Semja við Bellingham Formúlu 1 heimsins Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2024 11:31 Oliver Bearman verður ökuþór í Formúlu 1 frá og með næsta tímabili. Hann er sagður Jude Bellingham Formúlu 1 heimsins. Vísir/Getty Breski ökuþórinn Oliver Bearman hefur skrifað undir nokkurra ára samning við Formúlu 1 lið Haas og mun hann vera einn af aðalökumönnum liðsins frá og með næsta tímabili. Bearman þykir eitt mesta efni mótorsportheimsins um þessar mundir. Bretinn er aðeins nítján ára gamall og kemur úr ökumanns akademíu Ferrari. Hann vakti gríðarlega athygli fyrr á yfirstandandi tímabili er hann þurfti að leysa Spánverjann Carlos Sainz af hólmi í Sádi-Arabíu kappakstrinum með mjög skömmum fyrirvara. Á hinni krefjandi braut sem boðið er upp á í Sádi-Arabíu í Formúlu 1 mótaröðinni endaði Bearman í sjöunda sæti sem skilaði sér í sex stigum, bæði fyrir hann og Ferrari. Bearman þekkir umhverfið hjá Haas vel en liðið er vel tengt Ferrari og hefur Bretinn fengið að spreyta sig á æfingum Haas á yfirstandandi tímabili samhlíða því að keppa í Formúlu 2 mótaröðinni. Ljóst þykir að Bearman gæti látið til sín taka í Formúlu 1 í framtíðinni og ætti það ekki að koma á óvart ef hann endar á einhverjum tímapunkti aftur hjá Ferrari sem einn af aðalökumönnum liðsins. „Hann er Jude Bellingham Formúlu 1 heimsins,“ segir Craig Slater, einn af Formúlu 1 sérfræðingum Sky Sports en Bellingham er, þrátt fyrir að vera ungur að árum, skærasta stjarna enskrar knattspyrnu og leikmaður Real Madrid. „Hann (Bearman) varð nítján ára í maí síðastliðnum og er yngsti Bretinn til þess að keppa í Formúlu 1 því að hann var aðeins átján ára gamall er hann keppti í fyrsta sinn í mótaröðinni fyrir Ferrari í Sádi-Arabíu fyrr á árinu.“ Framtíðin sé mjög björt fyrir Bretann unga. „Maður býst við því að metnaður hans snúi að því að hann vilji snúa ftur til Ferrari á einhverjum tímapunkti, keppast um sigur og heimsmeistaratitla.“ Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bretinn er aðeins nítján ára gamall og kemur úr ökumanns akademíu Ferrari. Hann vakti gríðarlega athygli fyrr á yfirstandandi tímabili er hann þurfti að leysa Spánverjann Carlos Sainz af hólmi í Sádi-Arabíu kappakstrinum með mjög skömmum fyrirvara. Á hinni krefjandi braut sem boðið er upp á í Sádi-Arabíu í Formúlu 1 mótaröðinni endaði Bearman í sjöunda sæti sem skilaði sér í sex stigum, bæði fyrir hann og Ferrari. Bearman þekkir umhverfið hjá Haas vel en liðið er vel tengt Ferrari og hefur Bretinn fengið að spreyta sig á æfingum Haas á yfirstandandi tímabili samhlíða því að keppa í Formúlu 2 mótaröðinni. Ljóst þykir að Bearman gæti látið til sín taka í Formúlu 1 í framtíðinni og ætti það ekki að koma á óvart ef hann endar á einhverjum tímapunkti aftur hjá Ferrari sem einn af aðalökumönnum liðsins. „Hann er Jude Bellingham Formúlu 1 heimsins,“ segir Craig Slater, einn af Formúlu 1 sérfræðingum Sky Sports en Bellingham er, þrátt fyrir að vera ungur að árum, skærasta stjarna enskrar knattspyrnu og leikmaður Real Madrid. „Hann (Bearman) varð nítján ára í maí síðastliðnum og er yngsti Bretinn til þess að keppa í Formúlu 1 því að hann var aðeins átján ára gamall er hann keppti í fyrsta sinn í mótaröðinni fyrir Ferrari í Sádi-Arabíu fyrr á árinu.“ Framtíðin sé mjög björt fyrir Bretann unga. „Maður býst við því að metnaður hans snúi að því að hann vilji snúa ftur til Ferrari á einhverjum tímapunkti, keppast um sigur og heimsmeistaratitla.“
Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti