Innlent

Borgaði ekki á veitinga­stað og kærður fyrir fjár­svik

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Frá veitingastað í Reykjavík, mynd úr safni.
Frá veitingastað í Reykjavík, mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um aðila sem hafði neytt veitinga á veitingastað í hverfi 101 en gengið út án þess að greiða. Aðilinn var kærður fyrir fjársvik og lögregluskýrsla var rituð. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í dag.

Þrjár tilkynningar bárust um þjófnað úr verslun á lögreglustöð 1. Einnig var tilkynnt um þrjá óvelkomna aðila í húsnæði í hverfi 105, og var þeim vísað á brott. Þá var tilkynnt um líkamsárás í hverfi 107 og lögregluskýrsla var rituð.

Á lögreglustöð 2 var tilkynnt um illa staðsetta bifreið í hverfi 221, lögregla fór á vettvang og hafði samband við eiganda bifreiðarinnar sem samþykkti að starfsmaður frá Vöku myndi koma á vettvang og fjarlægja bifreiðina. Þrjár tilkynningar bárust um innbrot og þjófnað.

Á lögreglustöð 3 var tilkynnt var um ökumann sem hafði valdið umferðarslysi í hverfi 111. Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum og reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum.

Þá voru skráningarmerki fjarlægð af átta ökutækjum í hverfum 200 og 201, sem reyndust ótryggðar og/eða óskráðar.

Einn ökumaður var kærður fyrir að hafa ekið á 57 km/klst þar sem hámarkshraði er 30 km/klst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×