Innlent

Slökkvi­liðið kallað út vegna reyks á skemmti­stað

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Dælubíll var sendur á skemmtistaðinn áður en í ljós kom að ekki væri þörf á honum.
Dælubíll var sendur á skemmtistaðinn áður en í ljós kom að ekki væri þörf á honum. Vísir/Vilhelm

Næturvaktin hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var mjög erilsöm eftir því sem fram kemur í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins.

Dælubílar slökkviliðsins voru kallaðir út fjórum sinnum í nótt en slökkviliðinu barst útkall um klukkan fimm morgun vegna skemmtistaðar. Hvítur reykur hafði sést inni á skemmtistaðnum en á leiðinni þangað kom í ljós að einhver hafði hleypt úr duftslökkvitæki.

Var því ekki þörf á slökkviliði á vettvangi og dælubíllinn sendur til baka. Þá kemur fram að 85 sjúkraflutningar voru síðasta sólarhring og 48 af þeim á næturvaktinni. 

„Útköll á dælubíla eru skráð fjögur og helst er það þegar allar okkar stöðvar voru kallaðar að veitingahúsi í Ármúla í gærkveldi þar sem reykur var innandyra og eldur en mjög fljótlega var eldurinn slökktur og staðurinn reykræstur í kjölfarið,“ segir í færslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×