Innlent

Leituðu að manni í sjónum í nótt

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Leitað var að manni sem talinn er hafa farið í sjóinn í nótt. Leitin bar ekki árangur.
Leitað var að manni sem talinn er hafa farið í sjóinn í nótt. Leitin bar ekki árangur. Vísir/Vilhelm

Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um eittleytið í nótt, um að hugsanlega hefði maður farið í sjóinn við Granda í Reykjavík. Leitin stóð langt frameftir nóttu, en bar ekki árangur. Kafarar, bátar og þyrla Landhelgisgæslunnar tóku þátt í leitinni.

Þetta staðfestir Stefán Már Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu.

Hann segir að tilkynningin hafi borist rúmlega eitt, og viðbragðsaðilar hefðu komið til baka tæplega fimm í nótt.

Slökkviliðið greindi einnig frá þessu á Facebook. Þar segja þeir að um klukkan eitt í nótt hafi þeir verið með viðbragð út í Örfisirey þar sem leit hófst að manneskju sem talin er hafa farið í sjóinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×