Búast við gullregni með sölu á Stefáni til Englands Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 22:31 Stefán Teitur Þórðarson með boltann í vináttulandsleiknum gegn Hollandi fyrr í sumar. Getty/Jose Breton Danska knattspyrnufélagið Silkeborg hefur átt í viðræðum við ensku félögin QPR og Derby um sölu á landsliðsmanninum Stefáni Teiti Þórðarsyni. Silkeborg tilkynnti um það fyrr í dag að félagið væri í viðræðum varðandi sölu á Stefáni en ekki kom þá fram við hvaða félag væri rætt. Ljóst er þó að Silkeborg reiknar með því að selja Stefán og að af því hljótist umtalsverður hagnaður. Félagið kveðst nefnilega nú gera ráð fyrir að hagnaður ársins verði meiri en áður var talið, eða sem nemur 140 milljónum íslenskra króna. Danski miðillinn Tipsbladet greindi svo frá því að félagið sem Silkeborg ætti í viðræðum við væri Derby, en bætti svo við frétt sína og sagði Silkeborg búið að samþykkja tilboð frá QPR. Gengur miðillinn svo langt að segja að Stefán fari til Englands á morgun í læknisskoðun hjá QPR. Derby County har kæmpet for at få Stefan Teitur Thordarson, men det er Queens Park Rangers, som får ham. Silkeborg har accepteret et bud fra Marti Cifuentes' klub, og spilleren rejser efter planen til England søndag og ordner det sidste. @victorrisager https://t.co/oBwrKZGo1r— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 6, 2024 Það er því útlit fyrir að Stefán Teitur sé á leið í hina gríðarsterku næstefstu deild Englands, en þar lenti QPR í 18. sæti á síðustu leiktíð. Þangað komst Derby reyndar einnig með því að enda í 2. sæti C-deildar á síðustu leiktíð. Stefán Teitur, sem er 25 ára og á að baki 20 A-landsleiki, kom til Silkeborg fyrir fjórum árum síðan og hefur spilað 126 leiki fyrir félagið, og skorað 16 mörk. Silkeborg hefur þegar búið sig undir brotthvarf hans með því að fá til sín Younes Bakiz frá AaB og Ramazan Orazov frá Aktobe. Uppfært 23.05: Upphaflega var haft eftir Tipsbladet að Derby væri í viðræðum við Silkeborg en miðillinn bætti svo við frétt sína að QPR hefði tekið fram úr og væri að landa Stefáni. Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Sjá meira
Silkeborg tilkynnti um það fyrr í dag að félagið væri í viðræðum varðandi sölu á Stefáni en ekki kom þá fram við hvaða félag væri rætt. Ljóst er þó að Silkeborg reiknar með því að selja Stefán og að af því hljótist umtalsverður hagnaður. Félagið kveðst nefnilega nú gera ráð fyrir að hagnaður ársins verði meiri en áður var talið, eða sem nemur 140 milljónum íslenskra króna. Danski miðillinn Tipsbladet greindi svo frá því að félagið sem Silkeborg ætti í viðræðum við væri Derby, en bætti svo við frétt sína og sagði Silkeborg búið að samþykkja tilboð frá QPR. Gengur miðillinn svo langt að segja að Stefán fari til Englands á morgun í læknisskoðun hjá QPR. Derby County har kæmpet for at få Stefan Teitur Thordarson, men det er Queens Park Rangers, som får ham. Silkeborg har accepteret et bud fra Marti Cifuentes' klub, og spilleren rejser efter planen til England søndag og ordner det sidste. @victorrisager https://t.co/oBwrKZGo1r— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 6, 2024 Það er því útlit fyrir að Stefán Teitur sé á leið í hina gríðarsterku næstefstu deild Englands, en þar lenti QPR í 18. sæti á síðustu leiktíð. Þangað komst Derby reyndar einnig með því að enda í 2. sæti C-deildar á síðustu leiktíð. Stefán Teitur, sem er 25 ára og á að baki 20 A-landsleiki, kom til Silkeborg fyrir fjórum árum síðan og hefur spilað 126 leiki fyrir félagið, og skorað 16 mörk. Silkeborg hefur þegar búið sig undir brotthvarf hans með því að fá til sín Younes Bakiz frá AaB og Ramazan Orazov frá Aktobe. Uppfært 23.05: Upphaflega var haft eftir Tipsbladet að Derby væri í viðræðum við Silkeborg en miðillinn bætti svo við frétt sína að QPR hefði tekið fram úr og væri að landa Stefáni.
Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Sjá meira