Hugmyndir fyrir tómlega vinnustaði og leiðinlega vinnudaga Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. júlí 2024 07:01 Á meðan sumarið er mesta vertíðin fyrir suma vinnustaði, eru þeir ófáir vinnustaðirnir sem eru hálf tómir í lok júlí því langflestir eru í fríi; vinnufélagar og viðskiptavinir. En látum okkur ekki leiðast í marga daga í viðbót heldur gerum gott úr hlutunum með því að hugsa upp eitthvað skemmtilegt. Vísir/Vilhelm Á sumum vinnustöðum er svo mikið að gera núna að fólk hefur varla tíma til að lesa Vísi. Á meðan aðrir vinnustaðir eru svo tómlegir að starfsfólk ýtir á re-fresh takkann á nokkra sekúndna fresti. Því já, dagarnir geta verið ansi langir í vinnunni þegar okkur leiðist. Sem oft vill gerast á sumrin, þegar flestir eru í fríi en nokkrir standa enn vaktina í vinnunni þótt viðskiptavinirnir séu fáir og jafnvel engir. Því þeir eru líka í fríi. Og þegar okkur leiðist, erum við gjörn á að koma okkur ekki heldur í þau verkefni sem hafa jafnvel beðið lengi. Eins og að sortera í möppum í tölvunni eða taka til í einhverri skúffu. Nei, okkur leiðist svo mikið að við nennum engu. Ekki heldur þessu hangsi sem þó fylgir. En hvernig væri að snúa þessu við og reyna að skapa skemmtilega stemningu fyrir okkur sjálf og aðra, þannig að dagarnir verði skemmtilegri þar til líf og fjör færist á vinnustaðinn á ný? Hér eru dæmi um nokkrar hugmyndir. 1. Að skipta um vinnustöð Hvernig væri að prófa nýja vinnustöð í dag og jafnvel alla næstu daga? Jafnvel þannig að þú skapir stemningu með ykkur sem eruð á staðnum og þið færið ykkur öll til? 2. Það er leikur að læra… Er eitthvað sem þú hefur verið að velta fyrir þér um tíma að læra? Eitthvað nýtt? Eða verða betri í einhverju? Hvernig væri til dæmis að læra betur á AI Chat næstu daga? Eru fyrirtæki í þínum geira farin að nýta sér þessa gervigreind í auknum mæli? Því þeim fer fjölgandi íslenskum vinnustöðum sem eru til dæmis með áskrift af þjónustu sem gerir starfsfólkinu kleift að skrifa formlegri tölvupósta og fleira vinnutengt. Hér er um að gera að hugsa út fyrir boxið. 3. Brandara-kaffi? Í staðinn fyrir að taka kaffispjall reglulega, kaffitíma eða hádegismat með sama hætti og þú gerir allt árið um kring, hvernig væri að breyta aðeins út af vananum og gera eitthvað nýtt eða öðruvísi? Búa til einhvers konar skemmtun? Borða annars staðar? Vera með brandara-kaffispjall með vinnufélögunum? Búa til leiki? Verum hugmyndarík. 4. Að kynnast á nýjan hátt Í stórum fyrirtækjum gætum við sett okkur markmið um að kynnast nýjum vinnufélögum. Til dæmis að spjalla við einhverja sem við höfum ekki spjallað við áður og starfa á allt annarri deild. Í smærri fyrirtækjum væri líka hægt að setja sér markmið um að kynnast vinnufélögunum sem nú eru að vinna líka, á annan og nýjan hátt. Einföld leið er til dæmis að spyrja fólk hvaðan það sé ættað. Því þótt fólk hafi jafnvel alltaf átt heima á sama búsetusvæði, á það sjaldnast við um foreldra þeirra eða ömmur og afa. Það getur leitt til ótrúlega skemmtilegra samtala að fara út í smá ættfræði. Því oftar en ekki koma jafnvel í ljós einhverjar skemmtilegar tengingar… Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Að nálgast starfsmann sem líður illa, er reiður eða leiður Við eigum okkur öll okkar daga eins og sagt er. Stundum er dagsformið frábært og við í okkar besta gír. En síðan geta komið dagar sem eru okkur erfiðari. 5. júlí 2024 07:00 Betra en ekki að viðurkenna mistökin Við erum öll að leggja okkur fram við að gera ekki mistök. Svo mikið reyndar, að oftast áttum við okkur ekki einu sinni á því að við séum að gera mistök. Til dæmis að okkur yfirsjáist eitthvað í vinnunni. Gott dæmi um eitthvað sem við föttum ekki fyrr en eftir á og þá jafnvel vegna þess að einhver annar bendir á það. 28. júní 2024 07:01 Óöryggi, feimni og jafnvel einmanaleiki í nýju sumarvinnunni Nú þegar líður að lok júní eru eflaust margir sumarstarfsmenn búnir að koma sér vel fyrir á nýja vinnustaðnum, þekkja verkefnin sín og spjalla við vinnufélaga. Og þó….það er þó ekkert endilega svo sjálfgefið. 21. júní 2024 07:01 Leiðtogakulnun: Þegar yfirmaðurinn er alveg búinn á því Síðustu árin hefur samfélagið smátt og smátt lært meira um kulnun og helstu einkenni. Samhliða hefur atvinnulíf og fólk almennt orðið meðvitaðra um hvernig best er að fyrirbyggja kulnun. 13. júní 2024 07:01 Að standa upp til að gera eitthvað og muna síðan ekkert hvað það var Það þekkja allir þau móment þar sem við stöndum upp til að gera eitthvað, en munum síðan ekkert hvað við ætluðum að gera. 7. júní 2024 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Því já, dagarnir geta verið ansi langir í vinnunni þegar okkur leiðist. Sem oft vill gerast á sumrin, þegar flestir eru í fríi en nokkrir standa enn vaktina í vinnunni þótt viðskiptavinirnir séu fáir og jafnvel engir. Því þeir eru líka í fríi. Og þegar okkur leiðist, erum við gjörn á að koma okkur ekki heldur í þau verkefni sem hafa jafnvel beðið lengi. Eins og að sortera í möppum í tölvunni eða taka til í einhverri skúffu. Nei, okkur leiðist svo mikið að við nennum engu. Ekki heldur þessu hangsi sem þó fylgir. En hvernig væri að snúa þessu við og reyna að skapa skemmtilega stemningu fyrir okkur sjálf og aðra, þannig að dagarnir verði skemmtilegri þar til líf og fjör færist á vinnustaðinn á ný? Hér eru dæmi um nokkrar hugmyndir. 1. Að skipta um vinnustöð Hvernig væri að prófa nýja vinnustöð í dag og jafnvel alla næstu daga? Jafnvel þannig að þú skapir stemningu með ykkur sem eruð á staðnum og þið færið ykkur öll til? 2. Það er leikur að læra… Er eitthvað sem þú hefur verið að velta fyrir þér um tíma að læra? Eitthvað nýtt? Eða verða betri í einhverju? Hvernig væri til dæmis að læra betur á AI Chat næstu daga? Eru fyrirtæki í þínum geira farin að nýta sér þessa gervigreind í auknum mæli? Því þeim fer fjölgandi íslenskum vinnustöðum sem eru til dæmis með áskrift af þjónustu sem gerir starfsfólkinu kleift að skrifa formlegri tölvupósta og fleira vinnutengt. Hér er um að gera að hugsa út fyrir boxið. 3. Brandara-kaffi? Í staðinn fyrir að taka kaffispjall reglulega, kaffitíma eða hádegismat með sama hætti og þú gerir allt árið um kring, hvernig væri að breyta aðeins út af vananum og gera eitthvað nýtt eða öðruvísi? Búa til einhvers konar skemmtun? Borða annars staðar? Vera með brandara-kaffispjall með vinnufélögunum? Búa til leiki? Verum hugmyndarík. 4. Að kynnast á nýjan hátt Í stórum fyrirtækjum gætum við sett okkur markmið um að kynnast nýjum vinnufélögum. Til dæmis að spjalla við einhverja sem við höfum ekki spjallað við áður og starfa á allt annarri deild. Í smærri fyrirtækjum væri líka hægt að setja sér markmið um að kynnast vinnufélögunum sem nú eru að vinna líka, á annan og nýjan hátt. Einföld leið er til dæmis að spyrja fólk hvaðan það sé ættað. Því þótt fólk hafi jafnvel alltaf átt heima á sama búsetusvæði, á það sjaldnast við um foreldra þeirra eða ömmur og afa. Það getur leitt til ótrúlega skemmtilegra samtala að fara út í smá ættfræði. Því oftar en ekki koma jafnvel í ljós einhverjar skemmtilegar tengingar…
Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Að nálgast starfsmann sem líður illa, er reiður eða leiður Við eigum okkur öll okkar daga eins og sagt er. Stundum er dagsformið frábært og við í okkar besta gír. En síðan geta komið dagar sem eru okkur erfiðari. 5. júlí 2024 07:00 Betra en ekki að viðurkenna mistökin Við erum öll að leggja okkur fram við að gera ekki mistök. Svo mikið reyndar, að oftast áttum við okkur ekki einu sinni á því að við séum að gera mistök. Til dæmis að okkur yfirsjáist eitthvað í vinnunni. Gott dæmi um eitthvað sem við föttum ekki fyrr en eftir á og þá jafnvel vegna þess að einhver annar bendir á það. 28. júní 2024 07:01 Óöryggi, feimni og jafnvel einmanaleiki í nýju sumarvinnunni Nú þegar líður að lok júní eru eflaust margir sumarstarfsmenn búnir að koma sér vel fyrir á nýja vinnustaðnum, þekkja verkefnin sín og spjalla við vinnufélaga. Og þó….það er þó ekkert endilega svo sjálfgefið. 21. júní 2024 07:01 Leiðtogakulnun: Þegar yfirmaðurinn er alveg búinn á því Síðustu árin hefur samfélagið smátt og smátt lært meira um kulnun og helstu einkenni. Samhliða hefur atvinnulíf og fólk almennt orðið meðvitaðra um hvernig best er að fyrirbyggja kulnun. 13. júní 2024 07:01 Að standa upp til að gera eitthvað og muna síðan ekkert hvað það var Það þekkja allir þau móment þar sem við stöndum upp til að gera eitthvað, en munum síðan ekkert hvað við ætluðum að gera. 7. júní 2024 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Að nálgast starfsmann sem líður illa, er reiður eða leiður Við eigum okkur öll okkar daga eins og sagt er. Stundum er dagsformið frábært og við í okkar besta gír. En síðan geta komið dagar sem eru okkur erfiðari. 5. júlí 2024 07:00
Betra en ekki að viðurkenna mistökin Við erum öll að leggja okkur fram við að gera ekki mistök. Svo mikið reyndar, að oftast áttum við okkur ekki einu sinni á því að við séum að gera mistök. Til dæmis að okkur yfirsjáist eitthvað í vinnunni. Gott dæmi um eitthvað sem við föttum ekki fyrr en eftir á og þá jafnvel vegna þess að einhver annar bendir á það. 28. júní 2024 07:01
Óöryggi, feimni og jafnvel einmanaleiki í nýju sumarvinnunni Nú þegar líður að lok júní eru eflaust margir sumarstarfsmenn búnir að koma sér vel fyrir á nýja vinnustaðnum, þekkja verkefnin sín og spjalla við vinnufélaga. Og þó….það er þó ekkert endilega svo sjálfgefið. 21. júní 2024 07:01
Leiðtogakulnun: Þegar yfirmaðurinn er alveg búinn á því Síðustu árin hefur samfélagið smátt og smátt lært meira um kulnun og helstu einkenni. Samhliða hefur atvinnulíf og fólk almennt orðið meðvitaðra um hvernig best er að fyrirbyggja kulnun. 13. júní 2024 07:01
Að standa upp til að gera eitthvað og muna síðan ekkert hvað það var Það þekkja allir þau móment þar sem við stöndum upp til að gera eitthvað, en munum síðan ekkert hvað við ætluðum að gera. 7. júní 2024 07:01