Lenti í ofbeldissambandi með frönskum bíl Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 14:23 DagurKári kunni vel við bílinn í byrjun en smátt og smátt fór hinn franski bíll að sýna af sér hroka og gróf undan sjálfsvirðingu ökumannsins. vísir/vilhelm Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri er búsettur um þessar mundir í Danmörku. Hann hefur að undanfarin misserin ekið á bílaleigubíl, sem hann kunni vel við framanaf en gamanið fór að kárna þegar bíllinn fór að sýna honum megnasta yfirlæti. „Ég skipti honum út og er nú kominn á strangheiðarlegan Nissan. Ég hef þó þau völd ennþá,“ segir Dagur Kári í samtali við Vísi. Dagur Kári er um þessar mundir að vinna að sjónvarpsþáttum á danskri grundu og starfa síns vegna var honum fenginn bílaleigubíll eins og tíðkast í þeim bransa. Honum líkaði vel við bílinn, framan af. En svo tók valdastrúktúrinn að snúast við, að sögn kvikmyndagerðarmannsins; eitt sinn gat maður áður látið sér líka vel við bíl eða ekki en nú þurfi maður að þóknast bílnum. Gervigreindin er farin að láta til sín taka og þetta er bara blábyrjunin á þeim ósköpum, segir Dagur Kári. Þetta var franskur bíll. „Ég fann alveg fyrir franska hrokanum í þessum bíl. Mér leið eins og honum mislíki það að ég sé ekki betur klæddur, að ég sé ekki samboðinn þessum bíl. Og ég fæ þetta á tilfinninguna í nánast hverju sem er. Ég fann það í rúðuþurrkunum ef það var kominn einhver pirringur í hann.“ „Verður að koma þér út úr þessu eitraða sambandi“ Dagur Kári greindi frá þessu sérkennilega sambandi við bílinn og ekki stóð á svörum. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona sagði til að mynda augljóst að franski bíllinn beitti hann andlegu ofbeldi. Dagur Kári segir þetta bara blábyrjunina. Gervigreindin er rétt að sýna sitt rétta andlit.vísir/arnþór „Þú verður að koma mér út úr þessu eitraða sambandi. Þú átt betra skilið og er 100/100,“ sagði Edda Björg. Og fleiri taka í sama streng. Í fyrstu lék allt í lyndi og Dagur Kári kunni vel við bílinn í fyrstu en það virtist ekki gagnkvæmt. Bíllinn gefur ökumanninum einkunn eftir hverja ökuferð og er 100 hámarksárangur. „Þetta byrjaði ágætlega; ég var að skora á bilinu 88-92 stig af 100 mögulegum, en síðan hefur leiðin bara legið niðurávið og ég er núna kominn niður í 59/100. Ég finn hvernig bíllinn fylgist með mér, horfir yfir öxlina á mér, nemur hreyfingar og leggur mat á viðbrögð og ég finn líka að honum líkar ekki það sem hann sér og upplifir; ég skynja hrokafullt og yfirlætislegt viðmót, eins og ég sé ekki nógu góður fyrir þennan bíl.“ Í krónísku ökuprófi Ökumanninum var farið að líða eins og hann væri í stöðugri áheyrnarprufu eða krónísku ökuprófi. Og hann ekki að standast væntingar - andrúmsloft vonbrigða og þöguls pirrings ríkir í bifreiðinni. „Verst finnst mér að ég fæ engar vísbendingar frá bílnum um hvernig ég geti bætt mig eða á hvaða hátt hann vilji að ég breyti mér svo að hann fíli mig. Hann dæmir mig bara blákalt án rökstuðnings eða útskýringa.“ Þetta ástand var farið að hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd Dags Kára og sjálfsmat. Hann hafði velt því fyrir sér að reyna með einhverjum hætti að opna á samtal, segja eitthvað sér til málsbóta en bíllinn var jú franskur og að endingu gafst hann upp og skipti um bíl. Gervigreind Bílar Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
„Ég skipti honum út og er nú kominn á strangheiðarlegan Nissan. Ég hef þó þau völd ennþá,“ segir Dagur Kári í samtali við Vísi. Dagur Kári er um þessar mundir að vinna að sjónvarpsþáttum á danskri grundu og starfa síns vegna var honum fenginn bílaleigubíll eins og tíðkast í þeim bransa. Honum líkaði vel við bílinn, framan af. En svo tók valdastrúktúrinn að snúast við, að sögn kvikmyndagerðarmannsins; eitt sinn gat maður áður látið sér líka vel við bíl eða ekki en nú þurfi maður að þóknast bílnum. Gervigreindin er farin að láta til sín taka og þetta er bara blábyrjunin á þeim ósköpum, segir Dagur Kári. Þetta var franskur bíll. „Ég fann alveg fyrir franska hrokanum í þessum bíl. Mér leið eins og honum mislíki það að ég sé ekki betur klæddur, að ég sé ekki samboðinn þessum bíl. Og ég fæ þetta á tilfinninguna í nánast hverju sem er. Ég fann það í rúðuþurrkunum ef það var kominn einhver pirringur í hann.“ „Verður að koma þér út úr þessu eitraða sambandi“ Dagur Kári greindi frá þessu sérkennilega sambandi við bílinn og ekki stóð á svörum. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona sagði til að mynda augljóst að franski bíllinn beitti hann andlegu ofbeldi. Dagur Kári segir þetta bara blábyrjunina. Gervigreindin er rétt að sýna sitt rétta andlit.vísir/arnþór „Þú verður að koma mér út úr þessu eitraða sambandi. Þú átt betra skilið og er 100/100,“ sagði Edda Björg. Og fleiri taka í sama streng. Í fyrstu lék allt í lyndi og Dagur Kári kunni vel við bílinn í fyrstu en það virtist ekki gagnkvæmt. Bíllinn gefur ökumanninum einkunn eftir hverja ökuferð og er 100 hámarksárangur. „Þetta byrjaði ágætlega; ég var að skora á bilinu 88-92 stig af 100 mögulegum, en síðan hefur leiðin bara legið niðurávið og ég er núna kominn niður í 59/100. Ég finn hvernig bíllinn fylgist með mér, horfir yfir öxlina á mér, nemur hreyfingar og leggur mat á viðbrögð og ég finn líka að honum líkar ekki það sem hann sér og upplifir; ég skynja hrokafullt og yfirlætislegt viðmót, eins og ég sé ekki nógu góður fyrir þennan bíl.“ Í krónísku ökuprófi Ökumanninum var farið að líða eins og hann væri í stöðugri áheyrnarprufu eða krónísku ökuprófi. Og hann ekki að standast væntingar - andrúmsloft vonbrigða og þöguls pirrings ríkir í bifreiðinni. „Verst finnst mér að ég fæ engar vísbendingar frá bílnum um hvernig ég geti bætt mig eða á hvaða hátt hann vilji að ég breyti mér svo að hann fíli mig. Hann dæmir mig bara blákalt án rökstuðnings eða útskýringa.“ Þetta ástand var farið að hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd Dags Kára og sjálfsmat. Hann hafði velt því fyrir sér að reyna með einhverjum hætti að opna á samtal, segja eitthvað sér til málsbóta en bíllinn var jú franskur og að endingu gafst hann upp og skipti um bíl.
Gervigreind Bílar Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira