„Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. júlí 2024 10:00 Guðmundur var leikmaður Hauka hér á landi og eitt tímabil á láni hjá Aftureldingu. vísir / vilhelm Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur kvatt uppeldisfélag sitt, Hauka, og heldur nú í dönsku úrvalsdeildina í handbolta. Hann segir langþráðan draum að rætast og ætlar að berjast fyrir sæti í byrjunarliðinu innan gríðarsterks leikmannahóps. Guðmundur var einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í liði Hauka á síðasta tímabili. Nú er langþráður draumur um atvinnumennsku að rætast og hann hefur samið við Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta var alltaf stefnan síðan ég var lítill. Komast í atvinnumennsku og taka næsta skrefið. Ég er bara ánægður að þetta er loksins komið í gegn og glaður að vera kominn. Ég var búinn að vera í viðræðum við önnur lið en svo leist mér best á þennan möguleika.“ Nýr þjálfari og liðið stefnir lengra Hjá danska félaginu bíður hans spennandi verkefni. Nýr þjálfari, Simon Sörensen, tók við í vor og mun stýra ógnarsterku liðinu á næsta tímabili. „Ég talaði við þjálfarann og strákana hérna, þeir voru mjög ósáttir að gera ekki betur á síðasta tímabili. Þeir duttu út á riðlastigi í Evrópukeppni og svo langar þeim að gera betur í deildinni, bæði að enda ofar og komast lengra í úrslitum, minnsta lagi undanúrslit töluðu þeir um.“ Hörð samkeppni Samkeppnin er mikil fyrir Guðmund hjá liði Bjerringbro-Silkeborg sem hefur að geyma leikmenn á borð við Rasmus Lauge, Morten Olsen, René Toft og Nikolaj Øris. „Ég veit það nú ekki. Kannski ekki [byrjunarliðsmaður] til að byrja með. Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði.“ Gat leitað góðra ráða Guðmundur var eins og áður segir í viðræðum við fleiri félög en Bjerringbro-Silkeborg varð fyrir valinu. Hann gat leitað góðra ráða og fengið allar helstu upplýsingar hjá Þráni Orra, liðsfélaga hans hjá Haukum sem spilaði með danska félaginu fyrir fjórum árum. „Við erum búnir að vera liðsfélagar síðan hann kom heim þaðan og góðir vinir. Ég talaði aðeins við hann um þetta og hann sagði að þetta væri bara flottur staður og gott lið. Svo ætlaði ég að tala betur við hann um hvar er best að finna íbúð og svona, ég á ennþá eftir að græja það, en Þráinn kom bara með góð meðmæli.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Danski boltinn Haukar Olís-deild karla Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Guðmundur var einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í liði Hauka á síðasta tímabili. Nú er langþráður draumur um atvinnumennsku að rætast og hann hefur samið við Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta var alltaf stefnan síðan ég var lítill. Komast í atvinnumennsku og taka næsta skrefið. Ég er bara ánægður að þetta er loksins komið í gegn og glaður að vera kominn. Ég var búinn að vera í viðræðum við önnur lið en svo leist mér best á þennan möguleika.“ Nýr þjálfari og liðið stefnir lengra Hjá danska félaginu bíður hans spennandi verkefni. Nýr þjálfari, Simon Sörensen, tók við í vor og mun stýra ógnarsterku liðinu á næsta tímabili. „Ég talaði við þjálfarann og strákana hérna, þeir voru mjög ósáttir að gera ekki betur á síðasta tímabili. Þeir duttu út á riðlastigi í Evrópukeppni og svo langar þeim að gera betur í deildinni, bæði að enda ofar og komast lengra í úrslitum, minnsta lagi undanúrslit töluðu þeir um.“ Hörð samkeppni Samkeppnin er mikil fyrir Guðmund hjá liði Bjerringbro-Silkeborg sem hefur að geyma leikmenn á borð við Rasmus Lauge, Morten Olsen, René Toft og Nikolaj Øris. „Ég veit það nú ekki. Kannski ekki [byrjunarliðsmaður] til að byrja með. Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði.“ Gat leitað góðra ráða Guðmundur var eins og áður segir í viðræðum við fleiri félög en Bjerringbro-Silkeborg varð fyrir valinu. Hann gat leitað góðra ráða og fengið allar helstu upplýsingar hjá Þráni Orra, liðsfélaga hans hjá Haukum sem spilaði með danska félaginu fyrir fjórum árum. „Við erum búnir að vera liðsfélagar síðan hann kom heim þaðan og góðir vinir. Ég talaði aðeins við hann um þetta og hann sagði að þetta væri bara flottur staður og gott lið. Svo ætlaði ég að tala betur við hann um hvar er best að finna íbúð og svona, ég á ennþá eftir að græja það, en Þráinn kom bara með góð meðmæli.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Danski boltinn Haukar Olís-deild karla Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða