Hetja Tyrkja í bann fyrir úlfafagnið Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 20:31 Svona fagnaði Merih Demiral seinna marki sínu gegn Austurríki og það hefur reynst honum og tyrkneska landsliðinu dýrkeypt. Getty/Jonathan Moscrop Tyrkir hafa orðið fyrir miklu áfalli fyrir leikinn við Holland í 8-liða úrslitum EM karla í fótbolta í Þýskalandi, því maðurinn sem kom þeim þangað verður í banni. Miðvörðurinn Merih Demiral skoraði bæði mörk Tyrkja í sigrinum gegn Austurríki í 16-liða úrslitum en samkvæmt þýska blaðinu Bild hefur UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, nú ákveðið að dæma hann í tveggja leikja bann. Bannið fær Demiral fyrir að fagna marki með því að gera „úlfatákn“ með höndunum, en um er að ræða tákn Gráúlfanna, hóps öfgaþjóðernissinna í Tyrklandi. Það að gera svona tákn, eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari frétt, hefur til að mynda verið bannað með lögum í Austurríki, frá árinu 2019. Brot á þeim lögum varða sekt upp á allt að 4.000 evrum, eða 600.000 krónum. Ef marka má frétt Bild missir Demiral nú af leiknum við Holland á laugardaginn og einnig af undanúrslitaleik í næstu viku, takist Tyrkjum að slá út Hollendinga. Bild segir að ákvörðun UEFA sé í samræmi við það þegar Albananum Arlind Daku var refsað með tveggja leikja banni fyrir að taka þátt í rasískum söngvum stuðningsmanna eftir 2-2 jafntefli við Króatíu. Jude Bellingham, leikmanni enska landsliðsins, var einnig refsað fyrir að fagna með ósæmilegum hætti eftir mark sitt gegn Slóvakíu en fékk þó ekki bann heldur aðeins sekt, upp á 20.000 evrur. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Sjá meira
Miðvörðurinn Merih Demiral skoraði bæði mörk Tyrkja í sigrinum gegn Austurríki í 16-liða úrslitum en samkvæmt þýska blaðinu Bild hefur UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, nú ákveðið að dæma hann í tveggja leikja bann. Bannið fær Demiral fyrir að fagna marki með því að gera „úlfatákn“ með höndunum, en um er að ræða tákn Gráúlfanna, hóps öfgaþjóðernissinna í Tyrklandi. Það að gera svona tákn, eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari frétt, hefur til að mynda verið bannað með lögum í Austurríki, frá árinu 2019. Brot á þeim lögum varða sekt upp á allt að 4.000 evrum, eða 600.000 krónum. Ef marka má frétt Bild missir Demiral nú af leiknum við Holland á laugardaginn og einnig af undanúrslitaleik í næstu viku, takist Tyrkjum að slá út Hollendinga. Bild segir að ákvörðun UEFA sé í samræmi við það þegar Albananum Arlind Daku var refsað með tveggja leikja banni fyrir að taka þátt í rasískum söngvum stuðningsmanna eftir 2-2 jafntefli við Króatíu. Jude Bellingham, leikmanni enska landsliðsins, var einnig refsað fyrir að fagna með ósæmilegum hætti eftir mark sitt gegn Slóvakíu en fékk þó ekki bann heldur aðeins sekt, upp á 20.000 evrur.
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Sjá meira