Flestir treysta ríkisstjórninni miklu verr eftir að Bjarni tók við Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 14:26 Forrysta endurnýjaðrar ríkisstjórnar: Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sjötíu og tvö prósent landsmanna treysta ríkisstjórninni verr eftir að Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Hins vegar treysta ellefu prósent ríkisstjórninni betur eftir að Bjarni tók við stjórnartaumunum en átján prósent jafn mikið. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu. Könnunin fór fram 26. júní til 1. júlí á þessu ári, en svarendur voru 1098 talsins. Svarendur voru spurðir hvort þeir treystu ríkisstjórninni betur eða verr eftir að Bjarni tók við forsætisráðuneytinu en formleg lyklaskipti urðu á milli Bjarna og Katrínar Jakobsdóttur þann tíunda apríl síðastliðinn, en í dag eru níutíu dagar síðan hann tók við embættinu. Í raun sögðust 57,4 prósent treysta ríkisstjórninni miklu verr eftir að Bjarni tók við, 14,5 prósent sögðust treysta henni verr, 17,6 prósent jafn mikið, 4,9 prósent treysta henni aðeins betur, og 5,6 prósent miklu betur. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins treysta ríkisstjórn Bjarna best. 44,5 prósent þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn treysta ríkisstjórninni betur eftir að hann tók við. 40,4 prósent jafn mikið, og 15,1 prósent verr. Miðflokks- og Framsóknarmenn treysta endurnýjuðu ríkisstjórninni næst mest. 23 prósent Miðflokksmanna og 13,6 próesent Framsóknarmanna treysta henni betur með Bjarna í brúnni. Óánægjan er mest hjá Pírötum, Samfylkingunni og Vinstri grænum. 98,6 prósent Pírata treysta stjórninni verr, 93,6 prósent Samfylkingarmanna og 94,4 prósent Vinstri grænna eru á sama máli. Í skoðanakönnun Maskínu var einnig spurt út í hversu líklegt eða ólíklegt svarendum þykji að ríkisstjórnin sitji út núverandi kjörtímabil. 37 prósent segja það líklegt, 40 prósent ólíklegt og 23 prósent segja það í meðallagi líklegt. Þá voru svarendur spurðir hversu mikið eða lítið þeim þætti ríkisstjórnin hafa gert til að lækka vexti og verðbólgu á Íslandi. 5 prósent sögðu mikið en 81 prósent lítið. 15 prósent sögðu í meðallagi. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Könnunin fór fram 26. júní til 1. júlí á þessu ári, en svarendur voru 1098 talsins. Svarendur voru spurðir hvort þeir treystu ríkisstjórninni betur eða verr eftir að Bjarni tók við forsætisráðuneytinu en formleg lyklaskipti urðu á milli Bjarna og Katrínar Jakobsdóttur þann tíunda apríl síðastliðinn, en í dag eru níutíu dagar síðan hann tók við embættinu. Í raun sögðust 57,4 prósent treysta ríkisstjórninni miklu verr eftir að Bjarni tók við, 14,5 prósent sögðust treysta henni verr, 17,6 prósent jafn mikið, 4,9 prósent treysta henni aðeins betur, og 5,6 prósent miklu betur. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins treysta ríkisstjórn Bjarna best. 44,5 prósent þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn treysta ríkisstjórninni betur eftir að hann tók við. 40,4 prósent jafn mikið, og 15,1 prósent verr. Miðflokks- og Framsóknarmenn treysta endurnýjuðu ríkisstjórninni næst mest. 23 prósent Miðflokksmanna og 13,6 próesent Framsóknarmanna treysta henni betur með Bjarna í brúnni. Óánægjan er mest hjá Pírötum, Samfylkingunni og Vinstri grænum. 98,6 prósent Pírata treysta stjórninni verr, 93,6 prósent Samfylkingarmanna og 94,4 prósent Vinstri grænna eru á sama máli. Í skoðanakönnun Maskínu var einnig spurt út í hversu líklegt eða ólíklegt svarendum þykji að ríkisstjórnin sitji út núverandi kjörtímabil. 37 prósent segja það líklegt, 40 prósent ólíklegt og 23 prósent segja það í meðallagi líklegt. Þá voru svarendur spurðir hversu mikið eða lítið þeim þætti ríkisstjórnin hafa gert til að lækka vexti og verðbólgu á Íslandi. 5 prósent sögðu mikið en 81 prósent lítið. 15 prósent sögðu í meðallagi.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent