þvert á móti að endurheimta þau völd yfir íslenzkum málum sem framseld hafa verið til sambandsins í gegnum samninginn og skipta honum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Þar á meðal og ekki sízt Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga. Þar á meðal eru til dæmis hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Vægi ríkja innan sambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir innan þess, fer í dag í fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem eðli málsins samkvæmt hefur komið sér verst fyrir fámennustu ríkin. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið fengjum við þannig sex þingmenn á þing þess af 720 sem er sambærilegt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Þýzkaland eitt hefur til dæmis 96 þingmenn. Staðan væri enn verri í ráðherraráði sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eru þeir sem þar sitja einungis embættismenn sambandsins enda óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Með öðrum orðum er þannig afskaplega langur vegur frá því að Ísland sæti við sama borð og önnur ríki innan Evrópusambandsins og hvað þá að landið hefði sama vægi og Þýzkaland og Frakkland eins og Sigmundur Ernir Rúnarsson hélt fram í grein á Eyjunni um síðustu helgi. Raunar nefndi hann Bretland einnig í þeim efnum sem gekk eins og kunnugt er úr sambandinu fyrir rúmum fjórum árum síðan. Með öðrum orðum hefur Sigmundur greinilega ekki fylgst nógu vel með þróun mála í fyrirheitna landinu undanfarin ár. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Fram kemur í grein Sigmundar að svara verði „áköfu ákalli“ þjóðarinnar eftir inngöngu í Evrópusambandið. Það sé Viðreisn að gera með áherzlu sinni á það að tekin verði skref í þá átt. Einhverra hluta vegna er flokkurinn þó góður ef hann mælist með 10% fylgi í skoðanakönnunum. Hvar er þá stóraukið fylgi eina flokksins sem leggur áherzlu á málið og var beinlínis stofnaður í kringum það? Á sama tíma stórjókst fylgi Samfylkingarinnar meðal annars og ekki sízt í kjölfar þess að ákveðið var að leggja áherzlu á málið til hliðar. Með áköfu ákalli vísar Sigmundur til skoðanakannana um afstöðu fólks til inngöngu í Evrópusambandið. Þó þær hafi vissulega sýnt fleiri hlynnta en andvíga inngöngu undanfarin misseri munar þar einungis 6,7 prósentustigum miðað við könnun Maskínu á dögunum sem er merkilega lítið miðað við þær kjöraðstæður sem verið hafa fyrir áróður Evrópusambandssinna sem að vísu heldur engu vatni. Þá eru aðeins 19,5% aðspurðra mjög hlynntir sem eru þeir sem mögulega hafa uppi einhvers konar ákall, færri en eru mjög andvígir. Fyrir vikið virðist Sigmundur eitthvað óviss um það hvar hann hafi þjóðina í raun í þessum efnum. Síðar í greininni segir hann þannig að Íslendingar verði að „átta sig“ á stöðu mála. „Annað hvort eru þeir partur af Evrópu [lesist Evrópusambandinu] eða upp á sjálfa sig komnir.“ Agalegt fyrir þau vel yfir 150 ríki sem standa eins og Ísland utan sambandsins og fyrir vikið algerlega ein á báti. Við lok greinarinnar kallar Sigmundur Íslendinga síðan „volaða þjóð“ fyrir að vilji ekki þar inn. Þessa sömu og var með ákaft ákall í upphafi hennar. Kjósendur eru þegar við stjórnvölinn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er vitanlega þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það. Annars verða vitanlega engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta lagði til að mynda þing sambandsins sjálfs ítrekað áherzlu á þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og VG var í gangi á sínum tíma: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna varðandi inngönguna í það.“ Dræmur áhugi á inngöngu í Evrópusambandið er ekki aðeins skiljanlegur í ljósi þess að vægi Íslands yrði lítið sem ekkert innan sambandsins heldur einnig og ekki síður til að mynda með tilliti til lokamarksmiðs samrunans innan þess allt frá upphafi. Að til verði evrópskt sambandsríki. Síðan hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá veru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands sem mynduð er meðal annars af þýzkum systurflokkum Samfylkingarinnar og Viðreisnar. Hitt er svo annað mál að það er alveg rétt hjá Sigmundi að aðild Íslands að EES-samningnum er engan veginn ásættanleg þó hún sé langtum skárri en innganga í Evrópusambandið. Lausnin í þeim efnum er þó ekki að fara úr öskunni í eldinn heldur þvert á móti að endurheimta þau völd yfir íslenzkum málum sem framseld hafa verið til sambandsins í gegnum samninginn og skipta honum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Þar á meðal og ekki sízt Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun