Fulltrúar Fatah og Hamas undirrita viljayfirlýsingu í Peking Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júlí 2024 06:58 Mahmoud al-Aloul og Mussa Abu Marzuk ásamt Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. epa/Pedro Pardo Fulltrúar Fatah og Hamas, sem hafa fundað í Pekíng í vikunni, undirrituðu yfirlýsingu í gær þar sem fjallað er um bráðabirgðastjórn yfir Gasa og Vesturbakkanum þegar átökum lýkur. Samkvæmt New York Times er þó ekkert fjallað um útfærslu í yfirlýsingunni né tímasetningar. Mousa Abu Marzouk, háttsettur embættismaður innan Hamas, sagði um að ræða söguleg tímamót og þá lofaði Mahmoud al-Aloul, sem fór fyrir sendinefn Fatah, stjórnvöld í Kína fyrir að standa með Palestínumönnum. Tólf aðrar hreyfingar Palestínumanna eru sagðar hafa undirritað yfirlýsinguna. Sérfræðingar segja um að ræða ákveðna sýndarmennsku af hálfu Kína og það sé ekkert sem bendi til þess að leiðtogum Fatah og Hamas sé alvara með að láta af átökum sín á milli og sameinast um nýja stjórn til að leiða Palestínu. „Það sem átti sér stað í Kína er ekkert merkilegt,“ segir Jehad Harb, sérfræðingur í málefnum Palestínu. Fulltrúar Fatah og Hamas hafa áður freistað þess að ná saman og sent frá sér ýmsar yfirlýsingar eftir fundarhöld en án þess að það hafi skilað neinu. „Þessar yfirlýsingar eru ekki virði bleksins sem þarf til að undirrita þær,“ segir Abd Al-Rahman Basem al-Masri, 25 ára íbúi Deir al Balah á Gasa. „Við höfum séð þetta áður og glatað allri trú á þeim.“ Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, fordæmdi hins vegar Mahmoud Abbas, leiðtoga Fatah og forseta Palestínu, fyrir að ganga að samningum við Hamas. „Í stað þess að hafna hryðjuverkastarfsemi þá tekur Mahmoud Abbas morðingja og nauðgara Hamas í fangið og sýnir sitt rétta andlit,“ sagði Katz í yfirlýsingu. Ekkert verði úr samkomulaginu þar sem Hamas verði tortímt og Abbas muni horfa til Gasa úr fjarlægð. „Öryggi Ísrael verður algjörlega í höndum Ísrael.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Kína Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Samkvæmt New York Times er þó ekkert fjallað um útfærslu í yfirlýsingunni né tímasetningar. Mousa Abu Marzouk, háttsettur embættismaður innan Hamas, sagði um að ræða söguleg tímamót og þá lofaði Mahmoud al-Aloul, sem fór fyrir sendinefn Fatah, stjórnvöld í Kína fyrir að standa með Palestínumönnum. Tólf aðrar hreyfingar Palestínumanna eru sagðar hafa undirritað yfirlýsinguna. Sérfræðingar segja um að ræða ákveðna sýndarmennsku af hálfu Kína og það sé ekkert sem bendi til þess að leiðtogum Fatah og Hamas sé alvara með að láta af átökum sín á milli og sameinast um nýja stjórn til að leiða Palestínu. „Það sem átti sér stað í Kína er ekkert merkilegt,“ segir Jehad Harb, sérfræðingur í málefnum Palestínu. Fulltrúar Fatah og Hamas hafa áður freistað þess að ná saman og sent frá sér ýmsar yfirlýsingar eftir fundarhöld en án þess að það hafi skilað neinu. „Þessar yfirlýsingar eru ekki virði bleksins sem þarf til að undirrita þær,“ segir Abd Al-Rahman Basem al-Masri, 25 ára íbúi Deir al Balah á Gasa. „Við höfum séð þetta áður og glatað allri trú á þeim.“ Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, fordæmdi hins vegar Mahmoud Abbas, leiðtoga Fatah og forseta Palestínu, fyrir að ganga að samningum við Hamas. „Í stað þess að hafna hryðjuverkastarfsemi þá tekur Mahmoud Abbas morðingja og nauðgara Hamas í fangið og sýnir sitt rétta andlit,“ sagði Katz í yfirlýsingu. Ekkert verði úr samkomulaginu þar sem Hamas verði tortímt og Abbas muni horfa til Gasa úr fjarlægð. „Öryggi Ísrael verður algjörlega í höndum Ísrael.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Kína Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira